Aron Einar um riðilinn: Þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 11:30 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi markið sitt á móti Úlfunum og riðil íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aron Einar skoraði í 2-1 sigri Cardiff City á Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. „Ég hef þetta ennþá í mér. Ég næ að skora við og við. Ég geri mistök í þeirra marki þegar ég missi manninn frá mér í horninu þeirra og hann skorar. Það var gott að bæta fyrir það með því að jafna leikinn og koma okkur aftur inn í þetta,“ sagði Aron Einar í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur upp á framhaldið. Við þurfum að vera sterkir á heimavelli þannig að þetta var góður sigur,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með ástandið á sér. „Heilsan er mjög góð. Hnéð heldur sínu striki og það er enginn vökvi í því. Ökklinn er líka mjög góður. Þetta er allt á réttu róli hjá mér. Núna þarf ég bara að spíta í lófana og fara að æfa aðeins meira. Ég hef ekki verið að æfa mikið og bara verið að spila. Ég þarf að fara að venjast æfingaálaginu aftur. Mér líður vel og er jákvæður á framhaldið,“ sagði Aron Einar Íslenska landsliðið lenti í riðli með heimsmeisturum Frakka auk Tyrklands, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Hvernig líst fyrirliðanum á riðilinn? „Þetta er allt í lagi. Ég hugsaði með mér: Tyrkirnir aftur. Svo lítur maður til baka og sér að við höfum haft ágætis tök á þeim. Það eru erfiðir útileikir í þessum riðli. Bæði Tyrkir og Albanir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavöllum. Við rennum síðan blint í sjóinn á móti Moldóvum því við höfum aldrei spilað við þá áður,“ sagði Aron Einar „Mér líst mjög vel á þetta. Við höfum náð í þrjá punkta á útivelli á móti þessum liðum áður og af hverju ekki aftur. Þetta verður erfiður riðill en ég er samt sem áður jákvæður. Þetta er ágætis dráttur. Við þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið keppnisleik í langan tíma og það þarf heldur betur að breytast ætli strákarnir að komast á EM 2020. „Við þurfum líka að átta okkur við hverja við höfum verið að spila þó að ég ætli nú ekki að fara að skýla okkur á bak við það. Við höfum verið í erfiðum leikjum og lent í miklum meiðslum. Það afsakar það samt ekki að vera ekki búnir að vinna leik á árinu,“ sagði Aron Einar „Við vitum það líka sjálfir. Við setjum mikla pressu á okkur að skila árangri. Það góða við það að það eru sterkir karakterar í þessum hóp og það hefur skilað þessum árangri síðustu ár. Við þurfum að ná í þessi gildi sem sköpuðu þennan árangur á sínum tíma og byrja að vinna hart að þeim,“ sagði Aron Einar en hann er búinn að heyra í strákunum í landsliðinu eftir dráttinn. „Við erum búnir að tala saman og menn eru bara jákvæðir. Þeirra skoðun endurspeglar bara þá skoðun sem ég er búinn að tala um hér,“ sagði Aron Einar en það má heyra allt spjallið við Aron Einar hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi markið sitt á móti Úlfunum og riðil íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aron Einar skoraði í 2-1 sigri Cardiff City á Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. „Ég hef þetta ennþá í mér. Ég næ að skora við og við. Ég geri mistök í þeirra marki þegar ég missi manninn frá mér í horninu þeirra og hann skorar. Það var gott að bæta fyrir það með því að jafna leikinn og koma okkur aftur inn í þetta,“ sagði Aron Einar í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur upp á framhaldið. Við þurfum að vera sterkir á heimavelli þannig að þetta var góður sigur,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með ástandið á sér. „Heilsan er mjög góð. Hnéð heldur sínu striki og það er enginn vökvi í því. Ökklinn er líka mjög góður. Þetta er allt á réttu róli hjá mér. Núna þarf ég bara að spíta í lófana og fara að æfa aðeins meira. Ég hef ekki verið að æfa mikið og bara verið að spila. Ég þarf að fara að venjast æfingaálaginu aftur. Mér líður vel og er jákvæður á framhaldið,“ sagði Aron Einar Íslenska landsliðið lenti í riðli með heimsmeisturum Frakka auk Tyrklands, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Hvernig líst fyrirliðanum á riðilinn? „Þetta er allt í lagi. Ég hugsaði með mér: Tyrkirnir aftur. Svo lítur maður til baka og sér að við höfum haft ágætis tök á þeim. Það eru erfiðir útileikir í þessum riðli. Bæði Tyrkir og Albanir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavöllum. Við rennum síðan blint í sjóinn á móti Moldóvum því við höfum aldrei spilað við þá áður,“ sagði Aron Einar „Mér líst mjög vel á þetta. Við höfum náð í þrjá punkta á útivelli á móti þessum liðum áður og af hverju ekki aftur. Þetta verður erfiður riðill en ég er samt sem áður jákvæður. Þetta er ágætis dráttur. Við þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið keppnisleik í langan tíma og það þarf heldur betur að breytast ætli strákarnir að komast á EM 2020. „Við þurfum líka að átta okkur við hverja við höfum verið að spila þó að ég ætli nú ekki að fara að skýla okkur á bak við það. Við höfum verið í erfiðum leikjum og lent í miklum meiðslum. Það afsakar það samt ekki að vera ekki búnir að vinna leik á árinu,“ sagði Aron Einar „Við vitum það líka sjálfir. Við setjum mikla pressu á okkur að skila árangri. Það góða við það að það eru sterkir karakterar í þessum hóp og það hefur skilað þessum árangri síðustu ár. Við þurfum að ná í þessi gildi sem sköpuðu þennan árangur á sínum tíma og byrja að vinna hart að þeim,“ sagði Aron Einar en hann er búinn að heyra í strákunum í landsliðinu eftir dráttinn. „Við erum búnir að tala saman og menn eru bara jákvæðir. Þeirra skoðun endurspeglar bara þá skoðun sem ég er búinn að tala um hér,“ sagði Aron Einar en það má heyra allt spjallið við Aron Einar hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira