Rándýr lexía Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Enn á ný liggur framtíð WOW air eins og mara á íslensku viðskiptalífi, en Icelandair hefur fallið frá áformum um kaup á félaginu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og staðhæfir að flugáætlun félagsins fyrir komandi vetur standi óbreytt. Ekki nóg með það heldur boðar Skúli gleðifréttir og segir fjársterkan aðila skoða kaup á félaginu. Þá hefur fjármálastjórinn sagt að laun verði greidd um mánaðamótin. Vonandi tekst Skúla ætlunarverk sitt, en við aðstæður sem þessar dugar ekki bjartsýnin ein og sér. Athygli vakti að WOW losaði sig við fjórar vélar úr flota sínum í vikunni, þá virðist sem Samgöngustofa sé komin í málið en hún er það stjórnvald sem tekur ákvörðun um hvort flugfélög uppfylli skilyrði flugrekstrarleyfis. Án slíks leyfis fer ekki ein einasta flugvél á loft. Markaðurinn bregst vitaskuld ekki vel við þessari óvissu. Nánast öll félög lækkuðu í Kauphöllinni í gær, og nam lækkun úrvalsvísitölunnar rétt tæpum 3%. Miklar sveiflur hafa verið á skuldabréfamarkaði. Markaðurinn og landsmenn allir þurfa að fara að fá einhverja vissu í þessi mál. Varla gengur að félag, þó ekki stærra en WOW air, haldi öllu hagkerfinu í heljargreipum svo vikum skipti. Skyldi þó engan undra að svo sé enda gerir sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna falls WOW air ráð fyrir allt að 3% samdrætti í hagvexti og talsverðri veikingu krónunnar fari svo að félagið leggi upp laupana. Einmitt af þessari ástæðu veldur áhyggjum að stjórnvöld virðast ætla að sitja hjá í málinu. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að rekstrarvandræði WOW hafa verið fyrirséð um nokkurn tíma, og raunar verið opinbert leyndarmál frá því á síðasta ári. Í þessu samhengi má rifja upp aðgerðir þýskra stjórnvalda þegar ljóst var að Air Berlin væri óstarfhæft. Þýsk stjórnvöld, með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda, lögðu Air Berlin til 150 milljóna evra lán sem tryggja átti reksturinn til sex mánaða. Sá tími var nýttur til að selja eignir félagsins og sjá til þess að lágmarka tjón þýska hagkerfisins. Vel þótti takast til. Ekkert flug féll niður og lunganum af rekstrinum var komið í hendur Lufthansa. Ljóst er að þær fjárhæðir sem leggja þyrfti til WOW air væru mun lægri en sú fjárhæð sem þýska ríkið innti af hendi. Fjárfestingin væri tiltölulega léttvæg ef horft er til dæmis á það eignatjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir vegna lækkandi eignaverðs að undanförnu. Vitaskuld kynnu einhverjir að sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni, en spurningin sem stjórnvöld sitja frammi fyrir er einfaldlega eftirfarandi: Eru hægrimennirnir í ríkisstjórninni svo stífir á meiningunni að þeir ætli að tefla efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu til að kenna landsmönnum rándýra lexíu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Enn á ný liggur framtíð WOW air eins og mara á íslensku viðskiptalífi, en Icelandair hefur fallið frá áformum um kaup á félaginu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og staðhæfir að flugáætlun félagsins fyrir komandi vetur standi óbreytt. Ekki nóg með það heldur boðar Skúli gleðifréttir og segir fjársterkan aðila skoða kaup á félaginu. Þá hefur fjármálastjórinn sagt að laun verði greidd um mánaðamótin. Vonandi tekst Skúla ætlunarverk sitt, en við aðstæður sem þessar dugar ekki bjartsýnin ein og sér. Athygli vakti að WOW losaði sig við fjórar vélar úr flota sínum í vikunni, þá virðist sem Samgöngustofa sé komin í málið en hún er það stjórnvald sem tekur ákvörðun um hvort flugfélög uppfylli skilyrði flugrekstrarleyfis. Án slíks leyfis fer ekki ein einasta flugvél á loft. Markaðurinn bregst vitaskuld ekki vel við þessari óvissu. Nánast öll félög lækkuðu í Kauphöllinni í gær, og nam lækkun úrvalsvísitölunnar rétt tæpum 3%. Miklar sveiflur hafa verið á skuldabréfamarkaði. Markaðurinn og landsmenn allir þurfa að fara að fá einhverja vissu í þessi mál. Varla gengur að félag, þó ekki stærra en WOW air, haldi öllu hagkerfinu í heljargreipum svo vikum skipti. Skyldi þó engan undra að svo sé enda gerir sviðsmyndagreining stjórnvalda vegna falls WOW air ráð fyrir allt að 3% samdrætti í hagvexti og talsverðri veikingu krónunnar fari svo að félagið leggi upp laupana. Einmitt af þessari ástæðu veldur áhyggjum að stjórnvöld virðast ætla að sitja hjá í málinu. Einkum og sér í lagi í ljósi þess að rekstrarvandræði WOW hafa verið fyrirséð um nokkurn tíma, og raunar verið opinbert leyndarmál frá því á síðasta ári. Í þessu samhengi má rifja upp aðgerðir þýskra stjórnvalda þegar ljóst var að Air Berlin væri óstarfhæft. Þýsk stjórnvöld, með samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda, lögðu Air Berlin til 150 milljóna evra lán sem tryggja átti reksturinn til sex mánaða. Sá tími var nýttur til að selja eignir félagsins og sjá til þess að lágmarka tjón þýska hagkerfisins. Vel þótti takast til. Ekkert flug féll niður og lunganum af rekstrinum var komið í hendur Lufthansa. Ljóst er að þær fjárhæðir sem leggja þyrfti til WOW air væru mun lægri en sú fjárhæð sem þýska ríkið innti af hendi. Fjárfestingin væri tiltölulega léttvæg ef horft er til dæmis á það eignatjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir vegna lækkandi eignaverðs að undanförnu. Vitaskuld kynnu einhverjir að sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni, en spurningin sem stjórnvöld sitja frammi fyrir er einfaldlega eftirfarandi: Eru hægrimennirnir í ríkisstjórninni svo stífir á meiningunni að þeir ætli að tefla efnahagslegum stöðugleika í tvísýnu til að kenna landsmönnum rándýra lexíu?
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun