Innlent

Á undanþágu næstu tíu mánuði

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá eldi Arnarlax í Patreksfirði.
Frá eldi Arnarlax í Patreksfirði. vísir/einar
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur veitt laxeldisfyrirtækjunum Arctic Sea og Arnarlaxi á Vestfjörðum tímabundna undanþágu með skilyrðum fram í september á næsta ári, til að fullnægja öllum kröfum. Umhverfisstofnun hafði fellt starfsleyfi þeirra úr gildi og Matvælastofnun rekstrarleyfin. Það kemur því ekki til þess að slátra þurfi laxi fyrir tímann eða drepa seiði, sem komin eru í eldi.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu er það orðað sem svo að starfseminni verði hadið í lágmarki til að draga sem mest úr umhverfisáhrifum. Árleg framleiðsla Arnarlax má samkvæmt þessu vera 3,200 tonn og framleiðsla Arctic Sea farm 600 tonn. Allar undanþágur falla svo úr gildi 5. september.

Fyrir þann tíma þurfa þau að uppfylla þær umhverfiskröfur sem fram koma í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna starfsseminnar.

Við afgreiðsu málsins aflaði ráðuneytið umsagna frá Skipulagsstofnun og Matvælastofnun sem mæltu með því að fyrirtækjunum yrði veitt tímabundin undanþága.

Arnarlax, sem má nú framleiða 3,400 tonn, stefnir í að framleiða 10,700 tonn á ári og Arctic Sea Farm, sem nú framleiðir 600 tonn og stefnir líka í mikla aukningu, telja hvorugt að þessi skipan muni fresta framvindu mála, enda stefni fyrirtækin að því að uppfylla öll skilyrði í tæka tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×