400 milljóna króna stuðningur við bækur á íslensku festur í lög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 16:22 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Svo segir í tilkynningu frá mennta- og menningamálaráðuneytinu en frumvarpið var meðal þeirra sem samþykkt voru á síðasta degi haustþings í dag. Samþykktar breytingartillögur allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarpið voru meðal annars þær að skýrara er kveðið á um að undir hugtakið „bók“ falli einnig hljóðupptökur á lestri slíkra verka og rafræn útgáfa, og að umsækjendum beri að leggja fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa með umsóknum sínum. Einnig að í reglugerð með frumvarpinu verði mögulegt að ákveða lægri viðmiðunarfjárhæð endurgreiðsluhæfs kostnaðar fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka. Lögin taka gildi frá og með 1. janúar nk. en skilyrði fyrir endurgreiðslu á hluta útgáfukostnaðar eru m.a. að útgefin bók sé á íslensku, umsækjandi sé ekki í vanskilum við opinbera aðila og færi sundurliðað bókhald yfir þann kostnað sem liggur til grundvallar beiðni um endurgreiðslu. Til endurgreiðsluhæfs kostnaðar telst m.a. beinn launakostnaður og verktakagreiðslur, þóknun til höfunda, prentkostnaður og prófarkalestur. Ráðgert er að framlag vegna endurgreiðslna muni nema um 400 milljónum kr. frá og með næsta ári. „Það gleður mig mjög að samstaða var um þessa tímamótaaðgerð. Við viljum efla útgáfu á íslensku vegna menningarlegs mikilvægis bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar og þetta skref er hið fyrsta í heildstæðum aðgerðum okkar til stuðnings íslenskunni. Ég telst þess fullviss að þessi aðgerð okkar muni marka þáttaskil fyrir íslenskar bækur og hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöfunda og alla þá er koma að útgáfu hér á landi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Guðmundur Andri Thorsson, fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar gat þess í sinni ræðu við aðra atkvæðagreiðslu frumvarpsins að stuðningur við bókmenntir væri vegna gildis þeirra í sjálfum sér. „Við styrkjum bókmenntir vegna þess að í þeim sjáum við okkur sjálf, við sjáum íslenskt mannlíf í allri sinni fjölbreytni ... Við styrkjum bókmenntir vegna þess að af einni lítilli bók getur vaxið svo margt annað sem er gott og jákvætt.“ Lögin munu koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023 en ráðherra mun gera úttekt á árangri stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrir lok árs 2022. Alþingi Bókmenntir Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00 Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Svo segir í tilkynningu frá mennta- og menningamálaráðuneytinu en frumvarpið var meðal þeirra sem samþykkt voru á síðasta degi haustþings í dag. Samþykktar breytingartillögur allsherjar- og menntamálanefndar við frumvarpið voru meðal annars þær að skýrara er kveðið á um að undir hugtakið „bók“ falli einnig hljóðupptökur á lestri slíkra verka og rafræn útgáfa, og að umsækjendum beri að leggja fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa með umsóknum sínum. Einnig að í reglugerð með frumvarpinu verði mögulegt að ákveða lægri viðmiðunarfjárhæð endurgreiðsluhæfs kostnaðar fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka. Lögin taka gildi frá og með 1. janúar nk. en skilyrði fyrir endurgreiðslu á hluta útgáfukostnaðar eru m.a. að útgefin bók sé á íslensku, umsækjandi sé ekki í vanskilum við opinbera aðila og færi sundurliðað bókhald yfir þann kostnað sem liggur til grundvallar beiðni um endurgreiðslu. Til endurgreiðsluhæfs kostnaðar telst m.a. beinn launakostnaður og verktakagreiðslur, þóknun til höfunda, prentkostnaður og prófarkalestur. Ráðgert er að framlag vegna endurgreiðslna muni nema um 400 milljónum kr. frá og með næsta ári. „Það gleður mig mjög að samstaða var um þessa tímamótaaðgerð. Við viljum efla útgáfu á íslensku vegna menningarlegs mikilvægis bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar og þetta skref er hið fyrsta í heildstæðum aðgerðum okkar til stuðnings íslenskunni. Ég telst þess fullviss að þessi aðgerð okkar muni marka þáttaskil fyrir íslenskar bækur og hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöfunda og alla þá er koma að útgáfu hér á landi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Guðmundur Andri Thorsson, fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar gat þess í sinni ræðu við aðra atkvæðagreiðslu frumvarpsins að stuðningur við bókmenntir væri vegna gildis þeirra í sjálfum sér. „Við styrkjum bókmenntir vegna þess að í þeim sjáum við okkur sjálf, við sjáum íslenskt mannlíf í allri sinni fjölbreytni ... Við styrkjum bókmenntir vegna þess að af einni lítilli bók getur vaxið svo margt annað sem er gott og jákvætt.“ Lögin munu koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023 en ráðherra mun gera úttekt á árangri stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrir lok árs 2022.
Alþingi Bókmenntir Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00 Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Markmið laga um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er að auka lestur ungs fólks, bæta læsi og styðja við útgáfu bóka á íslensku. 9. október 2018 07:00
Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir að bókaútgefendur munu verða styrktir um fjórðung af kostnaði við útgáfu bóka á íslensku. 11. september 2018 15:00