Þingið slær met í stundvísi með fjárlög Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. nóvember 2018 08:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlögum í september síðastliðnum en 2. umræðu um þau lauk í gærkvöldi. vísir/vilhelm Aðalumræðu um fjárlögin, 2. umræðu, lauk í gær með tæplega fjögurra klukkustunda langri atkvæðagreiðslu. Umræður um fjárlög hafa á undanförnum árum verið að færast æ nær jólum en í ár sló Alþingi met því atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu hefur ekki farið jafn snemma fram alla þessa öld. „Þetta er að virka eins og til var stofnað og ætlunin var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til þess að fyrsti samkomudagur Alþingis að hausti hafi verið færður fram í tveimur áföngum á undanförnum árum. Fyrst frá 10. október til 1. október og svo til annars þriðjudags í september, sem hafði það að markmiði að gefa Alþingi rýmri tíma til að vinna með fjárlagafrumvarpið. „Einnig hafa ný lög um opinber fjármál væntanlega jákvæð áhrif; frumvarpið er fyrirsjáanlegra og í raun útfylling á römmum sem afgreiddir hafa verið að vori með fjármálaáætlun,“ segir Steingrímur og bætir við: „Einnig hjálpar að hér er nokkuð góður andi og gangur í málum, reglubundið og vel undirbúið þinghald í stað afbrigðilegra aðstæðna síðastliðin tvö ár.“ Tímalengd umræðu um fjárlög var nokkuð stöðug fyrstu ár aldarinnar, eins og línuritið sýnir, en lengdist smám saman á árunum eftir hrun og náði toppi árið 2015. Árin 2016 og 2017 gefa þó ekki raunhæfa mynd af þróuninni enda kosningar skömmu fyrir jól bæði árin og fór 2. umræða um fjárlög þau ár fram á einum degi, 22. desember. Umræðan í ár árið stóð í 1.884 mínútur, eða 31,4 klukkustundir, sem er nálægt því tvöfalt lengri tími en tíðkaðist á fyrstu árum aldarinnar og nær eftirhrunsárunum að því leyti. Toppar urðu nokkur ár í takt við óróa í íslenskum stjórnmálum á liðnum árum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Aðalumræðu um fjárlögin, 2. umræðu, lauk í gær með tæplega fjögurra klukkustunda langri atkvæðagreiðslu. Umræður um fjárlög hafa á undanförnum árum verið að færast æ nær jólum en í ár sló Alþingi met því atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu hefur ekki farið jafn snemma fram alla þessa öld. „Þetta er að virka eins og til var stofnað og ætlunin var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og vísar til þess að fyrsti samkomudagur Alþingis að hausti hafi verið færður fram í tveimur áföngum á undanförnum árum. Fyrst frá 10. október til 1. október og svo til annars þriðjudags í september, sem hafði það að markmiði að gefa Alþingi rýmri tíma til að vinna með fjárlagafrumvarpið. „Einnig hafa ný lög um opinber fjármál væntanlega jákvæð áhrif; frumvarpið er fyrirsjáanlegra og í raun útfylling á römmum sem afgreiddir hafa verið að vori með fjármálaáætlun,“ segir Steingrímur og bætir við: „Einnig hjálpar að hér er nokkuð góður andi og gangur í málum, reglubundið og vel undirbúið þinghald í stað afbrigðilegra aðstæðna síðastliðin tvö ár.“ Tímalengd umræðu um fjárlög var nokkuð stöðug fyrstu ár aldarinnar, eins og línuritið sýnir, en lengdist smám saman á árunum eftir hrun og náði toppi árið 2015. Árin 2016 og 2017 gefa þó ekki raunhæfa mynd af þróuninni enda kosningar skömmu fyrir jól bæði árin og fór 2. umræða um fjárlög þau ár fram á einum degi, 22. desember. Umræðan í ár árið stóð í 1.884 mínútur, eða 31,4 klukkustundir, sem er nálægt því tvöfalt lengri tími en tíðkaðist á fyrstu árum aldarinnar og nær eftirhrunsárunum að því leyti. Toppar urðu nokkur ár í takt við óróa í íslenskum stjórnmálum á liðnum árum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira