Ekkert smakk og ekkert vesen Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2018 20:00 Til að losna við millið þá hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. „Mjög sniðugt“ segir húsmóðir á Selfoss sem keypti jólasteikina með þessari nýju aðferð. Það var ys og þys í verslun Jötuns á Selfossi í gær þegar bændur komu þangað með vörur sínar og viðskiptavinir sóttu. Allt var búið að panta fyrir fram og greiða, engir milliliðir og ekkert vesen. Reko kallast fyrirkomulagið sem er sótt til Finnlands en hugmyndafræði REKO gengur út á að gefa neytendum og bændum tækifæri til að stunda milliliðalaust viðskipti og nýta sér Facebook til þess að kynna vörur sínar og stofna til viðskipta. Stofnaðir hafa verið fjölmargir REKO hópar á Facebook um allt land. „Ég er með brodd og heimagerðan brjóstsykur núna, það verður kannski eitthvað meira næst“, segir Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Sandra þakkar hér Björgvini Þór Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal kærlega fyrir viðskiptin enda kom hann með jólasteikina handa henni í poka beint af svínabúinu.„Þetta byggir á milliliðaviðskiptum á milli smáframleiðenda og neytenda. Það er verið að reyna að stytta línuna eins og hægt er og gefa litlum framleiðendum sem hafa ekki bolmagn að afhenda vörur reglulega möguleika á að selja sína vöru beint til neytenda og þá fyrir neytandann um leið og vita nákvæmlega hvaða vörur hann er að fá í hendurnar. Það eru engir milliliðir, engin kostnaður og hvergi auglýst nema bara á Fabebook“, segir Finnbogi Magnússon stjórnarmaður í Reko á Suðurlandi. Bændur voru meðal annars að koma með svínakjöt, nautakjöt og kjúkling í fyrstu afhendingunni og jólaís frá Efsta Dal. „Mér finnst þetta alveg frábært fyrir fólk að geta fengið vörur beint frá bónda, þetta er mjög sniðugt, fólk getur pantað á Facebook og svo bara einn afhendingardagur sem tekur klukkutíma, fólk er búið að panta og borga, þetta er ekkert smakk og ekkert vesen, það er bara verið að afhenda vöruna“, segir Sölvi Arnarsson ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal í Bláskógabyggð. Sandra D. Gunnarsdóttir, húsmóðir á Selfossi mætti á staðinn til að sækja jólasteikina sína sem kemur frá svínabúinu í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Mér finnst þetta bara mjög sniðugt að geta á svona einfaldan hátt verslað beint við bónda og fengið þetta hérna á svæðið til mín. Það eru engir milliliðir, bara bein viðskipti. Nú fer jólasteikin beint í undirbúning“, segir Sandra, alsæl með nýja Reko fyrirkomulagið. Næsta Reko afhending á Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar 2019. Bláskógabyggð Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Til að losna við millið þá hafa bændur með heimavinnslu stofnað með sér hóp þar sem þeir hitta viðskiptavini á fyrir fram ákveðnum stað og tíma og afhenda þeim vöruna. „Mjög sniðugt“ segir húsmóðir á Selfoss sem keypti jólasteikina með þessari nýju aðferð. Það var ys og þys í verslun Jötuns á Selfossi í gær þegar bændur komu þangað með vörur sínar og viðskiptavinir sóttu. Allt var búið að panta fyrir fram og greiða, engir milliliðir og ekkert vesen. Reko kallast fyrirkomulagið sem er sótt til Finnlands en hugmyndafræði REKO gengur út á að gefa neytendum og bændum tækifæri til að stunda milliliðalaust viðskipti og nýta sér Facebook til þess að kynna vörur sínar og stofna til viðskipta. Stofnaðir hafa verið fjölmargir REKO hópar á Facebook um allt land. „Ég er með brodd og heimagerðan brjóstsykur núna, það verður kannski eitthvað meira næst“, segir Esther Guðjónsdóttir bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi. Sandra þakkar hér Björgvini Þór Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal kærlega fyrir viðskiptin enda kom hann með jólasteikina handa henni í poka beint af svínabúinu.„Þetta byggir á milliliðaviðskiptum á milli smáframleiðenda og neytenda. Það er verið að reyna að stytta línuna eins og hægt er og gefa litlum framleiðendum sem hafa ekki bolmagn að afhenda vörur reglulega möguleika á að selja sína vöru beint til neytenda og þá fyrir neytandann um leið og vita nákvæmlega hvaða vörur hann er að fá í hendurnar. Það eru engir milliliðir, engin kostnaður og hvergi auglýst nema bara á Fabebook“, segir Finnbogi Magnússon stjórnarmaður í Reko á Suðurlandi. Bændur voru meðal annars að koma með svínakjöt, nautakjöt og kjúkling í fyrstu afhendingunni og jólaís frá Efsta Dal. „Mér finnst þetta alveg frábært fyrir fólk að geta fengið vörur beint frá bónda, þetta er mjög sniðugt, fólk getur pantað á Facebook og svo bara einn afhendingardagur sem tekur klukkutíma, fólk er búið að panta og borga, þetta er ekkert smakk og ekkert vesen, það er bara verið að afhenda vöruna“, segir Sölvi Arnarsson ferðaþjónustubóndi í Efsta Dal í Bláskógabyggð. Sandra D. Gunnarsdóttir, húsmóðir á Selfossi mætti á staðinn til að sækja jólasteikina sína sem kemur frá svínabúinu í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Mér finnst þetta bara mjög sniðugt að geta á svona einfaldan hátt verslað beint við bónda og fengið þetta hérna á svæðið til mín. Það eru engir milliliðir, bara bein viðskipti. Nú fer jólasteikin beint í undirbúning“, segir Sandra, alsæl með nýja Reko fyrirkomulagið. Næsta Reko afhending á Suðurlandi verður laugardaginn 19. janúar 2019.
Bláskógabyggð Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira