Fjölmörg mál afgreidd á lokametrunum á Alþingi fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2018 20:00 Þær stöllur úr Vinstri grænum, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, áttu góða stund á þinginu í vikunni sem ljósmyndari Vísis fangaði. vísir/vilhelm Fjáraukalög, fjármál stjórnmálasamtaka og stuðningur við við útgáfu bóka á íslensku voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag, síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi. Þá voru ræddar ýmsar breytingar á lögum vegna afnáms laga um uppreist æru. Eitt af hefðbundnum lokaverkum Alþingis hverju sinni er veiting ríkisborgararéttar en að þessu sinni veitir Alþingi tuttugu og sex einstaklingum víðs vegar að úr heiminum ríkisborgararétt. Þá samþykkti Alþingi tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda. „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nauðsyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín Að svo mæltu tóku þingmenn að afgreiða þau mál sem ljúka þarf fyrir jólaleyfi eins og fjáraukalög. En þar á að afgreiða fjárútlát sem voru tímabundin, ófyrirséð og óhjákvæmileg á þessu ári. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn í stjórnarandstöðunni vildu meina að þar væru útgjaldaliðir sem ættu heima annars staðar. „Og hefði átt að gera ráð fyrir í áætlunum og í fjárlögum fyrir árið 2018. En svo vantar hér inn atriði sem sannarlega eru ófyrirséð og óhjákvæmileg,“ sagði Oddný. Þá var frumvarp allra formanna flokka á Alþingi um skýrari ákvæði um fjármál stjórnmálasamtaka afgreitt á þinginu. Forsætisráðherra sagði m.a. nýmæli að nöfn allra lögaðila sem styrktu stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til mikilvægar breytingar í átt til aukins gagnsæis þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokkanna. Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata telur frumvarpið einnig til mikilla bóta. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka,“ sagði Helgi Hrafn. Þá náði frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um endurgreiðslu ríkisins á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku fram að ganga. Margir þingmenn tóku undir með ráðherra að þetta væri mikilvægt skref til stuðnings íslenskunni. „Þetta er algerlega nýmæli sem við erum að fara í hér. Ég er sannfærð um að þetta markar þáttaskil. En þessi aðgerð er liður í heilstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34 Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fjáraukalög, fjármál stjórnmálasamtaka og stuðningur við við útgáfu bóka á íslensku voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag, síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi. Þá voru ræddar ýmsar breytingar á lögum vegna afnáms laga um uppreist æru. Eitt af hefðbundnum lokaverkum Alþingis hverju sinni er veiting ríkisborgararéttar en að þessu sinni veitir Alþingi tuttugu og sex einstaklingum víðs vegar að úr heiminum ríkisborgararétt. Þá samþykkti Alþingi tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun þingfunda. „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nauðsyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín Að svo mæltu tóku þingmenn að afgreiða þau mál sem ljúka þarf fyrir jólaleyfi eins og fjáraukalög. En þar á að afgreiða fjárútlát sem voru tímabundin, ófyrirséð og óhjákvæmileg á þessu ári. En Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn í stjórnarandstöðunni vildu meina að þar væru útgjaldaliðir sem ættu heima annars staðar. „Og hefði átt að gera ráð fyrir í áætlunum og í fjárlögum fyrir árið 2018. En svo vantar hér inn atriði sem sannarlega eru ófyrirséð og óhjákvæmileg,“ sagði Oddný. Þá var frumvarp allra formanna flokka á Alþingi um skýrari ákvæði um fjármál stjórnmálasamtaka afgreitt á þinginu. Forsætisráðherra sagði m.a. nýmæli að nöfn allra lögaðila sem styrktu stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber. „Í þessu frumvarpi eru lagðar til mikilvægar breytingar í átt til aukins gagnsæis þegar kemur að fjármálum stjórnmálaflokkanna. Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli.“ Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata telur frumvarpið einnig til mikilla bóta. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka,“ sagði Helgi Hrafn. Þá náði frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um endurgreiðslu ríkisins á 25 prósentum af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku fram að ganga. Margir þingmenn tóku undir með ráðherra að þetta væri mikilvægt skref til stuðnings íslenskunni. „Þetta er algerlega nýmæli sem við erum að fara í hér. Ég er sannfærð um að þetta markar þáttaskil. En þessi aðgerð er liður í heilstæðri nálgun til þess að snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34 Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Alþingismenn komnir í jólafrí Bókafrumvarp og veiting ríkisborgararéttar til 26 karla og kvenna á aldrinum 12-82 ára var á meðal þess sem þingmenn afgreiddu á síðasta degi haustþings Alþingis í dag 14. desember 2018 16:34
Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Allt stefnir í að Audrius Sakalauskas verði orðinn íslenskur ríkisborgari áður en dagurinn er úti. 14. desember 2018 16:09
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53