Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 13:54 Þó að Attenborough sé kominn á tíræðisaldur lætur hann enn til sín taka til að verja lífríki jarðar. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna munu leiða til hruns siðmenningar og náttúru grípi menn ekki hratt til aðgerða. David Attenborough, náttúrufræðingurinn heimsfrægi, lýsti loftslagsbreytingum sem mestu ógn mannkynsins í árþúsundir þegar hann ávarpaði loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Attenborough var valinn til að tala máli íbúa jarðar við fulltrúa tæplega tvö hundruð ríkja sem sækja fundinn í Katowice. Fundinum er ætlað að ákveða reglur um hvernig ríkin ætla að ná og mæla markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Um þessar mundir stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum á heimsvísu, mestu ógn okkar í þúsundir ára: loftslagsbreytingum,“ sagði Attenborough. „Ef við grípum ekki til aðgerða er hrun siðmenningar okkar og útrýming stórs hluta náttúruheimsins í sjónmáli.“ Krafði enski náttúrufræðingurinn og heimildarmyndargerðarmaðurinn leiðtoga heims um aðgerðir og forystu. Framtíð siðmenningarinnar og náttúrunnar væri í þeirra höndum, að því er segir í frétt The Guardian. Höfundar skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í síðustu viku komust að þeirri niðurstöðu að ríki heims væri víðsfjarri því að draga úr losun nægilega til að hægt verði að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um. Draga þurfi fimmfalt meira úr losun til að hægt verði að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun stefnir hnattræn hlýnun í að minnsta kosti 3°C fyrir lok aldarinnar og jafnvel meira. Þess konar hlýnunar fylgja verri hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar sem geta leitt til uppskerubrests og efnahagslegs og samfélagslegs óstöðugleika. Við þær aðstæður ógnaði hækkun yfirborðs sjávar um metra eða meira fyrir lok aldarinnar samfélögum hundruð milljóna manna á strandsvæðum jarðar.Sir David Attenborough says that we're facing a man-made disaster on a global scale. https://t.co/mnv5BLTo72 Via @ReutersTV #COP24 pic.twitter.com/pz3Pxz9Q1e— Reuters Top News (@Reuters) December 3, 2018 Evrópa Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna munu leiða til hruns siðmenningar og náttúru grípi menn ekki hratt til aðgerða. David Attenborough, náttúrufræðingurinn heimsfrægi, lýsti loftslagsbreytingum sem mestu ógn mannkynsins í árþúsundir þegar hann ávarpaði loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Attenborough var valinn til að tala máli íbúa jarðar við fulltrúa tæplega tvö hundruð ríkja sem sækja fundinn í Katowice. Fundinum er ætlað að ákveða reglur um hvernig ríkin ætla að ná og mæla markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Um þessar mundir stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum á heimsvísu, mestu ógn okkar í þúsundir ára: loftslagsbreytingum,“ sagði Attenborough. „Ef við grípum ekki til aðgerða er hrun siðmenningar okkar og útrýming stórs hluta náttúruheimsins í sjónmáli.“ Krafði enski náttúrufræðingurinn og heimildarmyndargerðarmaðurinn leiðtoga heims um aðgerðir og forystu. Framtíð siðmenningarinnar og náttúrunnar væri í þeirra höndum, að því er segir í frétt The Guardian. Höfundar skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í síðustu viku komust að þeirri niðurstöðu að ríki heims væri víðsfjarri því að draga úr losun nægilega til að hægt verði að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um. Draga þurfi fimmfalt meira úr losun til að hægt verði að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun stefnir hnattræn hlýnun í að minnsta kosti 3°C fyrir lok aldarinnar og jafnvel meira. Þess konar hlýnunar fylgja verri hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar sem geta leitt til uppskerubrests og efnahagslegs og samfélagslegs óstöðugleika. Við þær aðstæður ógnaði hækkun yfirborðs sjávar um metra eða meira fyrir lok aldarinnar samfélögum hundruð milljóna manna á strandsvæðum jarðar.Sir David Attenborough says that we're facing a man-made disaster on a global scale. https://t.co/mnv5BLTo72 Via @ReutersTV #COP24 pic.twitter.com/pz3Pxz9Q1e— Reuters Top News (@Reuters) December 3, 2018
Evrópa Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34
2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06