Þýskt þema hjá öllum ensku liðunum nema Man. United sem mætir PSG Óskar Ófeigur Jónsson og Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifa 17. desember 2018 11:30 Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina þriðja árið í röð í vor. Vísir/Getty Þrjú ensk lið drógust á móti þýskum mótherjum þegar dregið var í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Liverpool mætir Bayern München en Manchester United er eina enska liðið sem slapp við þýskt lið en United mætir franska liðinu Paris Saint Germain. Englandsmeistarar Manchester City voru fyrstir upp úr pottinum af ensku liðunum en lærisveinar Pep Guardiola mæta Schalke 04 frá Þýskalandi. Einn af stórleikjum sextán liða úrslitanna verða örugglega leikir Atlético Madrid og Juventus en það eru líka eflaust margir spenntir fyrir viðureign Manchester United og Paris Saint-Germain. Liverpool lét bíða eftir sér og koma ekki upp úr pottinum fyrr en að ljóst yrði að mótherjinn yrði Bayern München. Áður hafði Tottenham dregist á móti Borussia Dortmund. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid drógust á móti aðeins léttari mótherjum í augum margra en Barca mætir Lyon frá Frakklandi en Real Madrid spilar við Ajax frá Hollandi. Fyrri leikir sextán liða úrslitanna fara fram 12. til 13. febrúar og 19. til 20. febrúar en þeir síðari verða spilaðir 5. til 6. mars og 12. til 13. mars.Leikirnir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Schalke 04 - Manchester City Atlético Madrid - Juventus Manchester United - Paris Saint-Germain Tottenham - Borussia Dortmund Lyon - Barcelona Roma - Porto Ajax - Real Madrid Liverpool - Bayern München
Þrjú ensk lið drógust á móti þýskum mótherjum þegar dregið var í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Liverpool mætir Bayern München en Manchester United er eina enska liðið sem slapp við þýskt lið en United mætir franska liðinu Paris Saint Germain. Englandsmeistarar Manchester City voru fyrstir upp úr pottinum af ensku liðunum en lærisveinar Pep Guardiola mæta Schalke 04 frá Þýskalandi. Einn af stórleikjum sextán liða úrslitanna verða örugglega leikir Atlético Madrid og Juventus en það eru líka eflaust margir spenntir fyrir viðureign Manchester United og Paris Saint-Germain. Liverpool lét bíða eftir sér og koma ekki upp úr pottinum fyrr en að ljóst yrði að mótherjinn yrði Bayern München. Áður hafði Tottenham dregist á móti Borussia Dortmund. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid drógust á móti aðeins léttari mótherjum í augum margra en Barca mætir Lyon frá Frakklandi en Real Madrid spilar við Ajax frá Hollandi. Fyrri leikir sextán liða úrslitanna fara fram 12. til 13. febrúar og 19. til 20. febrúar en þeir síðari verða spilaðir 5. til 6. mars og 12. til 13. mars.Leikirnir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Schalke 04 - Manchester City Atlético Madrid - Juventus Manchester United - Paris Saint-Germain Tottenham - Borussia Dortmund Lyon - Barcelona Roma - Porto Ajax - Real Madrid Liverpool - Bayern München
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira