Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 101-94 │Valur lagði toppliðið Guðlaugur Valgeirsson skrifar 14. desember 2018 20:45 Helena Sverrisdóttir reynir að brjótast í gegnum vörn Keflavíkur í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Valur tók á móti Keflavík í Origo-höllinni í Domino’s deild kvenna í kvöld. Leikurinn var lokaleikurinn í 12.umferðinni. Eftir tiltölulega rólegar upphafsmínútur tóku Valskonur öll völd á vellinum og unnu sanngjarnan sigur, 101-94. Það var Keflavík sem skoraði fyrstu stigin en þær komust í 4-0 áður en Valur komst á blað. En í stöðunni 14-13 skildu leiðir, Valur komst í 19-14 og tóku síðan 13-0 kafla í lok fyrsta leikhluta. Staðan að honum loknum, 32-14. Keflavík skoraði aftur fyrstu stigin en það var minnsti munurinn á liðunum í 2.leikhluta, Valur tók öll völd á vellinum eftir það og stakk hreinlega af, þær spiluðu frábæra vörn og mjög skynsaman og agaðan sóknarleik og hittu gríðarlega vel. Staðan í hálfleik 67-34! Skotnýting Vals var 68% í fyrri hálfleik sem er eitthvað sem ekki sést oft. Það var nokkuð ljóst að það þyrfti mikið að gerast til að Valur myndi ekki vinna þennan leik og í byrjun seinni hálfleiks var lítið sem benti til þess að Keflavík myndi koma til baka. Keflavík náði aðeins að klóra í bakkann í 3.leikhluta en samt sem áður var forysta Vals 28 stig að honum loknum, 83-55. Keflavík tók þó smá áhlaup í byrjun 4.leikhluta en Brittanny Dinkins fór á kostum á þeim tíma og setti 7 snögg stig. Þá tók Darri Freyr Atlason þjálfari Vals leikhlé og reyndi að stoppa þetta áhlaup. Það gekk eftir og Valsliðið herti tökin og leiddi 100-79 þegar rétt um 4 mínútur voru eftir. En þá kom annað áhlaup frá Keflavík. Þær tóku öll völd á vellinum og Valur lenti í vandræðum að skora. Keflavík minnkaði muninn niður í 7 stig og Brittanny Dinkins átti möguleika að minnka þetta enn meira en þriggja stig hennar geigaði þegar rétt um 20 sekúndur voru eftir. Valskonur héldu haus í lokin og unnu að lokum mjög góðan sigur, 101-94. Fyrsta tap Keflavíkur síðan í 2.umferð staðreynd en þær voru búnar að vinna 9 leiki í röð.Af hverju vann Valur?Helsta skýringin er líklega þessi fyrri hálfleikur hjá þeim. Þær spiluðu frábærlega frá 4.mínútu og fram að hálfleik. Þann kafla unnu þær með 35 stigum og þær leiddu í hálfleik með 33 stigum þökk sé 68% skotnýtingu. Í seinni hálfleik snerist þetta bara um að halda forystunni og passa að Keflavíkurliðið myndi ekki minnka muninn of mikið og með þeirri reynslu sem Valsliðið býr yfir þá náðu þær því.Hverjar stóðu upp úr?Í liði Vals var Heather Butler stigahæst með 21 stig og hún bætti einnig við 7 stoðsendingum og 5 fráköstum. Helena Sverrisdóttir var einnig öflug eins og svo oft áður en hún skilaði 19 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum. Ásta Júlía Grímsdóttir bætti síðan við flottri tvennu, 14 stig og 10 fráköst. Í liði Keflavíkur var það Brittanny Dinkins sem skaraði fram úr en hún skoraði 32 stig og bætti við það 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Birna Valgerður Benónýsdóttir skilaði 18 stigum af bekknum.Hvað gekk illa?Varnarleikur Keflavíkur var alls ekki nógu góður en Valur var að fá alltof mikið af opnum skotum sem útskýrir aðeins þessa mögnuðu hittni Vals.Hvað gerist næst?Valskonur fara í Garðabæinn og mæta þar liði Stjörnunnar næstkomandi miðvikudag í síðasta leik fyrir jólafrí. Keflavík tekur á móti Breiðablik á heimavelli sínum og freista þess að komast aftur á sigurbraut. Jón: Mættum skíthrædd til leiksJón Guðmundsson fer yfir málin með leikmönnum sínum.Vísir/BáraJón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var langt frá því að vera sáttur með sitt lið eftir tap gegn Val í kvöld. „Alltaf erfitt að tapa. Við bara mættum ekki til leiks og því fór sem fór” Varðandi bættan leik í seinni hálfleik sagði hann liðið hafa ekki haft neinu að tapa. „Þú hefur engu að tapa þegar þú ert meira en 30 stigum undir í hálfleik, við reyndum bara að bæta okkar leik. Við vorum kannski ekki að einblína á það að reyna vinna leikinn en við ætluðum að bæta okkar leik og ég held að það hafi tekist.” Hann sagði byrjun liðsins ekki hafa verið vegna einbeitingarleysis heldur hafi þær einfaldlega verið skíthræddar. „Ég held að við höfum bara mætt skíthræddar til leiks. Það eru allir að tala um hversu gott Valsliðið er og þær eru góðar, þess vegna mættum við hræddar til leiks. En við sáum í seinni hálfleik að við getum spilað á móti þessu liði,” sagði Jón að lokum. Darri Freyr: Auðvitað stressaður undir lokinDarri Freyr á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/BáraDarri Freyr Atlason þjálfari Vals var mjög ánægður með sigur liðsins á Keflavík í kvöld en Valsstúlkur byrjuðu leikinn frábærlega. „Mjög ánægður með þennan sigur en kannski skrítið að segja að við höfum komið þeim á óvart. Við slógum þetta lið út í undanúrslitunum í fyrra en við mættum vel stilltar og stóðum okkur augljóslega vel í fyrri hálfleik.” „Síðan var þetta leikur tveggja hálfleika eins og fyrsti leikurinn á móti þeim. Tvö góð lið og við náðum í sigurinn í dag.” Hann var stressaður undir lokin en Keflavík minnkaði muninn í 4 stig og hefði getað minnkað þetta meira niður. „Já auðvitað var ég stressaður, Brittanny var í fáranlegum gír en mjög vel gert að ná að kreista þetta út í lokin. Það er ekki hægt að vera annað en ánægður með að vinna Keflavík.” Hann sagði svo sem eðlilegt að liðið skyldi detta aðeins niður í seinni hálfleik. „Það gerist oft, þetta var samt alveg fullkominn leikur. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en fengum svo fullt af hlutum sem við getum gert miklu betur í seinni hálfleik. Við munum skoða þetta og læra hvernig hálfleikarnir voru mismunandi hjá okkur.” Hann sagði liðið hafa unnið fyrir þessum skotum sem skilaði liðinu forystunni í hálfleik. „68 prósent er bara frábært. En mér fannst við vera að vinna fyrir þessum skotum. Við erum búnar að vera eyða um 90 prósent af æfingum okkar síðan eftir leikinn gegn KR að vinna betur með þessum nýju leikmönnum eins og Helenu sem er mikið með boltann og er að taka ákvarðanir fyrirfram.” „Frábærar ein á ein og við þurfum að finna leiðir til að vinna í kringum þær og með þeim. Þær hjálpa okkur að gera hinar að betri leikmönnum. Stigaskorið í dag er virkilega jafnt og dreifist vel.” Hann sagði þennan sigur ekkert endilega vera nein yfirlýsing varðandi framhaldið. „Ég veit það ekki, við ætlum bara að fara í úrslitakeppnina eins og hin liðin. Ég ber virðingu fyrir öllum liðunum í þessari deild og það geta allir unnið alla. Ég held að aðrir beri sæmilega virðingu fyrir okkur líka þó svo við höfum ekki sýnt að við ættum það skilið í byrjun móts,” sagði Darri að lokum. Helena: Komnar ótrúlega langtBrittanny Dinkins og Heather Butler á fullri ferð í leiknum.Vísir/BáraHelena Sverrisdóttir leikmaður Vals var skiljanlega ánægð með frábæran sigur liðsins á Keflavík í kvöld. „Ótrúlega ánægð með þennan sigur, við vorum mjög flottar í fyrri hálfleik en að mínu mati fór seinni hálfleikurinn í smá vitleysu. Leikmenn beggja liða orðnir pirraðir, þjálfararnir pirraðir og dómararnir líka.” „Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að enda þetta en frábært að enda þessa 9 leikja sigurgöngu Keflavíkur.” Hún sagði þetta hafa verið eðlileg þróun á leiknum í seinni hálfleik þegar liðið datt niður og Keflvík fór að minnka muninn. „Keflavík fór að hitta nokkrum þristum ofan í og við vorum að ströggla og láta þær pirra okkur hvað þær voru að spila fast. Línan hjá dómurunum var að skoppa svolítið en við megum ekki láta það hafa áhrif á okkur. Það er lítið búið af tímabilinu og við lærum af þessu.” Hún segir liðið vera enn að spila sig saman en segir þó að liðið sé komið lengra en hún átti von á. „Við erum að spila okkur saman og mér finnst við komnar ótrúlega langt á mjög stuttum tíma. Ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu,” sagði Helena að lokum. Dominos-deild kvenna
Valur tók á móti Keflavík í Origo-höllinni í Domino’s deild kvenna í kvöld. Leikurinn var lokaleikurinn í 12.umferðinni. Eftir tiltölulega rólegar upphafsmínútur tóku Valskonur öll völd á vellinum og unnu sanngjarnan sigur, 101-94. Það var Keflavík sem skoraði fyrstu stigin en þær komust í 4-0 áður en Valur komst á blað. En í stöðunni 14-13 skildu leiðir, Valur komst í 19-14 og tóku síðan 13-0 kafla í lok fyrsta leikhluta. Staðan að honum loknum, 32-14. Keflavík skoraði aftur fyrstu stigin en það var minnsti munurinn á liðunum í 2.leikhluta, Valur tók öll völd á vellinum eftir það og stakk hreinlega af, þær spiluðu frábæra vörn og mjög skynsaman og agaðan sóknarleik og hittu gríðarlega vel. Staðan í hálfleik 67-34! Skotnýting Vals var 68% í fyrri hálfleik sem er eitthvað sem ekki sést oft. Það var nokkuð ljóst að það þyrfti mikið að gerast til að Valur myndi ekki vinna þennan leik og í byrjun seinni hálfleiks var lítið sem benti til þess að Keflavík myndi koma til baka. Keflavík náði aðeins að klóra í bakkann í 3.leikhluta en samt sem áður var forysta Vals 28 stig að honum loknum, 83-55. Keflavík tók þó smá áhlaup í byrjun 4.leikhluta en Brittanny Dinkins fór á kostum á þeim tíma og setti 7 snögg stig. Þá tók Darri Freyr Atlason þjálfari Vals leikhlé og reyndi að stoppa þetta áhlaup. Það gekk eftir og Valsliðið herti tökin og leiddi 100-79 þegar rétt um 4 mínútur voru eftir. En þá kom annað áhlaup frá Keflavík. Þær tóku öll völd á vellinum og Valur lenti í vandræðum að skora. Keflavík minnkaði muninn niður í 7 stig og Brittanny Dinkins átti möguleika að minnka þetta enn meira en þriggja stig hennar geigaði þegar rétt um 20 sekúndur voru eftir. Valskonur héldu haus í lokin og unnu að lokum mjög góðan sigur, 101-94. Fyrsta tap Keflavíkur síðan í 2.umferð staðreynd en þær voru búnar að vinna 9 leiki í röð.Af hverju vann Valur?Helsta skýringin er líklega þessi fyrri hálfleikur hjá þeim. Þær spiluðu frábærlega frá 4.mínútu og fram að hálfleik. Þann kafla unnu þær með 35 stigum og þær leiddu í hálfleik með 33 stigum þökk sé 68% skotnýtingu. Í seinni hálfleik snerist þetta bara um að halda forystunni og passa að Keflavíkurliðið myndi ekki minnka muninn of mikið og með þeirri reynslu sem Valsliðið býr yfir þá náðu þær því.Hverjar stóðu upp úr?Í liði Vals var Heather Butler stigahæst með 21 stig og hún bætti einnig við 7 stoðsendingum og 5 fráköstum. Helena Sverrisdóttir var einnig öflug eins og svo oft áður en hún skilaði 19 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum. Ásta Júlía Grímsdóttir bætti síðan við flottri tvennu, 14 stig og 10 fráköst. Í liði Keflavíkur var það Brittanny Dinkins sem skaraði fram úr en hún skoraði 32 stig og bætti við það 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Birna Valgerður Benónýsdóttir skilaði 18 stigum af bekknum.Hvað gekk illa?Varnarleikur Keflavíkur var alls ekki nógu góður en Valur var að