Laumaði hryðjuverkaplotti í glósubók keppinautar síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:50 Bræðurnir á góðri stund. Hinn handtekni er vinstra megin við miðju en krikketstjörnun má sjá hægra megin við stúlkuna í rauða kjólnum. Vísir/getty Bróðir ástralskrar krikketstjörnu hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa laumað fyrirætlunum um hryðjuverk í glósubók annars manns. Málið má rekja til handtöku sem ástralska lögreglan framkvæmdi í ágúst síðastliðnum. Þá hafði hún hendur í hári námsmanns frá Sri Lanka sem grunaður var um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Sönnunargögnin var að finna í glósubók hans þar sem finna mátti ráðabrugg um hvernig skyldi meðal annars sprengja upp óperuhúsið í Sydney og ráða þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, af dögum. Námsmaðurinn, hinn 25 ára gamli Kamer Nizamdeen, var vistaður í einangrun í rúman mánuð milli þess sem hann var yfirheyrður um meintar fyrirætlanir sínar. Hann var þó að lokum látinn laus í upphafi októbermánaðar eftir að lögreglumönnum mistókst að tengja rithönd hans við þá sem fannst í glósubókinni. Nizamdeen er nú fluttur aftur heim til Sri Lanka og segist ætla að leita réttar síns vegna málsins. Ætla má að ástralska ríkið þurfi að greiða skaðabætur vegna einangrunarvistarinnar sem námsmaðurinn var látinn sæta.Metnaðarfullir keppinautar Það var svo í dag sem ástralska lögreglan greindi frá því að fyrrnefndur krikketstjörnubróðir, Arsalan Khawaja, hafi játað að hafa falsað hryðjuverkaplottið. Hann er sagður hafa verið handtekinn í morgun en grunur um aðkomu hans að málinu er talinn hafa kviknað í nóvember, þegar hann var yfirheyrður eftir að Nizmadeen hafði verið látinn laus. Þrátt fyrir að ástralska lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hvers vegna talið er að Khawaja hafi laumað hryðjuverkaáformum í glósubókina segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að þeir Nizamdeen og Khawaja hafi verið „keppinautar“ á vinnustað sínum, háskólanum í Nýju Suður-Wales. Málið er nú til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum og munu þau ekki tjá sig frekar um málið af virðingu við fjölskyldu hins handtekna. Meðal fjölskyldumeðlima hans er bróðirinn Usman Khawaja, sem lýst er sem einni skærustu krikketstjörnu Ástrala. Hann mun næst munda kylfuna í landsleik gegn Indlandi á fimmtudaginn. Ástralía Eyjaálfa Indland Srí Lanka Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Bróðir ástralskrar krikketstjörnu hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa laumað fyrirætlunum um hryðjuverk í glósubók annars manns. Málið má rekja til handtöku sem ástralska lögreglan framkvæmdi í ágúst síðastliðnum. Þá hafði hún hendur í hári námsmanns frá Sri Lanka sem grunaður var um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Sönnunargögnin var að finna í glósubók hans þar sem finna mátti ráðabrugg um hvernig skyldi meðal annars sprengja upp óperuhúsið í Sydney og ráða þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, af dögum. Námsmaðurinn, hinn 25 ára gamli Kamer Nizamdeen, var vistaður í einangrun í rúman mánuð milli þess sem hann var yfirheyrður um meintar fyrirætlanir sínar. Hann var þó að lokum látinn laus í upphafi októbermánaðar eftir að lögreglumönnum mistókst að tengja rithönd hans við þá sem fannst í glósubókinni. Nizamdeen er nú fluttur aftur heim til Sri Lanka og segist ætla að leita réttar síns vegna málsins. Ætla má að ástralska ríkið þurfi að greiða skaðabætur vegna einangrunarvistarinnar sem námsmaðurinn var látinn sæta.Metnaðarfullir keppinautar Það var svo í dag sem ástralska lögreglan greindi frá því að fyrrnefndur krikketstjörnubróðir, Arsalan Khawaja, hafi játað að hafa falsað hryðjuverkaplottið. Hann er sagður hafa verið handtekinn í morgun en grunur um aðkomu hans að málinu er talinn hafa kviknað í nóvember, þegar hann var yfirheyrður eftir að Nizmadeen hafði verið látinn laus. Þrátt fyrir að ástralska lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hvers vegna talið er að Khawaja hafi laumað hryðjuverkaáformum í glósubókina segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að þeir Nizamdeen og Khawaja hafi verið „keppinautar“ á vinnustað sínum, háskólanum í Nýju Suður-Wales. Málið er nú til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum og munu þau ekki tjá sig frekar um málið af virðingu við fjölskyldu hins handtekna. Meðal fjölskyldumeðlima hans er bróðirinn Usman Khawaja, sem lýst er sem einni skærustu krikketstjörnu Ástrala. Hann mun næst munda kylfuna í landsleik gegn Indlandi á fimmtudaginn.
Ástralía Eyjaálfa Indland Srí Lanka Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira