Há fjárhæð í boði fyrir upplýsingar um 30 ára hatursglæp þar sem manni var þröngvað fram af klettum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2018 23:15 Klettabelti áþekkt því þar sem Scott Johnson hrapaði til bana árið 1988. Vísir/Getty Lögreglan í Ástralíu hefur heitið 720 þúsund áströlskum dollurum, rúmlega 100 milljónum króna, fyrir nýjar upplýsingar sem leitt geti til handtöku þeirra manna sem talið er að hafi þröngvað bandarískum doktorsnema fram af klettum í Sidney í Ástralíu í desember 1988. Maðurinn var samkyhneigður og ár er síðan byrjað var að rannsaka málið sem hatursglæp. New York Times greinir frá.Scott Johnson var 27 ára er hann flutti til Ástralíu. Hann hafði lært stærðfræði og hóf doktorsnám í greininni í Canberra. Hann hafði flutt ásamt sambýlismanni sínum og hafði hug á því að sækja um ótímabundið dvalarleyfi í Ástralíu. Lík hans fannst hins vegar þann 8. desember 1988 fyrir neðan klettabelti þar sem vitað var að samkynhneigðir karlar hittust gjarnan. Andlát Johnson var í fyrstu úrskurðað sem sjálfsvíg og þannig var staða málsins allt þangað til á síðasta ári. Árið 2005 hófst hins vegar rannsókn á andláti þriggja manna sem létust undir svipuðum kringumstæðum og Johnson. Það vakti áhuga Steve Johnson, bróðir Scott, sem fór í kjölfarið fram á það að rannsókn á andláti bróður hans yrði hafin að nýju. Réði hann meðal annars rannsóknarblaðamann til þess að safna saman upplýsingum um málið. Við endurskoðun á andláti Johnson komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki tekið sitt eigið líf, en gæti hafa fallið fyrir slysni. Mæltu yfirvöld með því að rannsókn á andláti hans yrði opnuð að nýju.Fjölmörg svipuð mál til endurskoðunar Það var svo á síðasta ári sem yfirvöld úrskurðuðu að andlát Johnson hafi verið vegna hatursglæps vegna samkynhneigðar hans. Sérfræðingar hafa rannsakað mál hans síðan í september en embættismenn sem störfuðu að rannsókn málsins, sem og öðrum svipuðum málum á árum áður, hafa viðurkennt að rannsókn þeirra hafi verið ábótavant, sérstaklega af hálfu lögreglumanna, sem hafi margir hverjir haft orðspor fyrir að vera andsnúnir samkynhneigðu fólki.Lögregla segir að helsti þröskuldurinn við rannsókn málsins sé hversu óviljug möguleg vitni að andláti Johnson hafi verið að stíga fram en vonir standa til að verðlaunaféið, sem hefur verið tífaldað frá fyrri upphæð, geti liðkað til fyrir í þeim efnum.Fjölmörg mál keimlík máli Johnson eru nú til endurskoðunar hjá yfirvöldum og svo virðist sem að samkynhneigðir karlmenn hafi á árum áður verið skotmark hóps ungra karlmanna sem veittist að þeim, oft með vofeiglegum afleiðingum. Ástralska þingið hefur meðal annars sett á fót rannsóknarnefnd sem rannsaka á glæpi gegn samkynhneigðu fólki á árunum 1970 til 2010 og hvernig dómskerfið tók á slíkum málum.Bróðir hans þráir réttlæti vegna dauða Scott og er bjartsýnn á að lögregla geti fundið þá sem myrtu bróðir hans.„Þeir sem myrtu Scott eru að öllum líkindum enn lifandi og búsettir á sama svæði, frjálsir.“Lesa má umfjöllun New York Times um málið hér. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Lögreglan í Ástralíu hefur heitið 720 þúsund áströlskum dollurum, rúmlega 100 milljónum króna, fyrir nýjar upplýsingar sem leitt geti til handtöku þeirra manna sem talið er að hafi þröngvað bandarískum doktorsnema fram af klettum í Sidney í Ástralíu í desember 1988. Maðurinn var samkyhneigður og ár er síðan byrjað var að rannsaka málið sem hatursglæp. New York Times greinir frá.Scott Johnson var 27 ára er hann flutti til Ástralíu. Hann hafði lært stærðfræði og hóf doktorsnám í greininni í Canberra. Hann hafði flutt ásamt sambýlismanni sínum og hafði hug á því að sækja um ótímabundið dvalarleyfi í Ástralíu. Lík hans fannst hins vegar þann 8. desember 1988 fyrir neðan klettabelti þar sem vitað var að samkynhneigðir karlar hittust gjarnan. Andlát Johnson var í fyrstu úrskurðað sem sjálfsvíg og þannig var staða málsins allt þangað til á síðasta ári. Árið 2005 hófst hins vegar rannsókn á andláti þriggja manna sem létust undir svipuðum kringumstæðum og Johnson. Það vakti áhuga Steve Johnson, bróðir Scott, sem fór í kjölfarið fram á það að rannsókn á andláti bróður hans yrði hafin að nýju. Réði hann meðal annars rannsóknarblaðamann til þess að safna saman upplýsingum um málið. Við endurskoðun á andláti Johnson komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki tekið sitt eigið líf, en gæti hafa fallið fyrir slysni. Mæltu yfirvöld með því að rannsókn á andláti hans yrði opnuð að nýju.Fjölmörg svipuð mál til endurskoðunar Það var svo á síðasta ári sem yfirvöld úrskurðuðu að andlát Johnson hafi verið vegna hatursglæps vegna samkynhneigðar hans. Sérfræðingar hafa rannsakað mál hans síðan í september en embættismenn sem störfuðu að rannsókn málsins, sem og öðrum svipuðum málum á árum áður, hafa viðurkennt að rannsókn þeirra hafi verið ábótavant, sérstaklega af hálfu lögreglumanna, sem hafi margir hverjir haft orðspor fyrir að vera andsnúnir samkynhneigðu fólki.Lögregla segir að helsti þröskuldurinn við rannsókn málsins sé hversu óviljug möguleg vitni að andláti Johnson hafi verið að stíga fram en vonir standa til að verðlaunaféið, sem hefur verið tífaldað frá fyrri upphæð, geti liðkað til fyrir í þeim efnum.Fjölmörg mál keimlík máli Johnson eru nú til endurskoðunar hjá yfirvöldum og svo virðist sem að samkynhneigðir karlmenn hafi á árum áður verið skotmark hóps ungra karlmanna sem veittist að þeim, oft með vofeiglegum afleiðingum. Ástralska þingið hefur meðal annars sett á fót rannsóknarnefnd sem rannsaka á glæpi gegn samkynhneigðu fólki á árunum 1970 til 2010 og hvernig dómskerfið tók á slíkum málum.Bróðir hans þráir réttlæti vegna dauða Scott og er bjartsýnn á að lögregla geti fundið þá sem myrtu bróðir hans.„Þeir sem myrtu Scott eru að öllum líkindum enn lifandi og búsettir á sama svæði, frjálsir.“Lesa má umfjöllun New York Times um málið hér.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira