Kubica keppir fyrir Williams á næsta ári Bragi Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 06:00 Robert Kubica er á leið aftur í Formúlu 1. vísir/getty Hinn 33 ára Pólverji Robert Kubica mun keppa fyrir Williams liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti enska liðið í gær. Kubica hefur verið þróunarökumaður liðsins í ár en Pólverjinn hefur ekkert keppt í Formúlu 1 síðan 2010. Endurkoman gæti orðið ein sú magnaðasta í íþróttasögunni. Kubica hefur þurft að ganga í gegnum margt eftir alvarlegt slys sem hann lenti í árið 2011. Þá var Pólverjinn að keppa í ralli er bíll hans fór harkalega utan í girðingu með þeim afleiðingum að girðingin fór í gegnum ökumannsrými bílsins. Kubica slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu, þá var hann hársbreidd frá því að missa hægri höndina. Þegar horft er á myndbönd innan úr Williams bíl Kubica í prófunum í sumar sést greinilega að Pólverjinn keyrir bara með aðra hönd á stýri. Vissulega er hægri hönd hans á stýrinu en hún gerir lítið gagn. Liðsfélagi Kubica hjá Williams á næsta ári verður hinn ungi George Russell. Það verður áhugavert að sjá hvernig Kubica mun standa sig gegn Russell og hvort Williams nái að bæta sig. Tímabilið í ár er það versta í 41. árs sögu liðsins í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hinn 33 ára Pólverji Robert Kubica mun keppa fyrir Williams liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti enska liðið í gær. Kubica hefur verið þróunarökumaður liðsins í ár en Pólverjinn hefur ekkert keppt í Formúlu 1 síðan 2010. Endurkoman gæti orðið ein sú magnaðasta í íþróttasögunni. Kubica hefur þurft að ganga í gegnum margt eftir alvarlegt slys sem hann lenti í árið 2011. Þá var Pólverjinn að keppa í ralli er bíll hans fór harkalega utan í girðingu með þeim afleiðingum að girðingin fór í gegnum ökumannsrými bílsins. Kubica slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu, þá var hann hársbreidd frá því að missa hægri höndina. Þegar horft er á myndbönd innan úr Williams bíl Kubica í prófunum í sumar sést greinilega að Pólverjinn keyrir bara með aðra hönd á stýri. Vissulega er hægri hönd hans á stýrinu en hún gerir lítið gagn. Liðsfélagi Kubica hjá Williams á næsta ári verður hinn ungi George Russell. Það verður áhugavert að sjá hvernig Kubica mun standa sig gegn Russell og hvort Williams nái að bæta sig. Tímabilið í ár er það versta í 41. árs sögu liðsins í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira