Landsmótið fær frítt vinnuafl allt næsta ár Sveinn Arnarsson skrifar 8. desember 2018 08:33 Byggðarráð Rangárþings ytra mat það sem svo að verkefnið væri gott fyrir sveitarfélagið. Fréttablaðið/Anton Brink Rangárþing ytra ætlar að veita einkahlutafélagi styrk í formi vinnuframlags kynningar- og markaðsfulltrúa bæjarins allt árið 2019. Mun hann sinna vinnu við að auglýsa landsmót hestamanna sem á að halda á Rangárbökkum við Hellu árið 2020. Minnihlutinn undrast þennan styrk og segir hann fordæmisgefandi. „Þess ber að geta að mekka íslenska hestsins er nú bara í Rangárvallasýslu. Hér eru flest og öflugustu ræktunarbúin og atvinnuhestamennirnir flestir búa hér. Þannig er það nú bara,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Stjórn Rangárbakka ehf. óskaði eftir því við sveitarstjórnina að markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins myndi vinna fyrir einkahlutafélagið að kynningu landsmóts. Landsmótið verður haldið fyrstu helgina í júlí árið 2020. Tillagan, sem samþykkt var af byggðarráði Rangárþings ytra, er að verða við beiðninni og borga laun fulltrúans á meðan hann vinnur fyrir einkahlutafélagið. Skilgreint er að um 25 prósent starf sé að ræða. „Það kom erindi til byggðarráðs um málið. Tillagan var sú að verða við þessu og veita þeim styrk í formi vinnuframlags. Umræðan í byggðarráðinu var á þá leið að þetta væri þannig verkefni að það væri gott fyrir sveitarfélagið og hefði áhrif á marga bæjarbúa,“ segir Ágúst. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta í Rangárþingi ytra, segir málið alvarlegt. „Styrkbeiðandi er einkahlutafélag í eigu fyrirtækja, hestamannafélaga og sveitarfélaga. Tel ég það afar slæmt fordæmi að einkahlutafélög geti sótt um slíka styrki á forsendum sem þessum. Ef styrkbeiðni þessi verður samþykkt tel ég að sett verði fordæmi sem erfitt verður að vinda ofan af ef gæta á jafnræðis við önnur fyrirtæki sem gætu sótt um álíka styrki í framtíðinni. Ekki liggur heldur fyrir í gögnum hve umbeðinn styrkur er hár í krónum talið,“ er haft eftir Margréti í fundargerð byggðarráðs. „Einkahlutafélagið er í eigu hestamannafélaga og sveitarfélaga að stærstum hluta og það er breytt form á landsmótum núna þar sem heimamenn halda mótin. Þetta er stærsti viðburður sem haldinn er á Íslandi og okkur þykir hann mjög mikilvægur,“ bætir Ágúst við. Birtist í Fréttablaðinu Rangárþing ytra Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira
Rangárþing ytra ætlar að veita einkahlutafélagi styrk í formi vinnuframlags kynningar- og markaðsfulltrúa bæjarins allt árið 2019. Mun hann sinna vinnu við að auglýsa landsmót hestamanna sem á að halda á Rangárbökkum við Hellu árið 2020. Minnihlutinn undrast þennan styrk og segir hann fordæmisgefandi. „Þess ber að geta að mekka íslenska hestsins er nú bara í Rangárvallasýslu. Hér eru flest og öflugustu ræktunarbúin og atvinnuhestamennirnir flestir búa hér. Þannig er það nú bara,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Stjórn Rangárbakka ehf. óskaði eftir því við sveitarstjórnina að markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins myndi vinna fyrir einkahlutafélagið að kynningu landsmóts. Landsmótið verður haldið fyrstu helgina í júlí árið 2020. Tillagan, sem samþykkt var af byggðarráði Rangárþings ytra, er að verða við beiðninni og borga laun fulltrúans á meðan hann vinnur fyrir einkahlutafélagið. Skilgreint er að um 25 prósent starf sé að ræða. „Það kom erindi til byggðarráðs um málið. Tillagan var sú að verða við þessu og veita þeim styrk í formi vinnuframlags. Umræðan í byggðarráðinu var á þá leið að þetta væri þannig verkefni að það væri gott fyrir sveitarfélagið og hefði áhrif á marga bæjarbúa,“ segir Ágúst. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta í Rangárþingi ytra, segir málið alvarlegt. „Styrkbeiðandi er einkahlutafélag í eigu fyrirtækja, hestamannafélaga og sveitarfélaga. Tel ég það afar slæmt fordæmi að einkahlutafélög geti sótt um slíka styrki á forsendum sem þessum. Ef styrkbeiðni þessi verður samþykkt tel ég að sett verði fordæmi sem erfitt verður að vinda ofan af ef gæta á jafnræðis við önnur fyrirtæki sem gætu sótt um álíka styrki í framtíðinni. Ekki liggur heldur fyrir í gögnum hve umbeðinn styrkur er hár í krónum talið,“ er haft eftir Margréti í fundargerð byggðarráðs. „Einkahlutafélagið er í eigu hestamannafélaga og sveitarfélaga að stærstum hluta og það er breytt form á landsmótum núna þar sem heimamenn halda mótin. Þetta er stærsti viðburður sem haldinn er á Íslandi og okkur þykir hann mjög mikilvægur,“ bætir Ágúst við.
Birtist í Fréttablaðinu Rangárþing ytra Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira