„Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 14:49 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Eyþór Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði upp starfi sínu hjá Háskóla Íslands í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns, afar duglegan starfskraft og því hafi legið beint við að bjóða henni fullt starf hjá fyrirtækinu. Kári segir jafnframt að hver sá karlmaður sem abbist upp á Sigrúnu sé „bjáni“.Sjá einnig: Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði HÍ vegna skeytingarleysis stjórnenda skólans í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns. Yfirmaðurinn sem málið snýr að er Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ, en hann hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar um kynferðislega áreitni.Klaufaskapur rektors en ekki skilningsleysi Þá var greint frá því í dag að Kári Stefánsson hefði boðið Sigrúnu fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar starfsloka hennar hjá HÍ. Fréttastofa náði tali af Kára rétt áður en hann settist niður á fund með Sigrúnu og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, en Sigrún hefur kallað eftir viðbrögðum frá stjórnendum skólans vegna málsins.Sigurður Yngvi hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar Helgu um kynferðislega áreitni.Mynd/SamsettKári segir Sigrúnu afskaplega duglega og mjög góðan kennara. Hann segist þess jafnframt fullviss að Jón Atli verði skilningsríkur í garð Sigrúnar á fundinum. „Nú lenti hún í þessu máli sem siðanefnd dæmdi í og því miður þá hefur háskólarektor ekki brugðist við þessum dómi enn þá. Ég veit hins vegar fyrir víst að það var af klaufaskap en ekki vegna þess að hann hafi ekki fullan skilning á þessu máli og ég er handviss um að þegar við setjumst niður á eftir verður ekki mikill munur á skoðunum Sigrúnar og Jóns Atla,“ segir Kári. „Þar sem hún hefur reynst okkur vel í hlutastarfinu þá var það alveg sjálfsagt og eðlilegt að bjóða henni vinnu. En ég skil Sigrúnu mjög vel að hún hafi orðið óþolinmóð vegna þess hversu lengi það tók rektor að bregðast við þessu máli.“Mælir ekki með því að menn abbist upp á Sigrúnu Aðspurður segist Kári ekki hafa orðið vitni að því sjálfur þegar upp úr sauð í samskiptum Sigrúnar og Sigurðar. Hann segir þó ljóst að þar sem Sigrún sé margverðlaunaður glímukappi beri mönnum að abbast ekki upp á hana. „En sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni, vegna þess að hún er margfaldur meistari í glímu. Þannig að menn eiga að umgangast hana af fyllstu kurteisi.“ Ekki hefur náðst í Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands vegna máls Sigrúnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði upp starfi sínu hjá Háskóla Íslands í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns, afar duglegan starfskraft og því hafi legið beint við að bjóða henni fullt starf hjá fyrirtækinu. Kári segir jafnframt að hver sá karlmaður sem abbist upp á Sigrúnu sé „bjáni“.Sjá einnig: Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði HÍ vegna skeytingarleysis stjórnenda skólans í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns. Yfirmaðurinn sem málið snýr að er Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ, en hann hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar um kynferðislega áreitni.Klaufaskapur rektors en ekki skilningsleysi Þá var greint frá því í dag að Kári Stefánsson hefði boðið Sigrúnu fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar starfsloka hennar hjá HÍ. Fréttastofa náði tali af Kára rétt áður en hann settist niður á fund með Sigrúnu og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, en Sigrún hefur kallað eftir viðbrögðum frá stjórnendum skólans vegna málsins.Sigurður Yngvi hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar Helgu um kynferðislega áreitni.Mynd/SamsettKári segir Sigrúnu afskaplega duglega og mjög góðan kennara. Hann segist þess jafnframt fullviss að Jón Atli verði skilningsríkur í garð Sigrúnar á fundinum. „Nú lenti hún í þessu máli sem siðanefnd dæmdi í og því miður þá hefur háskólarektor ekki brugðist við þessum dómi enn þá. Ég veit hins vegar fyrir víst að það var af klaufaskap en ekki vegna þess að hann hafi ekki fullan skilning á þessu máli og ég er handviss um að þegar við setjumst niður á eftir verður ekki mikill munur á skoðunum Sigrúnar og Jóns Atla,“ segir Kári. „Þar sem hún hefur reynst okkur vel í hlutastarfinu þá var það alveg sjálfsagt og eðlilegt að bjóða henni vinnu. En ég skil Sigrúnu mjög vel að hún hafi orðið óþolinmóð vegna þess hversu lengi það tók rektor að bregðast við þessu máli.“Mælir ekki með því að menn abbist upp á Sigrúnu Aðspurður segist Kári ekki hafa orðið vitni að því sjálfur þegar upp úr sauð í samskiptum Sigrúnar og Sigurðar. Hann segir þó ljóst að þar sem Sigrún sé margverðlaunaður glímukappi beri mönnum að abbast ekki upp á hana. „En sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni, vegna þess að hún er margfaldur meistari í glímu. Þannig að menn eiga að umgangast hana af fyllstu kurteisi.“ Ekki hefur náðst í Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands vegna máls Sigrúnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48