Ekki útilokað að greiðslur úr sjúkrasjóði VR verði skertar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2018 13:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Ekki er útilokað að VR muni grípa á það ráð að lækka greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins til að mæta aukinni aðsókn. Það stefnir í metaðsókn í sjóðinn annað árið í röð. Formaður VR segir aukninguna meiriháttar vísbendingu um að eitthvað mikið sé að í samfélaginu.Bandalag hásklólamanna greindi í gær frá breyttum úthlutunarreglum sjúkrasjóðs bandalagsins þar sem umsóknum um sjúkradagpeninga hafi fjölgað umtalsvert. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum greiðir sjóðurinn nú að hámarki sjúkradagpeninga í níu mánuði í stað tólf og gleraugnastyrkir lækkaðir svo fátt eitt sé nefnt. BHM er ekki eina stéttarfélagið þar sem vart hefur orðið við mikla fjölgun umsókna í sjúkrasjóð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðuna metna í hverjum mánuði og að fylgst sé vel með þróuninni. „Við vitum það að metárið í fyrra sem að toppaði árið 2009, þegar að samfélagið var hér allt á hliðinni, í samanburði við árið í ár þá erum við að sjá 43% aukningu sjúkradagpeninga frá metárinu í fyrra og það eru skuggalegar tölur. Greinilega vísbending um að eitthvað meiriháttar mikið er að í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur að skoða þurfi betur og rannsaka hvað það er sem veldur. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hvort breyta þurfi úthlutunarreglum en það er meðal þess sem rætt verður á aðalfundi félagsins í apríl. „Það er ekki útilokað. Sjóðirnir eru mjög sterkir og félagið mjög vel rekið og mjög sterkt þannig að eins og ég segi, það hefur ekki komið til þess ennþá en við erum að skoða þetta og þurfum að fylgjast mjög vel með,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri stéttarfélög verulegar áhyggjur af stöðunni. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stöðuna til að mynda mjög þunga innan KÍ og að ljóst sé að grípa þurfi til frekari aðgerða. Til hvaða bragðs skuli taka sé þó ekki ljóst á þessari stundu. Tengdar fréttir Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ekki er útilokað að VR muni grípa á það ráð að lækka greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins til að mæta aukinni aðsókn. Það stefnir í metaðsókn í sjóðinn annað árið í röð. Formaður VR segir aukninguna meiriháttar vísbendingu um að eitthvað mikið sé að í samfélaginu.Bandalag hásklólamanna greindi í gær frá breyttum úthlutunarreglum sjúkrasjóðs bandalagsins þar sem umsóknum um sjúkradagpeninga hafi fjölgað umtalsvert. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum greiðir sjóðurinn nú að hámarki sjúkradagpeninga í níu mánuði í stað tólf og gleraugnastyrkir lækkaðir svo fátt eitt sé nefnt. BHM er ekki eina stéttarfélagið þar sem vart hefur orðið við mikla fjölgun umsókna í sjúkrasjóð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðuna metna í hverjum mánuði og að fylgst sé vel með þróuninni. „Við vitum það að metárið í fyrra sem að toppaði árið 2009, þegar að samfélagið var hér allt á hliðinni, í samanburði við árið í ár þá erum við að sjá 43% aukningu sjúkradagpeninga frá metárinu í fyrra og það eru skuggalegar tölur. Greinilega vísbending um að eitthvað meiriháttar mikið er að í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur að skoða þurfi betur og rannsaka hvað það er sem veldur. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hvort breyta þurfi úthlutunarreglum en það er meðal þess sem rætt verður á aðalfundi félagsins í apríl. „Það er ekki útilokað. Sjóðirnir eru mjög sterkir og félagið mjög vel rekið og mjög sterkt þannig að eins og ég segi, það hefur ekki komið til þess ennþá en við erum að skoða þetta og þurfum að fylgjast mjög vel með,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri stéttarfélög verulegar áhyggjur af stöðunni. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stöðuna til að mynda mjög þunga innan KÍ og að ljóst sé að grípa þurfi til frekari aðgerða. Til hvaða bragðs skuli taka sé þó ekki ljóst á þessari stundu.
Tengdar fréttir Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33
Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15