Hvenær er maður saklaus? Jón Kjartan Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Það þarf ekkert að vorkenna okkur. Reksturinn gengur vel, fyrirtækið er flott með frábæra starfsmenn og eigendur. Fyrir mörg okkar er þetta fyrirtæki og starfsmenn þess hluti af fjölskyldu okkar. Þannig hefur það verið í áratugi. Þegar sótt er að fjölskyldum standa þær saman. Þannig hefur okkur öllum tekist að standa saman gegnum þennan endalausa aurburð frá einni af æðstu stofnun þjóðarinnar. Við töldum okkur allan tímann hafa verið að vinna af samviskusemi í samræmi við síbreytilegar reglur sem settar voru til að verndar þjóðarhag. Þann 27. mars 2012 var framkvæmd stærsta húsleit Íslandssögunnar hjá okkur, í beinni útsendingu RÚV, útvarpi allra landsmanna! Á meðan á henni stóð fengum við hringingar víða að úr heiminum frá fólki sem hafði séð fréttatilkynningu, ýmist á íslensku eða ensku, frá Seðlabanka Íslands um hvað stæði til. Allt starfsfólk skrifstofunnar var í nokkurs konar „stofufangelsi“ í hálfan sólarhring meðan á húsleitinni stóð undir vökulu eftirliti tuga aðstoðarmanna Seðlabankans, til að vernda rannsóknarhagsmuni. Við héldum stuttan starfsmannafund daginn eftir með þeim sem lentu í húsleitinni. Þar sagði lögmaður okkur, að miðað við umfangið á leitinni þá skyldum við ekki láta okkur dreyma um að það tæki minna en þrjú ár að leiða málið til lykta. Þegar upp var staðið reyndust árin nærri sjö. Í einfeldni okkar töldum við að þetta yrði fljótafgreitt þegar hið sanna kæmi í ljós. Lögmaðurinn sagði fleira, en við töldum dómsdagsspár hans vera fjarstæðukenndar. Það leið þó ekki á löngu áður en við gerðum okkur grein fyrir að allt sem lögmaðurinn spáði þennan dag ætti eftir að koma fram. Það yrði aldrei hætt og allt yrði reynt til að koma höggi á okkur. Við áttum að vera óvinur þjóðarinnar sem stjórnmálamenn og stofnanir skyldu taka í gegn hvað sem það kostaði. Mikið var reynt til að koma fram okkar hlið málsins og bjóða samvinnu við yfirferð gagna, allt undir dúndrandi óhróðri virðulegu valdhafanna á Svörtuloftum í fjölmiðlum og víðar. Árin liðu hvert af öðru og alltaf var haldið áfram. Við misstum góða menn þegar á okkur voru bornar rangar sakagiftir, sem enginn á að þurfa að sitja undir. Það tjón verður aldrei bætt. Útúrsnúningar opinberu valdhafanna voru svo framandi að líkja má við vísindaskáldsögur. Orðstír okkar sem einstaklinga, fyrirtækis, stjórnenda og starfsmanna, var undir árásum í mörg ár. Hér starfar margt fólk sem á sínar fjölskyldur og tekur það til sín þegar handhafar opinbers valds fara fram með þessum hætti. Þessu máli er loksins lokið með fullnaðarsigri okkar. Ekkert „lagalegt klúður“ heldur erum við saklaus vegna þess að engin brot voru framin. Fyrir sigrinum eru tvær ástæður sem fólk þarf að hafa í huga. Við erum svo heppin að vera með menn í stafni sem gefast aldrei upp. Hin ástæðan er sú, að við erum vel rekið fyrirtæki sem hefur fjármuni og getu til að verjast. Fæstir búa við þann munað, því miður. Valdi fylgir ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Í dag erum við ekki að biðja um neitt annað en að þeir sem gróflega misnotuðu vald sitt verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Ástæða þess er augljós. Það þarf að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Það gæti verið að þú, lesandi góður, lendir í því alveg eins og við. Það er bara spurning hver á næst að vera „hann“ eða „hún“ að mati valdhafanna. Vonandi verður það ekki