Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 08:35 Vodafone er í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Hanna Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. Síðast var það gert í upphafi nóvembermánaðar. Stjórnendurnir segja það mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en gengisveiking, óvissa í íslensku efnhagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk. Ástæðan er í tilkynningu frá Sýn rakin til yfirferðar á uppgjöri síðastliðins októbermánaðar, auk yfirferðar á auglýsingatekjum og áskriftarsölu fyrir nýliðinn nóvember. Í tilkynningunni, sem send var á Kauphöllina í morgun, segir að horfur fyrir yfirstandandi ár hafi verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. „Niðurfærslan skýrist bæði vegna fyrirsjáanlegs hærri kostnaðar og lægri tekna en búist var við. EBITDA spá ársins stendur því nú í 3.450 m kr. af grunnrekstri í stað 3.600m kr., sem tilkynnt var um þann 1. nóvember sl,“ eins og þar stendur. Þar að auki hafi hærri kostnaður en búist var við áhrif á niðurstöðuna. Til útskýringar segir í tilkynningunni að um sé að ræða kostnað tengdan fjarskiptakerfum og dagskrárkostnaði. Áður hefur Sýn gefið það út að kaup fyrirtækisins á hluta eignasafns 365, eins og fréttastofunni auk sjónvarps og útvarpsstöðva, hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Unnið er í fjölmörgum kostnaðarverkefnum innan fyrirtækisins en ljóst er að eitt helsta verkefnið er að ná utan um og halda áfram að lækka kostnað sameinaðs fyrirtækis,“ segir í útskýringu Sýnar.Sjá einnig: Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018Þá hafi lægri tekjur en áætlað var einnig sitt að segja en samkvæmt tilkynningunni voru auglýsingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta lakari í nóvember en búist var við. „Ástæður má rekja til efnahagsaðstæðna og harðrar samkeppni á markaðnum nú í haust. Fjarskiptatekjur hafa einnig orðið fyrir áhrifum af mikilli samkeppni þar sem viðskiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október, sem einnig hefur neikvæð áhrif á fjórðunginn.“ Að þessu sögðu hafi horfurnar fyrir næsta ár einnig verið endurskoðaðar og lækkaðar. Miðað við núverandi samstæðu hafa horfurnar verið niðurfærðar í 3,9 ma til 4,4 ma. kr frá 4,6ma til 5ma kr. „Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð upp á um 200 m kr. sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020. Það er vert að minna á að veiking krónunnar hefur haft um 350m neikvæð áhrif á kostnað félagsins fyrir 2019,“ segir í tilkynningunni. Að endingu eru nýju horfurnar dregnar saman í eftirfarandi útlistun: Það eru mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en almennt má segja að samrunaverkefnið hafi haft meiri áhrif á fyrirtækið en gert var ráð fyrir. Þar sem við bætist gengisveiking, mikil óvissa í íslensku efnahagslífi sem hefur áhrif á hegðun neytenda og fyrirtækja auk mjög harðrar samkeppni á fjarskiptamarkaðnum þessa dagana. Verkefnið framundan er eftir sem áður að nýta styrk sameinaðs fyrirtækis til að sækja fram á markaðnum og ná markmiðum sameiningarinnar þó lengri tíma taki.Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. Síðast var það gert í upphafi nóvembermánaðar. Stjórnendurnir segja það mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en gengisveiking, óvissa í íslensku efnhagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk. Ástæðan er í tilkynningu frá Sýn rakin til yfirferðar á uppgjöri síðastliðins októbermánaðar, auk yfirferðar á auglýsingatekjum og áskriftarsölu fyrir nýliðinn nóvember. Í tilkynningunni, sem send var á Kauphöllina í morgun, segir að horfur fyrir yfirstandandi ár hafi verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. „Niðurfærslan skýrist bæði vegna fyrirsjáanlegs hærri kostnaðar og lægri tekna en búist var við. EBITDA spá ársins stendur því nú í 3.450 m kr. af grunnrekstri í stað 3.600m kr., sem tilkynnt var um þann 1. nóvember sl,“ eins og þar stendur. Þar að auki hafi hærri kostnaður en búist var við áhrif á niðurstöðuna. Til útskýringar segir í tilkynningunni að um sé að ræða kostnað tengdan fjarskiptakerfum og dagskrárkostnaði. Áður hefur Sýn gefið það út að kaup fyrirtækisins á hluta eignasafns 365, eins og fréttastofunni auk sjónvarps og útvarpsstöðva, hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Unnið er í fjölmörgum kostnaðarverkefnum innan fyrirtækisins en ljóst er að eitt helsta verkefnið er að ná utan um og halda áfram að lækka kostnað sameinaðs fyrirtækis,“ segir í útskýringu Sýnar.Sjá einnig: Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018Þá hafi lægri tekjur en áætlað var einnig sitt að segja en samkvæmt tilkynningunni voru auglýsingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta lakari í nóvember en búist var við. „Ástæður má rekja til efnahagsaðstæðna og harðrar samkeppni á markaðnum nú í haust. Fjarskiptatekjur hafa einnig orðið fyrir áhrifum af mikilli samkeppni þar sem viðskiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október, sem einnig hefur neikvæð áhrif á fjórðunginn.“ Að þessu sögðu hafi horfurnar fyrir næsta ár einnig verið endurskoðaðar og lækkaðar. Miðað við núverandi samstæðu hafa horfurnar verið niðurfærðar í 3,9 ma til 4,4 ma. kr frá 4,6ma til 5ma kr. „Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð upp á um 200 m kr. sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020. Það er vert að minna á að veiking krónunnar hefur haft um 350m neikvæð áhrif á kostnað félagsins fyrir 2019,“ segir í tilkynningunni. Að endingu eru nýju horfurnar dregnar saman í eftirfarandi útlistun: Það eru mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en almennt má segja að samrunaverkefnið hafi haft meiri áhrif á fyrirtækið en gert var ráð fyrir. Þar sem við bætist gengisveiking, mikil óvissa í íslensku efnahagslífi sem hefur áhrif á hegðun neytenda og fyrirtækja auk mjög harðrar samkeppni á fjarskiptamarkaðnum þessa dagana. Verkefnið framundan er eftir sem áður að nýta styrk sameinaðs fyrirtækis til að sækja fram á markaðnum og ná markmiðum sameiningarinnar þó lengri tíma taki.Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37