Fækkun viðhaldsdaga gæti aukið tekjur af virkjunum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2018 21:15 Matthildur María Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur er verkefnisstjóri í viðhalds- og endurbótaverkefnum Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sérfræðingar Landsvirkjunar leita nú leiða til að stytta viðhaldstíma virkjana en hver dagur sem sparast gefur færi á verulegum tekjuauka. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tekjur Landsvirkjunar á þessu ári stefna í að verða nærri 60 milljarðar króna, eða yfir 160 milljónir króna á hverjum einasta degi að jafnaði. Nærri helmingur raforkuframleiðslu fyrirtækisins er á Þjórsársvæðinu. Starfsmennirnir sem þar sjá um að stöðvarnar gangi snurðulaust allan sólarhringinn hafa því verðmætt fjöregg í höndunum. Þeirra á meðal er vélaverkfræðingurinn Matthildur María Guðmundsdóttir, en hún stýrir núna áhugaverðu verkefni á svæðinu. „Hvernig við getum stytt viðhaldsstoppin á vélunum. Í staðinn fyrir að vera kannski viku, - að stytta það niður í fimm daga eða fjóra,“ segir Matthildur. Frá Hrauneyjafossvirkjun. Hún er næststærsta virkjunin á Þjórsársvæðinu, á eftir Búrfellsvirkjun 1.Mynd/Landsvirkjun.Landsvirkjunarmenn gefa ekki upp tekjur af einstökum virkjunum. Þó má áætla að verðmæti raforku frá virkjun eins og Hrauneyjafossi geti numið tólf til fjórtán milljónum króna á dag, en þar eru þrjár aflvélar. Það felast því mikil tækifæri í því að stytta þann tíma sem fer í ársskoðun á hverri vél. Hver vél er tekin í ástandsskoðun á hverju ári en ársskoðanir eru misstórar, að sögn Matthildar. „Það eru núna átján vélar á svæðinu sem þurfa að fara í þetta ferli. Og ef þetta er alltaf vika sem hver skoðun tekur, alveg lágmark, þá eru það náttúrlega bara átján vikur á árinu sem fara í ársskoðun,“ segir Matthildur. Nýjasta aflvélin, í Búrfelli 2, er sú nítjánda í röðinni á svæðinu en hún fer í fyrstu ársskoðun á næsta ári. Rætt var við Matthildi og fleiri starfsmenn á Þjórsársvæðinu í þættinum „Um land allt“, sem frumsýndur var á Stöð 2 þann 3. desember. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá hér: Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sérfræðingar Landsvirkjunar leita nú leiða til að stytta viðhaldstíma virkjana en hver dagur sem sparast gefur færi á verulegum tekjuauka. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tekjur Landsvirkjunar á þessu ári stefna í að verða nærri 60 milljarðar króna, eða yfir 160 milljónir króna á hverjum einasta degi að jafnaði. Nærri helmingur raforkuframleiðslu fyrirtækisins er á Þjórsársvæðinu. Starfsmennirnir sem þar sjá um að stöðvarnar gangi snurðulaust allan sólarhringinn hafa því verðmætt fjöregg í höndunum. Þeirra á meðal er vélaverkfræðingurinn Matthildur María Guðmundsdóttir, en hún stýrir núna áhugaverðu verkefni á svæðinu. „Hvernig við getum stytt viðhaldsstoppin á vélunum. Í staðinn fyrir að vera kannski viku, - að stytta það niður í fimm daga eða fjóra,“ segir Matthildur. Frá Hrauneyjafossvirkjun. Hún er næststærsta virkjunin á Þjórsársvæðinu, á eftir Búrfellsvirkjun 1.Mynd/Landsvirkjun.Landsvirkjunarmenn gefa ekki upp tekjur af einstökum virkjunum. Þó má áætla að verðmæti raforku frá virkjun eins og Hrauneyjafossi geti numið tólf til fjórtán milljónum króna á dag, en þar eru þrjár aflvélar. Það felast því mikil tækifæri í því að stytta þann tíma sem fer í ársskoðun á hverri vél. Hver vél er tekin í ástandsskoðun á hverju ári en ársskoðanir eru misstórar, að sögn Matthildar. „Það eru núna átján vélar á svæðinu sem þurfa að fara í þetta ferli. Og ef þetta er alltaf vika sem hver skoðun tekur, alveg lágmark, þá eru það náttúrlega bara átján vikur á árinu sem fara í ársskoðun,“ segir Matthildur. Nýjasta aflvélin, í Búrfelli 2, er sú nítjánda í röðinni á svæðinu en hún fer í fyrstu ársskoðun á næsta ári. Rætt var við Matthildi og fleiri starfsmenn á Þjórsársvæðinu í þættinum „Um land allt“, sem frumsýndur var á Stöð 2 þann 3. desember. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá hér:
Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00
Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00