Há fjárhæð í boði fyrir upplýsingar um 30 ára hatursglæp þar sem manni var þröngvað fram af klettum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2018 23:15 Klettabelti áþekkt því þar sem Scott Johnson hrapaði til bana árið 1988. Vísir/Getty Lögreglan í Ástralíu hefur heitið 720 þúsund áströlskum dollurum, rúmlega 100 milljónum króna, fyrir nýjar upplýsingar sem leitt geti til handtöku þeirra manna sem talið er að hafi þröngvað bandarískum doktorsnema fram af klettum í Sidney í Ástralíu í desember 1988. Maðurinn var samkyhneigður og ár er síðan byrjað var að rannsaka málið sem hatursglæp. New York Times greinir frá.Scott Johnson var 27 ára er hann flutti til Ástralíu. Hann hafði lært stærðfræði og hóf doktorsnám í greininni í Canberra. Hann hafði flutt ásamt sambýlismanni sínum og hafði hug á því að sækja um ótímabundið dvalarleyfi í Ástralíu. Lík hans fannst hins vegar þann 8. desember 1988 fyrir neðan klettabelti þar sem vitað var að samkynhneigðir karlar hittust gjarnan. Andlát Johnson var í fyrstu úrskurðað sem sjálfsvíg og þannig var staða málsins allt þangað til á síðasta ári. Árið 2005 hófst hins vegar rannsókn á andláti þriggja manna sem létust undir svipuðum kringumstæðum og Johnson. Það vakti áhuga Steve Johnson, bróðir Scott, sem fór í kjölfarið fram á það að rannsókn á andláti bróður hans yrði hafin að nýju. Réði hann meðal annars rannsóknarblaðamann til þess að safna saman upplýsingum um málið. Við endurskoðun á andláti Johnson komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki tekið sitt eigið líf, en gæti hafa fallið fyrir slysni. Mæltu yfirvöld með því að rannsókn á andláti hans yrði opnuð að nýju.Fjölmörg svipuð mál til endurskoðunar Það var svo á síðasta ári sem yfirvöld úrskurðuðu að andlát Johnson hafi verið vegna hatursglæps vegna samkynhneigðar hans. Sérfræðingar hafa rannsakað mál hans síðan í september en embættismenn sem störfuðu að rannsókn málsins, sem og öðrum svipuðum málum á árum áður, hafa viðurkennt að rannsókn þeirra hafi verið ábótavant, sérstaklega af hálfu lögreglumanna, sem hafi margir hverjir haft orðspor fyrir að vera andsnúnir samkynhneigðu fólki.Lögregla segir að helsti þröskuldurinn við rannsókn málsins sé hversu óviljug möguleg vitni að andláti Johnson hafi verið að stíga fram en vonir standa til að verðlaunaféið, sem hefur verið tífaldað frá fyrri upphæð, geti liðkað til fyrir í þeim efnum.Fjölmörg mál keimlík máli Johnson eru nú til endurskoðunar hjá yfirvöldum og svo virðist sem að samkynhneigðir karlmenn hafi á árum áður verið skotmark hóps ungra karlmanna sem veittist að þeim, oft með vofeiglegum afleiðingum. Ástralska þingið hefur meðal annars sett á fót rannsóknarnefnd sem rannsaka á glæpi gegn samkynhneigðu fólki á árunum 1970 til 2010 og hvernig dómskerfið tók á slíkum málum.Bróðir hans þráir réttlæti vegna dauða Scott og er bjartsýnn á að lögregla geti fundið þá sem myrtu bróðir hans.„Þeir sem myrtu Scott eru að öllum líkindum enn lifandi og búsettir á sama svæði, frjálsir.“Lesa má umfjöllun New York Times um málið hér. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Lögreglan í Ástralíu hefur heitið 720 þúsund áströlskum dollurum, rúmlega 100 milljónum króna, fyrir nýjar upplýsingar sem leitt geti til handtöku þeirra manna sem talið er að hafi þröngvað bandarískum doktorsnema fram af klettum í Sidney í Ástralíu í desember 1988. Maðurinn var samkyhneigður og ár er síðan byrjað var að rannsaka málið sem hatursglæp. New York Times greinir frá.Scott Johnson var 27 ára er hann flutti til Ástralíu. Hann hafði lært stærðfræði og hóf doktorsnám í greininni í Canberra. Hann hafði flutt ásamt sambýlismanni sínum og hafði hug á því að sækja um ótímabundið dvalarleyfi í Ástralíu. Lík hans fannst hins vegar þann 8. desember 1988 fyrir neðan klettabelti þar sem vitað var að samkynhneigðir karlar hittust gjarnan. Andlát Johnson var í fyrstu úrskurðað sem sjálfsvíg og þannig var staða málsins allt þangað til á síðasta ári. Árið 2005 hófst hins vegar rannsókn á andláti þriggja manna sem létust undir svipuðum kringumstæðum og Johnson. Það vakti áhuga Steve Johnson, bróðir Scott, sem fór í kjölfarið fram á það að rannsókn á andláti bróður hans yrði hafin að nýju. Réði hann meðal annars rannsóknarblaðamann til þess að safna saman upplýsingum um málið. Við endurskoðun á andláti Johnson komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki tekið sitt eigið líf, en gæti hafa fallið fyrir slysni. Mæltu yfirvöld með því að rannsókn á andláti hans yrði opnuð að nýju.Fjölmörg svipuð mál til endurskoðunar Það var svo á síðasta ári sem yfirvöld úrskurðuðu að andlát Johnson hafi verið vegna hatursglæps vegna samkynhneigðar hans. Sérfræðingar hafa rannsakað mál hans síðan í september en embættismenn sem störfuðu að rannsókn málsins, sem og öðrum svipuðum málum á árum áður, hafa viðurkennt að rannsókn þeirra hafi verið ábótavant, sérstaklega af hálfu lögreglumanna, sem hafi margir hverjir haft orðspor fyrir að vera andsnúnir samkynhneigðu fólki.Lögregla segir að helsti þröskuldurinn við rannsókn málsins sé hversu óviljug möguleg vitni að andláti Johnson hafi verið að stíga fram en vonir standa til að verðlaunaféið, sem hefur verið tífaldað frá fyrri upphæð, geti liðkað til fyrir í þeim efnum.Fjölmörg mál keimlík máli Johnson eru nú til endurskoðunar hjá yfirvöldum og svo virðist sem að samkynhneigðir karlmenn hafi á árum áður verið skotmark hóps ungra karlmanna sem veittist að þeim, oft með vofeiglegum afleiðingum. Ástralska þingið hefur meðal annars sett á fót rannsóknarnefnd sem rannsaka á glæpi gegn samkynhneigðu fólki á árunum 1970 til 2010 og hvernig dómskerfið tók á slíkum málum.Bróðir hans þráir réttlæti vegna dauða Scott og er bjartsýnn á að lögregla geti fundið þá sem myrtu bróðir hans.„Þeir sem myrtu Scott eru að öllum líkindum enn lifandi og búsettir á sama svæði, frjálsir.“Lesa má umfjöllun New York Times um málið hér.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent