Fórnarlamb vikunnar Óttar Guðmundsson skrifar 8. desember 2018 09:00 Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg. Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum. Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi. Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sá einstaklingur sem sætir mestum ofsóknum í fjölmiðlaumræðu samtímans er stundum útnefndur „fórnarlamb vikunnar“. Sigmundur Davíð vinnur titilinn að þessu sinni með yfirburðum, enda er saga hans sérlega raunaleg. Hann hitti nokkra vini sína á bar í miðjum vinnutíma. Umræðuefnið á Alþingi var óvenju leiðinlegt (fjárlögin) svo að hann lét tilleiðast að fá sér í glas (þótt hann langaði ekki til þess). Menn skiptust á skoðunum og létu vaða á súðum. Sigmundur er manna orðvarastur og kunni ekki að meta svona sóðatal. Pólitískir andstæðingar, öryrkjar og samkynhneigðir fá það óþvegið. Menn vega og meta kynþokka alþingiskvenna og stæra sig af pólitískum hrossakaupum. Sigmundur er á móti svona sleggjudómum og kemur vanþóknun sinni skýrt á framfæri þótt hann virðist hlæja og samsinna félögum sínum. Samtalið var tekið upp og sent fjölmiðlum. Samfélagið fór á hliðina Sigmundi til mikillar undrunar. Fólk misskildi og rangtúlkaði allt sem sagt var og lagði út á versta veg. Engu skipti þótt hann segði að aðrir flokksforingjar og alþingismenn væru ekki hótinu skárri. Hann var meira að segja kallaður ofbeldismaður af fyrrum vinkonu sinni. Sigmundi er vorkunn enda lendir hann eins og áður í hringiðu atburðanna án þess að hafa neitt til saka unnið. Hann veit eins og allur almenningur að það er úti um Ísland ef hann verður flæmdur af þingi. Nú er að bera höfuðið hátt, bretta upp ermarnar og stofna nýjan flokk með nýju fólki. Kannski væri þó betra að hafa einhverja bindindismenn með í för þegar farið verður á barinn til að fagna unnum sigrum.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar