Vigtunin hjá Gunnari og Oliveira var stórkostleg. Í stað þess að horfa grimmilega í augu hvors annars greip Oliveira utan um Gunnar og þeir veifuðu til áhorfenda.
„Hann er mjög tjillaður gæi og að hafa gaman af þessu. Það sést,“ sagði Gunnar og hafði greinilega gaman af þessari uppákomu.
„Ég er mjög góður og niðurskurðurinn gekk vel. Ég hef borðað vel alla vikuna. Mér líður mjög vel og þurfti bara að taka eitt kíló af mér degi fyrir vigtun,“ segir Gunnar en hann er augljóslega orðinn mjög spenntur fyrir því að komast aftur inn í búrið.
„Ég ætla að skoða búrið aðeins og fá tilfinningu fyrir því. Ég væri alveg til í að þetta væri bara í kvöld.“
Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt.
Gunnar Nelson ræðir um bardaga næturinnar: