Tíu þúsund leiguíbúðir vantar á markaðinn Guðbrandur Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félagslegs húsnæðis og þrátt fyrir að leigufélög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fasteignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjölskyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga langtímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikilvægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir.Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leiguhúsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigumarkaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferðaþjónustu sem eru um 4.000. Leiguíbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteignagjöld gætu stutt við slíka þróun.Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjölskyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyrisréttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfsmenn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tímabundið er verulegur. Í þessu samhengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitarfélögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félagslegs húsnæðis og þrátt fyrir að leigufélög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fasteignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjölskyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga langtímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikilvægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir.Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leiguhúsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigumarkaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferðaþjónustu sem eru um 4.000. Leiguíbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteignagjöld gætu stutt við slíka þróun.Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjölskyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyrisréttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfsmenn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tímabundið er verulegur. Í þessu samhengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitarfélögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun