Sýknaður af nauðgun: „Ef þú værir dóttir mín myndi ég segja þér að kæra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 16:00 Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlans vestra. Getty/KTSDESIGN Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun. Manninum var gefið að sök að hafa nauðgað konu eftir gleðskap en í dóminum segir að konan muni ekkert eftir atburðum kvöldsins, framburður vitna um ástand hennar hafi verið mismunandi auk þess sem að í framburði mannsins hafi ekki verið að finna misræmi sem drægi úr trúverðugleika framburðar hans í málinu. Í lögregluskýrslu vegna málsins segir að konan hafi leitað til lögreglu á mánudegi í ótilgreindum mánuði á síðasta ári þar sem hún vildi greina frá ætluðu kynferðisbroti sem hún hefði orðið fyrir af hálfu mannsins tveimur dögum áður. Sagðist hún hafa farið í samkvæmi um kvöldið og þar hafi líðan hennar orðið einkennileg, hún missti mátt í andliti og taldi hún þessa líðan ekki stafa af áfengisneyslu. Eftir að fólk fór að tínast á brott úr samkvæminu sagði hún mannninn hafa boðið henni far. Lýsti hún því svo að morguninn eftir hefði hún vaknað, liggjandi í sófa, nakin að neðanverðu, í sokk á öðrum fæti en önnur föt legið úthverf á gólfinu.Héraðsdómur Norðurlands vestra.Fór til lögreglu eftir atburðir kvöldsins voru raktir Fyrir dómi sagðist konan þekkja manninn lítillega. Þá sagðist hún hafa verið á ferð með vinkonum sínum umrætt kvöld og var áfengi haft við hönd. Sagðist hún alveg hafa dottið út þegar leið á kvöldið og sagðist hún raunar muna lítið sem ekkert frá því hún kom í samkvæmið og þangað til hún vaknaði um morguninn.Sagðist hún hafa leitað til lögreglu eftir að búið var að rekja fyrir henni atburði kvöldsins og henni ráðlagt að hafa samband við lögregluna. Sagði hún lögreglumanninn sem hún talaði við hafa sagt við hana: „Ef þú værir dóttir mín myndi ég segja þér að kæra.“Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði maðurinn sök. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa komið með vinum sínum í samkvæmið. Þar hafi hann sest við hliðina á konunni og hafi þau setið þar lengst af kvöldi. Sagði hann konuna hafa verið ölvaða „en þó ekki það mikið að hún gat strokið honum um staði þar sem hann er ekki vanur að vera strokinn,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms.Eftir að samkvæminu lauk löbbuðu þau saman úr veislunni sem endaði með því að þau komu í ótilgreinda íbúð. Þar sagði maðurinn að konan hafi kysst hann, sem hafi endað með stuttum samförum, sem hafi lokið snögglega eftir að konan hafi skipt um skoðun.„Blæbrigðamunur“ á framburði vitna Í dóminum segir að engin vitni hafi verið að því sem átti sér stað eftir gleðskapinn en að framburður vitna um ástand konunnar í gleðskapnum hafi verið mismunandi. Nokkur vitni sögðu að hún hafi ekki verið viðræðuhæf vegna ölvunar á meðan önnur sögðu að þrátt fyrir mikla ölvun hafi hún tekið þátt í gleðskapnum.Segir í dóminum að maðurinn hafi í þrígang gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, framburður hans þar og fyrir dómi hafi verið í öllum aðalatriðum á sömu lund og ekkert misræmi hafi verið að finna sem dregið gæti úr trúverðugleika hans. Var framburður hans því metinn trúverðugur.Ekki væri hins vegar hægt að kveða upp úr um trúverðugleika konunnar þar sem af gögnum málsins mætti ráða að hún myndi „í raun nánast ekkert eftir því sem gerðist eftir að hún kom í samkvæmið“, framburður hennar væri reistur á því sem henni hefði verið sagt.Þá segir einnig að þó ljóst væri að konan hafi verið undir miklum áhrifum áfengis væri „blæbrigðamunur“ á framburði vitnanna varðandi ölvunarástand hennar. Þar sem túlka þyrfti allan vafa í hag ákærða, framburð mannsins og minnisleysi konunnar þótti héraðsdómi ákæruvaldinu ekki hafa sannað, svo ekki leiki á skynsamlegur vafi, að konan hafi verið ófær um að veita samþykki sitt fyrir kynmökunum, líkt og ákæruvaldið hélt fram.Var maðurinn því sýknaður af nauðgun auk þess sem að málsvarnarkostnaður hans greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun. Manninum var gefið að sök að hafa nauðgað konu eftir gleðskap en í dóminum segir að konan muni ekkert eftir atburðum kvöldsins, framburður vitna um ástand hennar hafi verið mismunandi auk þess sem að í framburði mannsins hafi ekki verið að finna misræmi sem drægi úr trúverðugleika framburðar hans í málinu. Í lögregluskýrslu vegna málsins segir að konan hafi leitað til lögreglu á mánudegi í ótilgreindum mánuði á síðasta ári þar sem hún vildi greina frá ætluðu kynferðisbroti sem hún hefði orðið fyrir af hálfu mannsins tveimur dögum áður. Sagðist hún hafa farið í samkvæmi um kvöldið og þar hafi líðan hennar orðið einkennileg, hún missti mátt í andliti og taldi hún þessa líðan ekki stafa af áfengisneyslu. Eftir að fólk fór að tínast á brott úr samkvæminu sagði hún mannninn hafa boðið henni far. Lýsti hún því svo að morguninn eftir hefði hún vaknað, liggjandi í sófa, nakin að neðanverðu, í sokk á öðrum fæti en önnur föt legið úthverf á gólfinu.Héraðsdómur Norðurlands vestra.Fór til lögreglu eftir atburðir kvöldsins voru raktir Fyrir dómi sagðist konan þekkja manninn lítillega. Þá sagðist hún hafa verið á ferð með vinkonum sínum umrætt kvöld og var áfengi haft við hönd. Sagðist hún alveg hafa dottið út þegar leið á kvöldið og sagðist hún raunar muna lítið sem ekkert frá því hún kom í samkvæmið og þangað til hún vaknaði um morguninn.Sagðist hún hafa leitað til lögreglu eftir að búið var að rekja fyrir henni atburði kvöldsins og henni ráðlagt að hafa samband við lögregluna. Sagði hún lögreglumanninn sem hún talaði við hafa sagt við hana: „Ef þú værir dóttir mín myndi ég segja þér að kæra.“Við skýrslutöku hjá lögreglu neitaði maðurinn sök. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa komið með vinum sínum í samkvæmið. Þar hafi hann sest við hliðina á konunni og hafi þau setið þar lengst af kvöldi. Sagði hann konuna hafa verið ölvaða „en þó ekki það mikið að hún gat strokið honum um staði þar sem hann er ekki vanur að vera strokinn,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms.Eftir að samkvæminu lauk löbbuðu þau saman úr veislunni sem endaði með því að þau komu í ótilgreinda íbúð. Þar sagði maðurinn að konan hafi kysst hann, sem hafi endað með stuttum samförum, sem hafi lokið snögglega eftir að konan hafi skipt um skoðun.„Blæbrigðamunur“ á framburði vitna Í dóminum segir að engin vitni hafi verið að því sem átti sér stað eftir gleðskapinn en að framburður vitna um ástand konunnar í gleðskapnum hafi verið mismunandi. Nokkur vitni sögðu að hún hafi ekki verið viðræðuhæf vegna ölvunar á meðan önnur sögðu að þrátt fyrir mikla ölvun hafi hún tekið þátt í gleðskapnum.Segir í dóminum að maðurinn hafi í þrígang gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, framburður hans þar og fyrir dómi hafi verið í öllum aðalatriðum á sömu lund og ekkert misræmi hafi verið að finna sem dregið gæti úr trúverðugleika hans. Var framburður hans því metinn trúverðugur.Ekki væri hins vegar hægt að kveða upp úr um trúverðugleika konunnar þar sem af gögnum málsins mætti ráða að hún myndi „í raun nánast ekkert eftir því sem gerðist eftir að hún kom í samkvæmið“, framburður hennar væri reistur á því sem henni hefði verið sagt.Þá segir einnig að þó ljóst væri að konan hafi verið undir miklum áhrifum áfengis væri „blæbrigðamunur“ á framburði vitnanna varðandi ölvunarástand hennar. Þar sem túlka þyrfti allan vafa í hag ákærða, framburð mannsins og minnisleysi konunnar þótti héraðsdómi ákæruvaldinu ekki hafa sannað, svo ekki leiki á skynsamlegur vafi, að konan hafi verið ófær um að veita samþykki sitt fyrir kynmökunum, líkt og ákæruvaldið hélt fram.Var maðurinn því sýknaður af nauðgun auk þess sem að málsvarnarkostnaður hans greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira