Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærstu flokkarnir í nýrri könnun Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 13:44 Miðflokkur og Flokkur fólksins næðu ekki manni inn, samkvæmt nýrri könnun. FBL/Anton Brink Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins myndu ná frambjóðendum inn á þing ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu en þar mælast Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin nánast með sama fylgi. Samfylkingin er með 19,7 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 19,3 prósent. Næst koma Píratar (14,9 prósent) og VG (14,9 prósent). Viðreisn fengi 13,4 prósent, Framsóknarflokkurinn 8,8 prósent, Miðflokkurinn 4,6 prósent og Flokkur fólksins 4,4 prósent. Svarendur voru 1.311 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember – 3. desember 2018. Maskína spurði hvaða flokk fólk myndi kjósa í dag og hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum í ljósi umræðna sex þingmanna á Klaustri í lok nóvember. Innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa hann aftur nú, eða tæplega 49%. Rúmlega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur nú. Næstum sama hlutfall eða tæplega 61% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð síðast myndi kjósa flokkinn aftur nú. Hæst hlutfall kjósenda Viðreisnar myndi kjósa flokkinn aftur nú, eða rúmlega 92% en 82-85% kjósenda hinna flokkanna, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að kjósendur þeirra þriggja flokka sem ætla í mestum mæli að kjósa aðra flokka en þann sem þeir kusu síðast eru nokkuð ráðvilltir, því 19-25% þeirra segjast ekki vita hvaða flokk þeir myndu kjósa nú. Af öllum fyrrverandi kjósendum Flokks fólksins ætla þeir helst að kjósa Pírata (tæplega 15%), Viðreisn (rösklega 11%) og Framsóknarflokkinn (7,4%). Fyrrverandi kjósendur Miðflokksins myndu nú helst kjósa Flokk fólksins (16,3%), Framsóknarflokkinn (16,3%) og Sjálfstæðisflokkinn (11,6%). Fyrrverandi kjósendur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hyggjast að langstærstum hluta kjósa Samfylkinguna, eða 21,5% en rösklega 10% myndu kjósa Pírata nú. Alþingi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins myndu ná frambjóðendum inn á þing ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu en þar mælast Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin nánast með sama fylgi. Samfylkingin er með 19,7 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 19,3 prósent. Næst koma Píratar (14,9 prósent) og VG (14,9 prósent). Viðreisn fengi 13,4 prósent, Framsóknarflokkurinn 8,8 prósent, Miðflokkurinn 4,6 prósent og Flokkur fólksins 4,4 prósent. Svarendur voru 1.311 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember – 3. desember 2018. Maskína spurði hvaða flokk fólk myndi kjósa í dag og hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum í ljósi umræðna sex þingmanna á Klaustri í lok nóvember. Innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa hann aftur nú, eða tæplega 49%. Rúmlega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur nú. Næstum sama hlutfall eða tæplega 61% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð síðast myndi kjósa flokkinn aftur nú. Hæst hlutfall kjósenda Viðreisnar myndi kjósa flokkinn aftur nú, eða rúmlega 92% en 82-85% kjósenda hinna flokkanna, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að kjósendur þeirra þriggja flokka sem ætla í mestum mæli að kjósa aðra flokka en þann sem þeir kusu síðast eru nokkuð ráðvilltir, því 19-25% þeirra segjast ekki vita hvaða flokk þeir myndu kjósa nú. Af öllum fyrrverandi kjósendum Flokks fólksins ætla þeir helst að kjósa Pírata (tæplega 15%), Viðreisn (rösklega 11%) og Framsóknarflokkinn (7,4%). Fyrrverandi kjósendur Miðflokksins myndu nú helst kjósa Flokk fólksins (16,3%), Framsóknarflokkinn (16,3%) og Sjálfstæðisflokkinn (11,6%). Fyrrverandi kjósendur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hyggjast að langstærstum hluta kjósa Samfylkinguna, eða 21,5% en rösklega 10% myndu kjósa Pírata nú.
Alþingi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira