Fullveldi Íslands er eins og fertug kona Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. desember 2018 08:00 Maðurinn er eins og sement. Við byrjum blaut; blaut á bak við eyrun, ómótuð, leir. Við getum orðið allt, allir vegir eru færir, allar dyr standa opnar. Eins og óhörðnuð steypa getum við tekið á okkur hvaða form sem er. En með tímanum þornum við og hörðnum. Skyndilega erum við það sem við erum og ekkert fær því breytt. Við erum orðin við. Við erum ekki lengur á vegferð heldur erum við mætt á áfangastað. Ég átti afmæli í gær. Á einni nóttu eltist ég um áratug. Ég er ekki lengur þrjátíu og eitthvað. Nú er ég fjörutíu. Síðustu ár hef ég að jafnaði hafið afmælisdaginn fyrir framan spegilinn þar sem ég bölva óvelkomnum gestum; myrkum dældum undir augum sem opnast eins og dalir inni á milli fjalla, mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Í ár tengdust aldurskomplexarnir hins vegar hvorki hrukkum né almennum afleiðingum samstarfs tíma og þyngdarlögmáls. Flogið til allra áfangastaða „Ég dvel í möguleikanum,“ orti skáldkonan Emily Dickinson. Tíminn sem maður dvelur í möguleikanum er alltaf sá besti. Allt er opið. Allt getur gerst. Veröldin er ostra. Lífið er ferðalag og flogið er til allra áfangastaða. Þetta er augnablikið áður en maður lætur til skarar skríða, þegar verknaðurinn er aðeins draumur, athöfnin aðeins hugmynd. Áður en maður byrjar, framkvæmir, er hægt að ylja sér við þá óra að allt fari á besta veg; bókin verði metsölubók, að maður verði ríkur þegar maður er orðinn stór, kannski fræg rokkstjarna. Á afmælisdaginn voru það ekki líkamleg einkenni öldrunar sem ollu mér áhyggjum, það var ekki mýkt þess sem áður var stinnt. Þvert á móti var það harka þess sem áður var mjúkt. Hvenær hætti hugurinn að vera opinn? Hvenær hætti sálin að vera lipur, sveigjanleg, til í hvert það ævintýri sem biði handan hornsins? Hvenær hætti ég að trúa því að einn daginn yrði ég kannski fræg rokkstjarna? Hvenær hætti ég að dvelja í möguleikanum? Það sem gæti verið öðruvísi Í dag fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Hundrað ár eru frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna. Fullveldi Íslands er eins og fertug kona; það er komið til vits og ára án þess að það sé endilega komið til ára sinna – en stífleiki tímans er þó farinn að segja til sín. Með hækkandi aldri stirðna vöðvar. Til að sporna gegn því förum við í átak, skellum okkur í ræktina eða út að skokka og gætum þess svo að teygja vel á eftir. En það er fleira sem þarf að teygja á en vöðvar. Dyr lokast, draumar gleymast, framtíðin verður fyrirsjáanleg. Rétt eins og við þurfum að hafa meira fyrir því að halda líkamanum liðugum þegar aldurinn færist yfir, þurfum við að vinna hart að því að halda sálinni sveigjanlegri. Í hundrað ár hefur Ísland verið fullvalda. Á þeim tíma hefur samfélagið mótast, tekið á sig form, komist í fast horf. En þegar hlutirnir eru í föstum skorðum, hvort sem um ræðir fertuga konu eða hundrað ára fullveldi, hættir okkur til að missa sjónar á því að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Fertug kona hyggst dvelja í möguleikanum um að verða rokkstjarna þegar hún verður stór. Á hundrað ára fullveldisafmæli standa óendanlega margar dyr íslensku samfélagi opnar: Við gætum komið okkur upp nýrri stjórnarskrá; við gætum breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggt að landsmenn allir njóti góðs af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar; við gætum sameinast um sanngjarnara samfélag og hækkað lágmarkslaun; við gætum afþakkað þjónustu þeirra forhertu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi sem viðruðu almenna mannfyrirlitningu sína er þeir sátu að sumbli á bar í miðborginni og fara með fullveldi okkar eins og eigið konungdæmi, drukknir af öli og eigin völdum. Möguleikarnir eru endalausir. Aðeins hugmyndaflugið setur okkur skorður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Maðurinn er eins og sement. Við byrjum blaut; blaut á bak við eyrun, ómótuð, leir. Við getum orðið allt, allir vegir eru færir, allar dyr standa opnar. Eins og óhörðnuð steypa getum við tekið á okkur hvaða form sem er. En með tímanum þornum við og hörðnum. Skyndilega erum við það sem við erum og ekkert fær því breytt. Við erum orðin við. Við erum ekki lengur á vegferð heldur erum við mætt á áfangastað. Ég átti afmæli í gær. Á einni nóttu eltist ég um áratug. Ég er ekki lengur þrjátíu og eitthvað. Nú er ég fjörutíu. Síðustu ár hef ég að jafnaði hafið afmælisdaginn fyrir framan spegilinn þar sem ég bölva óvelkomnum gestum; myrkum dældum undir augum sem opnast eins og dalir inni á milli fjalla, mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Í ár tengdust aldurskomplexarnir hins vegar hvorki hrukkum né almennum afleiðingum samstarfs tíma og þyngdarlögmáls. Flogið til allra áfangastaða „Ég dvel í möguleikanum,“ orti skáldkonan Emily Dickinson. Tíminn sem maður dvelur í möguleikanum er alltaf sá besti. Allt er opið. Allt getur gerst. Veröldin er ostra. Lífið er ferðalag og flogið er til allra áfangastaða. Þetta er augnablikið áður en maður lætur til skarar skríða, þegar verknaðurinn er aðeins draumur, athöfnin aðeins hugmynd. Áður en maður byrjar, framkvæmir, er hægt að ylja sér við þá óra að allt fari á besta veg; bókin verði metsölubók, að maður verði ríkur þegar maður er orðinn stór, kannski fræg rokkstjarna. Á afmælisdaginn voru það ekki líkamleg einkenni öldrunar sem ollu mér áhyggjum, það var ekki mýkt þess sem áður var stinnt. Þvert á móti var það harka þess sem áður var mjúkt. Hvenær hætti hugurinn að vera opinn? Hvenær hætti sálin að vera lipur, sveigjanleg, til í hvert það ævintýri sem biði handan hornsins? Hvenær hætti ég að trúa því að einn daginn yrði ég kannski fræg rokkstjarna? Hvenær hætti ég að dvelja í möguleikanum? Það sem gæti verið öðruvísi Í dag fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Hundrað ár eru frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna. Fullveldi Íslands er eins og fertug kona; það er komið til vits og ára án þess að það sé endilega komið til ára sinna – en stífleiki tímans er þó farinn að segja til sín. Með hækkandi aldri stirðna vöðvar. Til að sporna gegn því förum við í átak, skellum okkur í ræktina eða út að skokka og gætum þess svo að teygja vel á eftir. En það er fleira sem þarf að teygja á en vöðvar. Dyr lokast, draumar gleymast, framtíðin verður fyrirsjáanleg. Rétt eins og við þurfum að hafa meira fyrir því að halda líkamanum liðugum þegar aldurinn færist yfir, þurfum við að vinna hart að því að halda sálinni sveigjanlegri. Í hundrað ár hefur Ísland verið fullvalda. Á þeim tíma hefur samfélagið mótast, tekið á sig form, komist í fast horf. En þegar hlutirnir eru í föstum skorðum, hvort sem um ræðir fertuga konu eða hundrað ára fullveldi, hættir okkur til að missa sjónar á því að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Fertug kona hyggst dvelja í möguleikanum um að verða rokkstjarna þegar hún verður stór. Á hundrað ára fullveldisafmæli standa óendanlega margar dyr íslensku samfélagi opnar: Við gætum komið okkur upp nýrri stjórnarskrá; við gætum breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggt að landsmenn allir njóti góðs af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar; við gætum sameinast um sanngjarnara samfélag og hækkað lágmarkslaun; við gætum afþakkað þjónustu þeirra forhertu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi sem viðruðu almenna mannfyrirlitningu sína er þeir sátu að sumbli á bar í miðborginni og fara með fullveldi okkar eins og eigið konungdæmi, drukknir af öli og eigin völdum. Möguleikarnir eru endalausir. Aðeins hugmyndaflugið setur okkur skorður.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun