Handtaka í tengslum við vinsælt hlaðvarp Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2018 07:34 Síðast sást til Lynette Dawson árið 1982. Ástralska lögreglan hefur handtekið karlmann í tengslum við hvarf konu árið 1982. Þrátt fyrir að næstum 40 ár séu liðin frá því að síðast spurðist til Lynette Dawson hefur hvarf hennar verið mörgum netverjum hugleikið með tilkomu hlaðvarpsins The Teacher's Pet, sem notið hefur töluverðra vinsælda. Maðurinn sem um ræðir var eiginmaður hennar, Chris Dawson, sem nú er sjötugur. Heimildir ástralska fjölmiðla herma jafnframt að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. Hann hefur ætíð neitað að haft nokkuð með hvarf eiginkonu sinnar að gera. Þau áttu saman tvö börn, sem hann segir að Lynette hafi skilið eftir hjá sér þegar hún ákvað að stinga af og ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Bróðir konunnar, Greg Simms, segist í samtali við þarlenda fjölmiðla vera hæstánægður með þessar nýjustu vendingar í málinu. „Við höfum alltaf verið ákveðin í að leita sannleikans og er það ástæðan fyrir því að við höfum haldið nafni Lyn[ette] á lofti,“ segir Simms. Tvívegis á síðustu áratugum hefur verið reynt að sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa myrt konuna. Saksóknarar hafa hins vegar verið tregir til þess að gefa út ákærur í málinu vegna skorts á sönnunargögnum. Til að mynda hafi lík hennar aldrei fundist.Enn ófundin Framkvæmd var húsleit á fyrrverandi heimili þeirra Dawson-hjóna fyrr á þessu ári sem er ekki sögð hafa skilað neinum nýjum vísbendingum. Engu að síður segist ástralska lögreglan verið nokkuð viss í sinni sök. Nýju lífi hafi verið blásið í rannsóknina fyrir um þremur árum síðan og hafi það komið þeim á sporið. Lík Lynette Dawson sé þó enn ekki fundið en segir talsmaður lögreglunnar að leitinni verði framhaldið til að hægt verði að ljúka málinu fyrir fullt og allt. Frá því að fyrrnefnt hlaðvarp leit dagsins ljós í maí síðastliðnum er talið að um 27 milljón manns hafi hlýtt á sögu Dawson-hjónanna. Hlaðvarpið leggur áherslu á mistök sem gerð voru við fyrri rannsókn lögreglunnar á hvarfi konunnar. Ástralska lögreglan hefur sætt gagnrýni vegna málsins, sem hún svo brást við með opinberri afsökunarbeiðni fyrr á þessu ári. Nánar má kynna sér sögu málsins og framvindu þess í nýlegri fréttaskýringu Sydney Morning Herald. Eyjaálfa Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Ástralska lögreglan hefur handtekið karlmann í tengslum við hvarf konu árið 1982. Þrátt fyrir að næstum 40 ár séu liðin frá því að síðast spurðist til Lynette Dawson hefur hvarf hennar verið mörgum netverjum hugleikið með tilkomu hlaðvarpsins The Teacher's Pet, sem notið hefur töluverðra vinsælda. Maðurinn sem um ræðir var eiginmaður hennar, Chris Dawson, sem nú er sjötugur. Heimildir ástralska fjölmiðla herma jafnframt að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. Hann hefur ætíð neitað að haft nokkuð með hvarf eiginkonu sinnar að gera. Þau áttu saman tvö börn, sem hann segir að Lynette hafi skilið eftir hjá sér þegar hún ákvað að stinga af og ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Bróðir konunnar, Greg Simms, segist í samtali við þarlenda fjölmiðla vera hæstánægður með þessar nýjustu vendingar í málinu. „Við höfum alltaf verið ákveðin í að leita sannleikans og er það ástæðan fyrir því að við höfum haldið nafni Lyn[ette] á lofti,“ segir Simms. Tvívegis á síðustu áratugum hefur verið reynt að sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa myrt konuna. Saksóknarar hafa hins vegar verið tregir til þess að gefa út ákærur í málinu vegna skorts á sönnunargögnum. Til að mynda hafi lík hennar aldrei fundist.Enn ófundin Framkvæmd var húsleit á fyrrverandi heimili þeirra Dawson-hjóna fyrr á þessu ári sem er ekki sögð hafa skilað neinum nýjum vísbendingum. Engu að síður segist ástralska lögreglan verið nokkuð viss í sinni sök. Nýju lífi hafi verið blásið í rannsóknina fyrir um þremur árum síðan og hafi það komið þeim á sporið. Lík Lynette Dawson sé þó enn ekki fundið en segir talsmaður lögreglunnar að leitinni verði framhaldið til að hægt verði að ljúka málinu fyrir fullt og allt. Frá því að fyrrnefnt hlaðvarp leit dagsins ljós í maí síðastliðnum er talið að um 27 milljón manns hafi hlýtt á sögu Dawson-hjónanna. Hlaðvarpið leggur áherslu á mistök sem gerð voru við fyrri rannsókn lögreglunnar á hvarfi konunnar. Ástralska lögreglan hefur sætt gagnrýni vegna málsins, sem hún svo brást við með opinberri afsökunarbeiðni fyrr á þessu ári. Nánar má kynna sér sögu málsins og framvindu þess í nýlegri fréttaskýringu Sydney Morning Herald.
Eyjaálfa Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira