Erlent

Rúmlega 40 særðust í sprengingu í Japan

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mikill eldur fylgdi sprengingunni. Mydnin tengist fréttinni ekki beint.
Mikill eldur fylgdi sprengingunni. Mydnin tengist fréttinni ekki beint. Takashi Aoyama/Getty
Stór sprenging varð í dag á veitingastað í borginni Sapporo í norðurhluta Japans. Rúmlega 40 eru særðir, þar af einn alvarlega. BBC greinir frá þessu.

Ástæða sprengingarinnar, sem varð í Toyohira hverfi borgarinnar, er enn óljós. Lögreglan í borginni hefur lokað svæðið af vegna hættu á frekari sprengingum.

Á samfélagsmiðlum má sjá myndir af vettvangi sem sýna brak á víð og dreif um götuna þar sem veitingastaðurinn stendur. Þá kom upp eldur í kjölfar sprengingarinnar en það tók viðbragðsaðila nokkra klukkutíma að ráða niðurlögum hans. 

Fréttin var uppfærð klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×