Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. desember 2018 06:00 Íslandspóstur átti að reka tiltekna þætti í dótturfélögum Fréttablaðið/anton brink Íslandspóstur (ÍSP) ákvað að sameina rekstur dótturfélagsins ePósts og móðurfélagsins án þess að leita fyrst álits eftirlitsnefndar um framkvæmd sáttar milli ÍSP og Samkeppniseftirlitsins (SKE). Vinna við sameininguna hófst án þess að samþykki SKE lægi fyrir. Þetta kemur fram í gögnum sem eftirlitsnefndin afhenti Félagi atvinnurekenda (FA). ePóstur var stofnaður í nóvember 2012 en starfsemi fyrirtækisins fólst í þróun og vinnslu á sviði rafrænna samskipta- og dreifingarlausna. Rekstur fyrirtækisins hefur alla tíð verið basl en það lenti undir í samkeppni við Greiðsluveituna, kerfi sem gerir þátttakendum kleift að birta ýmis gögn í netbanka, og vefinn Ísland.is. Síðarnefndi aðilinn er, líkt og ePóstur, alfarið í eigu ríkisins. Frá stofnun hefur rekstur félagsins gengið illa. Skömmu eftir stofnun lánaði ÍSP félaginu 247 milljónir og aðrar 55 milljónir árið 2013. Tap hefur verið á rekstri félagsins frá stofnun ef undan er skilið árið í fyrra en þá nýtti það sér frádráttarbært skattatap. Alls nemur tap þess rúmlega 200 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 198 milljónir í fyrra. Í febrúar í fyrra gerðu ÍSP og SKE sátt með það að marki að bæta samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Í sáttinni viðurkenndi ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt. Þriggja manna eftirlitsnefnd var skipuð til að fylgja sáttinni eftir. Meðal þess sem fólst í sáttinni var að ákveðin starfsemi skyldi rekin í dótturfélögum og að lán til dótturfélaga skyldu bera markaðsvexti. Vextir á láni ÍSP til ePósts hafa verið nær engir. Hefðu þeir verið reiknaðir í samræmi við sáttina væri skuld ePósts við ÍSP í kringum 460 milljónir króna.Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSONEnn fremur segir í sáttinni að ef sú staða kemur upp að starfsemi dótturfélags hafi ekki lengur samkeppnislega þýðingu geti ÍSP óskað eftir áliti eftirlitsnefndarinnar á því að færa rekstur þess inn í móðurfélagið. Samþykki SKE fyrir slíkri sameiningu verði að liggja fyrir. Skjöl sem ÍSP sendi eftirlitsnefndinni bera hins vegar með sér að þessum ákvæðum hafi ekki verið fylgt. Í svari Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra ÍSP, til eftirlitsnefndarinnar segir að ákvörðun um að sameina ePóst og ÍSP hafi legið fyrir árið 2017. Ljóst er að sú ákvörðun hefur þá verið tekin á síðari hluta ársins því sagt var frá því í Markaðnum 18. október 2017 að engin ákvörðun hefði verið tekin. Umrætt svarbréf er dagsett 23. október 2018 og segir þar að sameiningin sé langt á veg komin. Því hafi „[ekki þótt] efni til að byrja á því ári að reikna vexti á viðskiptastöðu félaganna“. Í svarinu kemur einnig fram að ePóstur bókaði síðast tekjur frá öðrum aðila en ÍSP í júní 2017. Upphæð þeirra var 8.905 krónur. Svör Ingimundar koma ekki heim og saman við bréf Helgu Sigríðar Böðvarsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs ÍSP, til eftirlitsnefndarinnar en það bréf var sent rúmri viku fyrr. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu eftirlitsnefndarinnar til sameiningarinnar en á því stigi var hún langt á veg komin. Þar segir að ákvörðun um sameininguna hafi verið tekin á stjórnarfundi ÍSP 25. júní 2018. Hvorki er getið um það í bréfi Ingimundar né Helgu hví ÍSP dró það í minnst fjóra mánuði að tilkynna eftirlitsnefndinni um fyrirhugaðan samruna líkt og kveðið er á um í sáttinni við SKE. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslandspóstur (ÍSP) ákvað að sameina rekstur dótturfélagsins ePósts og móðurfélagsins án þess að leita fyrst álits eftirlitsnefndar um framkvæmd sáttar milli ÍSP og Samkeppniseftirlitsins (SKE). Vinna við sameininguna hófst án þess að samþykki SKE lægi fyrir. Þetta kemur fram í gögnum sem eftirlitsnefndin afhenti Félagi atvinnurekenda (FA). ePóstur var stofnaður í nóvember 2012 en starfsemi fyrirtækisins fólst í þróun og vinnslu á sviði rafrænna samskipta- og dreifingarlausna. Rekstur fyrirtækisins hefur alla tíð verið basl en það lenti undir í samkeppni við Greiðsluveituna, kerfi sem gerir þátttakendum kleift að birta ýmis gögn í netbanka, og vefinn Ísland.is. Síðarnefndi aðilinn er, líkt og ePóstur, alfarið í eigu ríkisins. Frá stofnun hefur rekstur félagsins gengið illa. Skömmu eftir stofnun lánaði ÍSP félaginu 247 milljónir og aðrar 55 milljónir árið 2013. Tap hefur verið á rekstri félagsins frá stofnun ef undan er skilið árið í fyrra en þá nýtti það sér frádráttarbært skattatap. Alls nemur tap þess rúmlega 200 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 198 milljónir í fyrra. Í febrúar í fyrra gerðu ÍSP og SKE sátt með það að marki að bæta samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Í sáttinni viðurkenndi ÍSP engin brot og var ekki gerð sekt. Þriggja manna eftirlitsnefnd var skipuð til að fylgja sáttinni eftir. Meðal þess sem fólst í sáttinni var að ákveðin starfsemi skyldi rekin í dótturfélögum og að lán til dótturfélaga skyldu bera markaðsvexti. Vextir á láni ÍSP til ePósts hafa verið nær engir. Hefðu þeir verið reiknaðir í samræmi við sáttina væri skuld ePósts við ÍSP í kringum 460 milljónir króna.Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSONEnn fremur segir í sáttinni að ef sú staða kemur upp að starfsemi dótturfélags hafi ekki lengur samkeppnislega þýðingu geti ÍSP óskað eftir áliti eftirlitsnefndarinnar á því að færa rekstur þess inn í móðurfélagið. Samþykki SKE fyrir slíkri sameiningu verði að liggja fyrir. Skjöl sem ÍSP sendi eftirlitsnefndinni bera hins vegar með sér að þessum ákvæðum hafi ekki verið fylgt. Í svari Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra ÍSP, til eftirlitsnefndarinnar segir að ákvörðun um að sameina ePóst og ÍSP hafi legið fyrir árið 2017. Ljóst er að sú ákvörðun hefur þá verið tekin á síðari hluta ársins því sagt var frá því í Markaðnum 18. október 2017 að engin ákvörðun hefði verið tekin. Umrætt svarbréf er dagsett 23. október 2018 og segir þar að sameiningin sé langt á veg komin. Því hafi „[ekki þótt] efni til að byrja á því ári að reikna vexti á viðskiptastöðu félaganna“. Í svarinu kemur einnig fram að ePóstur bókaði síðast tekjur frá öðrum aðila en ÍSP í júní 2017. Upphæð þeirra var 8.905 krónur. Svör Ingimundar koma ekki heim og saman við bréf Helgu Sigríðar Böðvarsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs ÍSP, til eftirlitsnefndarinnar en það bréf var sent rúmri viku fyrr. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu eftirlitsnefndarinnar til sameiningarinnar en á því stigi var hún langt á veg komin. Þar segir að ákvörðun um sameininguna hafi verið tekin á stjórnarfundi ÍSP 25. júní 2018. Hvorki er getið um það í bréfi Ingimundar né Helgu hví ÍSP dró það í minnst fjóra mánuði að tilkynna eftirlitsnefndinni um fyrirhugaðan samruna líkt og kveðið er á um í sáttinni við SKE.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00
Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15