þú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Skoðun Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekkert að vorkenna okkur. Reksturinn gengur vel, fyrirtækið er flott með frábæra starfsmenn og eigendur. Fyrir mörg okkar er þetta fyrirtæki og starfsmenn þess hluti af fjölskyldu okkar. Þannig hefur það verið í áratugi. Þegar sótt er að fjölskyldum standa þær saman. Þannig hefur okkur öllum tekist að standa saman gegnum þennan endalausa aurburð frá einni af æðstu stofnun þjóðarinnar. Við töldum okkur allan tímann hafa verið að vinna af samviskusemi í samræmi við síbreytilegar reglur sem settar voru til að verndar þjóðarhag. Þann 27. mars 2012 var framkvæmd stærsta húsleit Íslandssögunnar hjá okkur, í beinni útsendingu RÚV, útvarpi allra landsmanna! Á meðan á henni stóð fengum við hringingar víða að úr heiminum frá fólki sem hafði séð fréttatilkynningu, ýmist á íslensku eða ensku, frá Seðlabanka Íslands um hvað stæði til. Allt starfsfólk skrifstofunnar var í nokkurs konar „stofufangelsi“ í hálfan sólarhring meðan á húsleitinni stóð undir vökulu eftirliti tuga aðstoðarmanna Seðlabankans, til að vernda rannsóknarhagsmuni. Við héldum stuttan starfsmannafund daginn eftir með þeim sem lentu í húsleitinni. Þar sagði lögmaður okkur, að miðað við umfangið á leitinni þá skyldum við ekki láta okkur dreyma um að það tæki minna en þrjú ár að leiða málið til lykta. Þegar upp var staðið reyndust árin nærri sjö. Í einfeldni okkar töldum við að þetta yrði fljótafgreitt þegar hið sanna kæmi í ljós. Lögmaðurinn sagði fleira, en við töldum dómsdagsspár hans vera fjarstæðukenndar. Það leið þó ekki á löngu áður en við gerðum okkur grein fyrir að allt sem lögmaðurinn spáði þennan dag ætti eftir að koma fram. Það yrði aldrei hætt og allt yrði reynt til að koma höggi á okkur. Við áttum að vera óvinur þjóðarinnar sem stjórnmálamenn og stofnanir skyldu taka í gegn hvað sem það kostaði. Mikið var reynt til að koma fram okkar hlið málsins og bjóða samvinnu við yfirferð gagna, allt undir dúndrandi óhróðri virðulegu valdhafanna á Svörtuloftum í fjölmiðlum og víðar. Árin liðu hvert af öðru og alltaf var haldið áfram. Við misstum góða menn þegar á okkur voru bornar rangar sakagiftir, sem enginn á að þurfa að sitja undir. Það tjón verður aldrei bætt. Útúrsnúningar opinberu valdhafanna voru svo framandi að líkja má við vísindaskáldsögur. Orðstír okkar sem einstaklinga, fyrirtækis, stjórnenda og starfsmanna, var undir árásum í mörg ár. Hér starfar margt fólk sem á sínar fjölskyldur og tekur það til sín þegar handhafar opinbers valds fara fram með þessum hætti. Þessu máli er loksins lokið með fullnaðarsigri okkar. Ekkert „lagalegt klúður“ heldur erum við saklaus vegna þess að engin brot voru framin. Fyrir sigrinum eru tvær ástæður sem fólk þarf að hafa í huga. Við erum svo heppin að vera með menn í stafni sem gefast aldrei upp. Hin ástæðan er sú, að við erum vel rekið fyrirtæki sem hefur fjármuni og getu til að verjast. Fæstir búa við þann munað, því miður. Valdi fylgir ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Í dag erum við ekki að biðja um neitt annað en að þeir sem gróflega misnotuðu vald sitt verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Ástæða þess er augljós. Það þarf að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Það gæti verið að þú, lesandi góður, lendir í því alveg eins og við. Það er bara spurning hver á næst að vera „hann“ eða „hún“ að mati valdhafanna. Vonandi verður það ekki þú.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar