60 prósent verðmunur á bókum milli verslana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. desember 2018 06:00 Jólin eru framundan en þá grípa margir Íslendingar í bækur. vísir/getty Það munar allt að 60 prósentum á verði metsölubóka í jólabókaflóðinu milli verslana samkvæmt árlegri verðkönnun blaðsins. Verðmunur aukist milli ára. Jólabækurnar sem fyrr ódýrastar í Bónus. Það er kannski ekki sama rómantík yfir því að stinga nýjustu bók Arnaldar í körfuna innan um kjötskrokka í Bónus og það er að rölta með kakó inn í bókabúð á Þorláksmessu. En fyrir neytendur getur munað mörg þúsund krónum að gera einmitt það. Blaðið kannaði verð á átta vinsælum titlum af metsölulista Eymundsson í fjórum verslunum í gær. Hafa ber í huga að á þessum árstíma geta verið sveiflur á verðlagningu. Ýmis tilboð og annað sífellt í gangi svo enn getur verð lækkað þegar nær dregur jólum. Sem dæmi var 25 prósent afsláttur af öllum vörum í Pennanum/Eymundsson í Hallarmúla í gær. Ein dýrasta bókin er bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking. Hún er dýrust í verslun Pennans/ Eymundsson á 7.499 krónur en ódýrust í Bónus á 4.798 krónur. Verðmunurinn 56 prósent. Raunar munar líka rúmlega 20 prósentum á bókinni í Bónus og þar sem hún er næstódýrust, í Hagkaupum, á 5.799 krónur. Hvergi er meiri munur milli verslana en á bókum Yrsu og nýju Útkallsbókinni. Rúm 59 prósent. Sem dæmi um hversu mikið má spara við kaup á jólabókum má nefna að ef viðskiptavinur kaupir bækur Arnaldar og Yrsu og barnabók Ævars vísindamanns greiðir hann 12.194 krónur í Bónus. Fyrir sömu bækur greiðir hann 18.997 krónur í Pennanum/Eymundsson og 15.397 krónur í Hagkaupum, sem oftast var með næstlægsta verðið. Í könnun blaðsins í fyrra var mesti verðmunur milli verslana 52 prósent. Í könnuninni í ár er Costco fjarri góðu gamni. Í fyrra var meirihluti titlanna ekki til í versluninni en þá spilar inn í að blaðamaður endurnýjaði ekki aðild sína að versluninni. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Neytendur Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Sjá meira
Það munar allt að 60 prósentum á verði metsölubóka í jólabókaflóðinu milli verslana samkvæmt árlegri verðkönnun blaðsins. Verðmunur aukist milli ára. Jólabækurnar sem fyrr ódýrastar í Bónus. Það er kannski ekki sama rómantík yfir því að stinga nýjustu bók Arnaldar í körfuna innan um kjötskrokka í Bónus og það er að rölta með kakó inn í bókabúð á Þorláksmessu. En fyrir neytendur getur munað mörg þúsund krónum að gera einmitt það. Blaðið kannaði verð á átta vinsælum titlum af metsölulista Eymundsson í fjórum verslunum í gær. Hafa ber í huga að á þessum árstíma geta verið sveiflur á verðlagningu. Ýmis tilboð og annað sífellt í gangi svo enn getur verð lækkað þegar nær dregur jólum. Sem dæmi var 25 prósent afsláttur af öllum vörum í Pennanum/Eymundsson í Hallarmúla í gær. Ein dýrasta bókin er bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking. Hún er dýrust í verslun Pennans/ Eymundsson á 7.499 krónur en ódýrust í Bónus á 4.798 krónur. Verðmunurinn 56 prósent. Raunar munar líka rúmlega 20 prósentum á bókinni í Bónus og þar sem hún er næstódýrust, í Hagkaupum, á 5.799 krónur. Hvergi er meiri munur milli verslana en á bókum Yrsu og nýju Útkallsbókinni. Rúm 59 prósent. Sem dæmi um hversu mikið má spara við kaup á jólabókum má nefna að ef viðskiptavinur kaupir bækur Arnaldar og Yrsu og barnabók Ævars vísindamanns greiðir hann 12.194 krónur í Bónus. Fyrir sömu bækur greiðir hann 18.997 krónur í Pennanum/Eymundsson og 15.397 krónur í Hagkaupum, sem oftast var með næstlægsta verðið. Í könnun blaðsins í fyrra var mesti verðmunur milli verslana 52 prósent. Í könnuninni í ár er Costco fjarri góðu gamni. Í fyrra var meirihluti titlanna ekki til í versluninni en þá spilar inn í að blaðamaður endurnýjaði ekki aðild sína að versluninni.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Neytendur Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Sjá meira