Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli Hjörvar Ólafsson skrifar 22. nóvember 2018 17:45 vísir/getty Sumarið 2014 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins samning sem Evrópuráðið hafði unnið að í nokkur ár og ætlað var að taka á vandamálum sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum. Íslenska ríkið undirritaði samninginn sama ár, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. Síðan þá hafa aftur á móti verið tekin nokkur skref í átt til þess að fullgilda samninginn og liður í því er skipun samstarfsvettvangs í samræmi við 13. grein samningsins. Þessi samráðshópur hefur nú verið settur á laggirnar og þar eiga sæti fulltrúar frá ÍSÍ, KSÍ, Íslenskum getraunum, dómsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og lögreglu. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að samræma aðgerðir til þess að sporna við hagræðingu úrslita hérlendis og taka þátt í erlendu samstarfi um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn stuðli að því að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og verði upplýsingamiðstöð. Óskar Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að samráðshópurinn geti ekki tekið að sér eftirlitshlutverk þegar kemur að hagræðingu úrslita í þeim skilningi að hópurinn hafi frumkvæðisskyldu að því að kæra brot sem varða hagræðingu úrslita. Hópurinn verður ekki stjórnsýslustofnun sem hefur vald til þess að taka stjórnsýsluákvarðanir. Þess í stað taki hann á móti og greini upplýsingar um óeðlileg eða grunsamleg veðmál á íþróttaleiki og veki athygli réttra aðila á því, fari yfir reglur sem íþróttahreyfingin setur um hagræðingu úrslita og meti hvort þær samræmist löggjöf landsins sem og alþjóðasamningnum um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Þá eigi hópurinn að vera í samstarfi við viðeigandi aðila og stofnanir innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal við þá sem starfa að sambærilegum málum í öðrum löndum, veita umsögn um áhættu af einstökum tilboðum um hliðarveðmál eins og til dæmis fyrsta innkast eða hornspyrnu og fylgjast með þróun í málaflokknum og fjalla um það sem mikilvægt kann að þykja á þessu sviði. Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Sjá meira
Sumarið 2014 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins samning sem Evrópuráðið hafði unnið að í nokkur ár og ætlað var að taka á vandamálum sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum. Íslenska ríkið undirritaði samninginn sama ár, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. Síðan þá hafa aftur á móti verið tekin nokkur skref í átt til þess að fullgilda samninginn og liður í því er skipun samstarfsvettvangs í samræmi við 13. grein samningsins. Þessi samráðshópur hefur nú verið settur á laggirnar og þar eiga sæti fulltrúar frá ÍSÍ, KSÍ, Íslenskum getraunum, dómsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og lögreglu. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að samræma aðgerðir til þess að sporna við hagræðingu úrslita hérlendis og taka þátt í erlendu samstarfi um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn stuðli að því að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og verði upplýsingamiðstöð. Óskar Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að samráðshópurinn geti ekki tekið að sér eftirlitshlutverk þegar kemur að hagræðingu úrslita í þeim skilningi að hópurinn hafi frumkvæðisskyldu að því að kæra brot sem varða hagræðingu úrslita. Hópurinn verður ekki stjórnsýslustofnun sem hefur vald til þess að taka stjórnsýsluákvarðanir. Þess í stað taki hann á móti og greini upplýsingar um óeðlileg eða grunsamleg veðmál á íþróttaleiki og veki athygli réttra aðila á því, fari yfir reglur sem íþróttahreyfingin setur um hagræðingu úrslita og meti hvort þær samræmist löggjöf landsins sem og alþjóðasamningnum um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Þá eigi hópurinn að vera í samstarfi við viðeigandi aðila og stofnanir innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal við þá sem starfa að sambærilegum málum í öðrum löndum, veita umsögn um áhættu af einstökum tilboðum um hliðarveðmál eins og til dæmis fyrsta innkast eða hornspyrnu og fylgjast með þróun í málaflokknum og fjalla um það sem mikilvægt kann að þykja á þessu sviði.
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Sjá meira