Guðrún Brá hefur leik í Marrakesh Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. desember 2018 12:00 Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni hefur leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó á sunnudaginn. Leiknir verða fimm hringir á Amelkis-golfvellinum í úthverfi Marrakesh og eru alls 115 kylfingar skráðir til leiks. Niðurskurður verður eftir fjórða hring þar sem sextíu efstu kylfingarnir berjast um eitt af efstu 25 sætunum sem veitir fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Með Guðrúnu í ráshóp á sunnudaginn eru þær Lauren Horsford frá Englandi og hin finnska Niina Liias og verða þær ræstar út klukkan 9.40 um morguninn að staðartíma. Guðrún Brá sem varð Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn fyrr á þessu ári er að reyna í annað sinn að komast inn á Evrópumótaröðina, sterkustu mótaröð Evrópu. Hún lenti í 53. sæti á sama tíma fyrir ári og var sex höggum frá því að öðlast þátttökurétt. Þess í stað keppti hún á LETA-mótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu á þessu ári, hennar fyrsta sem atvinnukylfingur. Bestum árangri náði hún undir lok tímabilsins þegar hún deildi 17. sæti í Barcelona eftir að hafa verið meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn. Takist henni að komast inn á Evrópumótaröðina verða tveir íslenskir kylfingar á mótaröðinni á næsta ári. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leikið á mótaröðinni undanfarin tvö ár með góðum árangri. Þá verður hún fjórði íslenski kylfingurinn sem kemst á þessa sterkustu mótaröð Evrópu ef henni tekst að enda meðal 25 efstu kylfinga á mótinu. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sem varð á sínum tíma fjórum sinnum Íslandsmeistari í höggleik kvenna varð sú fyrsta til að komast inn á mótaröðina og lék í tvö ár. Þá hefur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tekið þátt í mótum á Evrópumótaröðinni með reglulegu millibili undanfarin ár. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni hefur leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó á sunnudaginn. Leiknir verða fimm hringir á Amelkis-golfvellinum í úthverfi Marrakesh og eru alls 115 kylfingar skráðir til leiks. Niðurskurður verður eftir fjórða hring þar sem sextíu efstu kylfingarnir berjast um eitt af efstu 25 sætunum sem veitir fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Með Guðrúnu í ráshóp á sunnudaginn eru þær Lauren Horsford frá Englandi og hin finnska Niina Liias og verða þær ræstar út klukkan 9.40 um morguninn að staðartíma. Guðrún Brá sem varð Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn fyrr á þessu ári er að reyna í annað sinn að komast inn á Evrópumótaröðina, sterkustu mótaröð Evrópu. Hún lenti í 53. sæti á sama tíma fyrir ári og var sex höggum frá því að öðlast þátttökurétt. Þess í stað keppti hún á LETA-mótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu á þessu ári, hennar fyrsta sem atvinnukylfingur. Bestum árangri náði hún undir lok tímabilsins þegar hún deildi 17. sæti í Barcelona eftir að hafa verið meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn. Takist henni að komast inn á Evrópumótaröðina verða tveir íslenskir kylfingar á mótaröðinni á næsta ári. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leikið á mótaröðinni undanfarin tvö ár með góðum árangri. Þá verður hún fjórði íslenski kylfingurinn sem kemst á þessa sterkustu mótaröð Evrópu ef henni tekst að enda meðal 25 efstu kylfinga á mótinu. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sem varð á sínum tíma fjórum sinnum Íslandsmeistari í höggleik kvenna varð sú fyrsta til að komast inn á mótaröðina og lék í tvö ár. Þá hefur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tekið þátt í mótum á Evrópumótaröðinni með reglulegu millibili undanfarin ár.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira