Fyrsta stöðin til að bjóða upp á fjórar tegundir aflgjafa Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 19:15 Fyrsti viðskiptavinurinn til þess að nýta sér þjónustuna var Natalie Ouellette, sem er kanadískur ríkisborgari. Hún er búsett á Íslandi og ekur á VW e-Golf. Olíuverzlun Íslands tók í notkun nýja hraðhleðslustöð í Álfheimum fyrir rafmagnsbíla í dag og verður þjónustustöðin fyrsta fjölorkustöð landsins sem býður upp á fjórar tegundir aflgjafa. Það er rafmagn, metan, bensín og dísil. Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbíla hefur aukist mikið á síðustu árum, samkvæmt upplýsingum frá Orkusetrinu, og notkun hreinna rafbíla hefur einnig aukist jafnt og þétt. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Við hjá Olís viljum mæta aukinni eftirspurn eftir fjölbreyttum orkugjöfum og koma þannig til móts við þarfir viðskiptavina okkar og jafnframt hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri félagsins, samkvæmt tilkynningunni. Þar segir einnig að Olís hafi allt frá árinu 1995 unnið eftir skýrri umhverfisstefnu, sem var samþykkt af þáverandi stjórn félagsins, þar sem umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Með fjölgun rafhleðslustöðva hefur Olís tekið nýtt grænt skref. „Við stefnum að því að fjölga hraðhleðslustöðvum og öðrum grænum orkugjöfum jafnt og þétt á þjónustustöðvum okkar vítt og breitt um landið. En við viljum líka stuðla að umhverfisvernd við förgun úrgangsefna, endurnýtingu umbúða og byggingu mannvirkja. Allt skiptir þetta máli og það er nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og skila auðlindum okkar í betra horfi til komandi kynslóða,“ segir Jón Ólafur. Hann segir enn fremur að Olís vilji nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmönnum og komandi kynslóðum til efnahagslegs og félagslegs ábata, án þess að ganga á höfuðstól auðlindanna. „Félagið vill stuðla að sjálfbærum vexti auðlinda svo sem kostur er með skynsamlegri nýtingu þeirra og leggur áherslu á uppgræðslu landsins þar sem tekið er tillit til atvinnustarfseminnar í landinu og fjölbreytileika náttúru þess.“ Bensín og olía Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Olíuverzlun Íslands tók í notkun nýja hraðhleðslustöð í Álfheimum fyrir rafmagnsbíla í dag og verður þjónustustöðin fyrsta fjölorkustöð landsins sem býður upp á fjórar tegundir aflgjafa. Það er rafmagn, metan, bensín og dísil. Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbíla hefur aukist mikið á síðustu árum, samkvæmt upplýsingum frá Orkusetrinu, og notkun hreinna rafbíla hefur einnig aukist jafnt og þétt. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Við hjá Olís viljum mæta aukinni eftirspurn eftir fjölbreyttum orkugjöfum og koma þannig til móts við þarfir viðskiptavina okkar og jafnframt hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri félagsins, samkvæmt tilkynningunni. Þar segir einnig að Olís hafi allt frá árinu 1995 unnið eftir skýrri umhverfisstefnu, sem var samþykkt af þáverandi stjórn félagsins, þar sem umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Með fjölgun rafhleðslustöðva hefur Olís tekið nýtt grænt skref. „Við stefnum að því að fjölga hraðhleðslustöðvum og öðrum grænum orkugjöfum jafnt og þétt á þjónustustöðvum okkar vítt og breitt um landið. En við viljum líka stuðla að umhverfisvernd við förgun úrgangsefna, endurnýtingu umbúða og byggingu mannvirkja. Allt skiptir þetta máli og það er nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og skila auðlindum okkar í betra horfi til komandi kynslóða,“ segir Jón Ólafur. Hann segir enn fremur að Olís vilji nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmönnum og komandi kynslóðum til efnahagslegs og félagslegs ábata, án þess að ganga á höfuðstól auðlindanna. „Félagið vill stuðla að sjálfbærum vexti auðlinda svo sem kostur er með skynsamlegri nýtingu þeirra og leggur áherslu á uppgræðslu landsins þar sem tekið er tillit til atvinnustarfseminnar í landinu og fjölbreytileika náttúru þess.“
Bensín og olía Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira