Festi segir upp 36 manns í tengslum við samruna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 5. desember 2018 06:00 Krónuverslanirnar eru eitt af flaggskipum Festar. Vísir/ernir Festi hefur sagt upp 36 starfsmönnum í 30 stöðugildum í tengslum við samruna N1 og Krónunnar og fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu í höfuðstöðvum félagsins í stoðdeildum. Um er að ræða hluta af hagræðingaraðgerðum sem fylgja samrunanum. Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Markaðinn. Í október tók Festi upp nýtt skipulag í kjölfar samruna fyrrnefndra félaga. Á meðal starfa sem var ofaukið við samrunann var eitt stöðugildi forstjóra og annað stöðugildi fjármálastjóra. Auk þess var fækkað um tíu stöðugildi á fjármálasviði. Enn fremur var hagrætt í mannauðsdeild og tölvurekstri. „Við höfum ekki fækkað fólki í verslunum eða á bensínstöðvum heldur í stoðeiningum,“ segir Eggert Þór. Hann segir að uppsagnirnar tengist ekki aðstæðum í efnahagslífinu. Staða efnahagsmála sé nokkuð góð ef kjarasamningar sem nást verði skynsamlegir. Þó að hagvöxtur síðustu ára muni ekki halda áfram geri hann ekki ráð fyrir samdrætti.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.Eggert vekur hins vegar athygli á að laun hafi hækkað hratt á undangengnum árum, við þær aðstæður þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða eins og uppsagna sem séu sársaukafullar fyrir alla sem komi að málum. Festi hafi til að mynda tekið róbóta í sína þjónustu á fjármálasviðinu sem sinni ýmsum afstemmingum og lesi reikninga. Hann vekur athygli á að Weber-grill kosti það sama í Elko, sem er í eigu Festar, og á Weber.com um þessar mundir. En erlendi keppinauturinn glími ekki við jafn miklar launahækkanir og íslenska verslunin. Það sé erfitt að hækka verðlag í takt við launahækkanir enda hafi matarkarfan, kaup á raftækjum og eldsneyti farið minnkandi sem hlutfall af launum. N1 keypti hlutafé Festar á ríflega 23,7 milljarðar króna en nettó vaxtaberandi skuldir Festar voru um 14,3 milljarðar við lok síðasta rekstrarárs. Í tilkynningu til Kauphallarinnar hefur verið upplýst að gert ráð sé fyrir að samlegðaráhrif af kaupum, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti gegn skilyrðum, verði á bilinu 500 til 600 milljónir og muni koma fram á næstu tólf til 18 mánuðum. Á meðal einkafjárfesta í Festi er Helgafell, sem stýrt er af Jóni Sigurðssyni, með tvö prósenta hlut og Brekka Retail, sem leitt er af Þórði Má Jóhannssyni, með 1,6 prósenta hlut. Fyrir sameiningu átti Helgafell í olíufélaginu en Brekka Retail í matvörukeðjunni. Síðastliðinn mánuð hefur gengi félagsins lækkað um sjö prósent en litið aftur um tvö ár hefur ávöxtunin verið 20 prósent með arðgreiðslu í mars 2017.Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um tíu prósent. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Festi hefur sagt upp 36 starfsmönnum í 30 stöðugildum í tengslum við samruna N1 og Krónunnar og fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu í höfuðstöðvum félagsins í stoðdeildum. Um er að ræða hluta af hagræðingaraðgerðum sem fylgja samrunanum. Þetta segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Markaðinn. Í október tók Festi upp nýtt skipulag í kjölfar samruna fyrrnefndra félaga. Á meðal starfa sem var ofaukið við samrunann var eitt stöðugildi forstjóra og annað stöðugildi fjármálastjóra. Auk þess var fækkað um tíu stöðugildi á fjármálasviði. Enn fremur var hagrætt í mannauðsdeild og tölvurekstri. „Við höfum ekki fækkað fólki í verslunum eða á bensínstöðvum heldur í stoðeiningum,“ segir Eggert Þór. Hann segir að uppsagnirnar tengist ekki aðstæðum í efnahagslífinu. Staða efnahagsmála sé nokkuð góð ef kjarasamningar sem nást verði skynsamlegir. Þó að hagvöxtur síðustu ára muni ekki halda áfram geri hann ekki ráð fyrir samdrætti.Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.Eggert vekur hins vegar athygli á að laun hafi hækkað hratt á undangengnum árum, við þær aðstæður þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða eins og uppsagna sem séu sársaukafullar fyrir alla sem komi að málum. Festi hafi til að mynda tekið róbóta í sína þjónustu á fjármálasviðinu sem sinni ýmsum afstemmingum og lesi reikninga. Hann vekur athygli á að Weber-grill kosti það sama í Elko, sem er í eigu Festar, og á Weber.com um þessar mundir. En erlendi keppinauturinn glími ekki við jafn miklar launahækkanir og íslenska verslunin. Það sé erfitt að hækka verðlag í takt við launahækkanir enda hafi matarkarfan, kaup á raftækjum og eldsneyti farið minnkandi sem hlutfall af launum. N1 keypti hlutafé Festar á ríflega 23,7 milljarðar króna en nettó vaxtaberandi skuldir Festar voru um 14,3 milljarðar við lok síðasta rekstrarárs. Í tilkynningu til Kauphallarinnar hefur verið upplýst að gert ráð sé fyrir að samlegðaráhrif af kaupum, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti gegn skilyrðum, verði á bilinu 500 til 600 milljónir og muni koma fram á næstu tólf til 18 mánuðum. Á meðal einkafjárfesta í Festi er Helgafell, sem stýrt er af Jóni Sigurðssyni, með tvö prósenta hlut og Brekka Retail, sem leitt er af Þórði Má Jóhannssyni, með 1,6 prósenta hlut. Fyrir sameiningu átti Helgafell í olíufélaginu en Brekka Retail í matvörukeðjunni. Síðastliðinn mánuð hefur gengi félagsins lækkað um sjö prósent en litið aftur um tvö ár hefur ávöxtunin verið 20 prósent með arðgreiðslu í mars 2017.Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma lækkað um tíu prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12 Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. 29. nóvember 2018 16:12
Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, en greint var frá kaupunum á sunnudag. 20. nóvember 2018 13:00