Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2018 07:28 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri óskaði eftir því að Bára yrði boðuð til þinghalds vegna upptökunnar, þar sem dómsmál kunni að vera höfðað á hendur henni. Sjálf hefur Bára sagt að hún ætli að mæta, hún sé óhrædd að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi. Nýtur hún fulltingis Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns sem í samtali við Vísi fyrir helgi sagði málið allt vera „mjög óljóst“.Mótmælendur klæddir gulum vestum hafa valdið miklum usla víðs vegar um Frakkland síðsutu vikurnar.Etienne De Malglaive/GettyFólk mæti ekki í gulum vestum Um 250 manns hafa boðað komu sína við héraðsdóm í dag til þess að sýna Báru stuðning. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook undir nafninu „Takk Bára“ „Mætum, sýnum Báru stuðning og sýnum jafnframt hversu ömurlegt það er hjá þessum aðilum, ofan á það að kunna ekki að skammast sín, að kalla uppljóstrarann fyrir dóm,“ segir í lýsingu viðburðarsins. Þar eru þeir sem ætlir að mæta beðnir um að geyma allar mótmælaaðgerðir enda sé ætlunin að styðja Báru, því sé ekki mælst til þess að fólk mæti í gulum vestum, líkt og mótmælendur í Frakklandi og Belgíu hafa klæðst undanfarnar vikur. Þá er bent á að hópurinn muni ekki, í það minnsta allur, geta farið með Báru inn í dómsal, það sé einnig undir Báru komið, hafi hún áhuga á því, að velja þá sem komi með henni þangað inn. Þinghaldið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Dómsmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára og Sigmundur sæt saman á forsíðu fyrir fimm árum Þeir fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar hafa óskað eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. 14. desember 2018 11:30 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri óskaði eftir því að Bára yrði boðuð til þinghalds vegna upptökunnar, þar sem dómsmál kunni að vera höfðað á hendur henni. Sjálf hefur Bára sagt að hún ætli að mæta, hún sé óhrædd að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi. Nýtur hún fulltingis Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns sem í samtali við Vísi fyrir helgi sagði málið allt vera „mjög óljóst“.Mótmælendur klæddir gulum vestum hafa valdið miklum usla víðs vegar um Frakkland síðsutu vikurnar.Etienne De Malglaive/GettyFólk mæti ekki í gulum vestum Um 250 manns hafa boðað komu sína við héraðsdóm í dag til þess að sýna Báru stuðning. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook undir nafninu „Takk Bára“ „Mætum, sýnum Báru stuðning og sýnum jafnframt hversu ömurlegt það er hjá þessum aðilum, ofan á það að kunna ekki að skammast sín, að kalla uppljóstrarann fyrir dóm,“ segir í lýsingu viðburðarsins. Þar eru þeir sem ætlir að mæta beðnir um að geyma allar mótmælaaðgerðir enda sé ætlunin að styðja Báru, því sé ekki mælst til þess að fólk mæti í gulum vestum, líkt og mótmælendur í Frakklandi og Belgíu hafa klæðst undanfarnar vikur. Þá er bent á að hópurinn muni ekki, í það minnsta allur, geta farið með Báru inn í dómsal, það sé einnig undir Báru komið, hafi hún áhuga á því, að velja þá sem komi með henni þangað inn. Þinghaldið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur klukkan þrjú í dag.
Dómsmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára og Sigmundur sæt saman á forsíðu fyrir fimm árum Þeir fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar hafa óskað eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. 14. desember 2018 11:30 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03
Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05
Bára og Sigmundur sæt saman á forsíðu fyrir fimm árum Þeir fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar hafa óskað eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. 14. desember 2018 11:30