Vonar að páfinn „sjái villu síns vegar“ vegna ummæla um samkynhneigð Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 22:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/vilhelm Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra sárnar ummæli um samkynhneigð sem nýlega voru höfð eftir Frans páfa. Guðmundur, sem sjálfur er samkynhneigður, beinir því til páfans að kynhneigð sé hvorki lífsstíll né val og vonar að hann sjái villu síns vegar. Í viðtali vegna nýrrar bókar sagði Frans að samkynhneigð meðal kaþólskra presta væri„alvarlegt mál“ sem hann hefði áhyggjur af. Þá sagði hann samkynhneigð jafnframt vera „í tísku“ og hvatti presta til að standa við skírlífseið sinn. Guðmundur sagði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld að hann hefði orðið dapur að heyra það sem haft var eftir Frans páfa í bókinni. Því hafi hann ákveðið að birta fyrstu drög af „rafrænu bréfi“ til páfans. „Kæri Francis. Kynhneigð er ekki lífsstíll. Kynhneigð er ekki val og ekki kynvitund heldur. Hún bara er. Líka kynhneigð hinsegin fólks. Kynhneigð okkar er ekki tískufyrirbrigði sem við skiptum út með nýrri vorlínu. Við bara erum svona,“ skrifar Guðmundur. Þá greinir hann frá því að hann hafi eitt sinn íhugað að verða munkur og dvaldi í kaþólsku klaustri þegar hann var 21 árs. „Ég veit að það að ganga í klaustur er nokkurra ára strangt lærdómsferli og ég veit að það þarf að gera kröfur til þeirra sem ákveða að gerast kirkjunnar þjónar. En það kemur kynhneigð ekkert við. Bara ekki neitt. Ég verð dapur að heyra að þú sem ég hef annars haft ágætis mætur á sjáir ekkert rými fyrir hinsegin fólk á meðal presta, munka og nunna.“Sjá einnig: Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Að lokum biðlar Guðmundur til Frans páfa að vera meðvitaður um að orðunum fylgi ábyrgð. „Kæri Francis. Þú gerir stór mistök með því að útiloka framlag hinsegin fólks. Eftir því sem þú hefur fjölbreyttari hóp í vinnu hjá þér, eru meiri líkur á að kirkjan þín geti betur rækt hlutverk sitt – að vera boðberi kærleika, friðar og ástar. Það verður meiri skilningur innan hennar. Kæri Francis. Maður í jafn valdamikilli stöðu og þú hefur áhrif á fjölda fólks um allan heim. Orðum þínum fylgir ábyrgð. Mikil ábyrgð. Ég vona að þú sjáir villu þíns vegar. Gangi þér vel. Kærar kveðjur frá Íslandi, Mummi.“ Alþingi Evrópa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52 Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56 Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra sárnar ummæli um samkynhneigð sem nýlega voru höfð eftir Frans páfa. Guðmundur, sem sjálfur er samkynhneigður, beinir því til páfans að kynhneigð sé hvorki lífsstíll né val og vonar að hann sjái villu síns vegar. Í viðtali vegna nýrrar bókar sagði Frans að samkynhneigð meðal kaþólskra presta væri„alvarlegt mál“ sem hann hefði áhyggjur af. Þá sagði hann samkynhneigð jafnframt vera „í tísku“ og hvatti presta til að standa við skírlífseið sinn. Guðmundur sagði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld að hann hefði orðið dapur að heyra það sem haft var eftir Frans páfa í bókinni. Því hafi hann ákveðið að birta fyrstu drög af „rafrænu bréfi“ til páfans. „Kæri Francis. Kynhneigð er ekki lífsstíll. Kynhneigð er ekki val og ekki kynvitund heldur. Hún bara er. Líka kynhneigð hinsegin fólks. Kynhneigð okkar er ekki tískufyrirbrigði sem við skiptum út með nýrri vorlínu. Við bara erum svona,“ skrifar Guðmundur. Þá greinir hann frá því að hann hafi eitt sinn íhugað að verða munkur og dvaldi í kaþólsku klaustri þegar hann var 21 árs. „Ég veit að það að ganga í klaustur er nokkurra ára strangt lærdómsferli og ég veit að það þarf að gera kröfur til þeirra sem ákveða að gerast kirkjunnar þjónar. En það kemur kynhneigð ekkert við. Bara ekki neitt. Ég verð dapur að heyra að þú sem ég hef annars haft ágætis mætur á sjáir ekkert rými fyrir hinsegin fólk á meðal presta, munka og nunna.“Sjá einnig: Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Að lokum biðlar Guðmundur til Frans páfa að vera meðvitaður um að orðunum fylgi ábyrgð. „Kæri Francis. Þú gerir stór mistök með því að útiloka framlag hinsegin fólks. Eftir því sem þú hefur fjölbreyttari hóp í vinnu hjá þér, eru meiri líkur á að kirkjan þín geti betur rækt hlutverk sitt – að vera boðberi kærleika, friðar og ástar. Það verður meiri skilningur innan hennar. Kæri Francis. Maður í jafn valdamikilli stöðu og þú hefur áhrif á fjölda fólks um allan heim. Orðum þínum fylgir ábyrgð. Mikil ábyrgð. Ég vona að þú sjáir villu þíns vegar. Gangi þér vel. Kærar kveðjur frá Íslandi, Mummi.“
Alþingi Evrópa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52 Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56 Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“ Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. 21. maí 2018 16:52
Páfinn hefur áhyggjur af samkynhneigð presta Frans páfi segir ekki rétt að samkynhneigt fólk verði prestar eða nunnur. 2. desember 2018 17:56
Frans páfi: "Afhverju ætti ég að dæma samkynhneigða?“ Frans páfi sagði á blaðamannafundi í dag að hann dæmdi ekki samkynhneigða. 29. júlí 2013 14:35