Hraðasektirnar standa ekki lengur í vegi Audriusar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 16:09 Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari. Skjáskot úr frétt Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari en tillaga allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis var samþykkt rétt í þessu. Audrius, sem er 23 ára og hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri, er með sveinspróf í rafvirkjun og er í meistaranámi í faginu. Hann fékk synjun á umsókn sinni um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun í sumar af þeim sökum að hann var með dóma á bakinu vegna umferðarlagabrota.Fjallað var um stöðu Audriusar í fréttum Stöðvar 2 í sumar þar sem hann taldi hraðasektir sem hann fékk á táningsaldri ástæðuna fyrir synjun ríkisborgararéttar.Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði að endurtekin brot hefðu áhrif á umsókn og eðli brota hefðu þar engin áhrif. Öll brot féllu undir sama hatt. Audrius segist hafa fengið sektirnar þegar hann var 17 til 19 ára, hans fyrstu ár með bílpróf. Hann hafi verið ungur og vitlaus. „Ég held að flestar sektir hjá mörgum séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ sagði Audrius í fréttum Stöðar 2 í ágúst. Hann ætti að geta tekið gleði sína í kvöld eða fljótlega. Audrius er á meðal þeirra 26 sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. 220 umsóknir bárust á haustþingi. Síðasti þingfundur á haustþingi stendur yfir en síðasta mál á dagskrá er veiting ríkisborgararéttar. Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi. Alþingi Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Audrius Sakalauskas er orðinn íslenskur ríkisborgari en tillaga allsherjar- og menntamálanefndar þess efnis var samþykkt rétt í þessu. Audrius, sem er 23 ára og hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri, er með sveinspróf í rafvirkjun og er í meistaranámi í faginu. Hann fékk synjun á umsókn sinni um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun í sumar af þeim sökum að hann var með dóma á bakinu vegna umferðarlagabrota.Fjallað var um stöðu Audriusar í fréttum Stöðvar 2 í sumar þar sem hann taldi hraðasektir sem hann fékk á táningsaldri ástæðuna fyrir synjun ríkisborgararéttar.Á heimasíðu Útlendingastofnunar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði að endurtekin brot hefðu áhrif á umsókn og eðli brota hefðu þar engin áhrif. Öll brot féllu undir sama hatt. Audrius segist hafa fengið sektirnar þegar hann var 17 til 19 ára, hans fyrstu ár með bílpróf. Hann hafi verið ungur og vitlaus. „Ég held að flestar sektir hjá mörgum séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ sagði Audrius í fréttum Stöðar 2 í ágúst. Hann ætti að geta tekið gleði sína í kvöld eða fljótlega. Audrius er á meðal þeirra 26 sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. 220 umsóknir bárust á haustþingi. Síðasti þingfundur á haustþingi stendur yfir en síðasta mál á dagskrá er veiting ríkisborgararéttar. Fólkið er á aldrinum 12 til 82 ára og frá sextán löndum. Fjórir eru frá Sýrlandi, þrír frá Afganistan og tveir frá Víetnam, Póllandi, Þýskalandi, Eþíópíu og Tékklandi.
Alþingi Tengdar fréttir Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta 27. ágúst 2018 19:30 Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Þessi 26 fá ríkisborgararétt Alls bárust nefndinni 220 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. 14. desember 2018 06:53