Veittu vistheimilanefnd ekki viðtal vegna ótta við refsingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. desember 2018 07:30 Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár, kom að kynningu skýrslunnar í gær. Fréttablaðið/GVA Margir fyrrverandi nemenda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upplifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nemendum hlýtt til Björgvins Magnússonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur milljörðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrnleysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatnslandi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnununum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kannaði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Margir fyrrverandi nemenda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upplifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nemendum hlýtt til Björgvins Magnússonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur milljörðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrnleysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatnslandi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnununum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kannaði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11
Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00