fá alltof mikið af opnum skotum sem útskýrir aðeins þessa mögnuðu hittni Vals.Hvað gerist næst?Valskonur fara í Garðabæinn og mæta þar liði Stjörnunnar næstkomandi miðvikudag í síðasta leik fyrir jólafrí. Keflavík tekur á móti Breiðablik á heimavelli sínum og freista þess að komast aftur á sigurbraut. Jón: Mættum skíthrædd til leiksJón Guðmundsson fer yfir málin með leikmönnum sínum.Vísir/BáraJón Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var langt frá því að vera sáttur með sitt lið eftir tap gegn Val í kvöld. „Alltaf erfitt að tapa. Við bara mættum ekki til leiks og því fór sem fór” Varðandi bættan leik í seinni hálfleik sagði hann liðið hafa ekki haft neinu að tapa. „Þú hefur engu að tapa þegar þú ert meira en 30 stigum undir í hálfleik, við reyndum bara að bæta okkar leik. Við vorum kannski ekki að einblína á það að reyna vinna leikinn en við ætluðum að bæta okkar leik og ég held að það hafi tekist.” Hann sagði byrjun liðsins ekki hafa verið vegna einbeitingarleysis heldur hafi þær einfaldlega verið skíthræddar. „Ég held að við höfum bara mætt skíthræddar til leiks. Það eru allir að tala um hversu gott Valsliðið er og þær eru góðar, þess vegna mættum við hræddar til leiks. En við sáum í seinni hálfleik að við getum spilað á móti þessu liði,” sagði Jón að lokum. Darri Freyr: Auðvitað stressaður undir lokinDarri Freyr á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/BáraDarri Freyr Atlason þjálfari Vals var mjög ánægður með sigur liðsins á Keflavík í kvöld en Valsstúlkur byrjuðu leikinn frábærlega. „Mjög ánægður með þennan sigur en kannski skrítið að segja að við höfum komið þeim á óvart. Við slógum þetta lið út í undanúrslitunum í fyrra en við mættum vel stilltar og stóðum okkur augljóslega vel í fyrri hálfleik.” „Síðan var þetta leikur tveggja hálfleika eins og fyrsti leikurinn á móti þeim. Tvö góð lið og við náðum í sigurinn í dag.” Hann var stressaður undir lokin en Keflavík minnkaði muninn í 4 stig og hefði getað minnkað þetta meira niður. „Já auðvitað var ég stressaður, Brittanny var í fáranlegum gír en mjög vel gert að ná að kreista þetta út í lokin. Það er ekki hægt að vera annað en ánægður með að vinna Keflavík.” Hann sagði svo sem eðlilegt að liðið skyldi detta aðeins niður í seinni hálfleik. „Það gerist oft, þetta var samt alveg fullkominn leikur. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en fengum svo fullt af hlutum sem við getum gert miklu betur í seinni hálfleik. Við munum skoða þetta og læra hvernig hálfleikarnir voru mismunandi hjá okkur.” Hann sagði liðið hafa unnið fyrir þessum skotum sem skilaði liðinu forystunni í hálfleik. „68 prósent er bara frábært. En mér fannst við vera að vinna fyrir þessum skotum. Við erum búnar að vera eyða um 90 prósent af æfingum okkar síðan eftir leikinn gegn KR að vinna betur með þessum nýju leikmönnum eins og Helenu sem er mikið með boltann og er að taka ákvarðanir fyrirfram.” „Frábærar ein á ein og við þurfum að finna leiðir til að vinna í kringum þær og með þeim. Þær hjálpa okkur að gera hinar að betri leikmönnum. Stigaskorið í dag er virkilega jafnt og dreifist vel.” Hann sagði þennan sigur ekkert endilega vera nein yfirlýsing varðandi framhaldið. „Ég veit það ekki, við ætlum bara að fara í úrslitakeppnina eins og hin liðin. Ég ber virðingu fyrir öllum liðunum í þessari deild og það geta allir unnið alla. Ég held að aðrir beri sæmilega virðingu fyrir okkur líka þó svo við höfum ekki sýnt að við ættum það skilið í byrjun móts,” sagði Darri að lokum. Helena: Komnar ótrúlega langtBrittanny Dinkins og Heather Butler á fullri ferð í leiknum.Vísir/BáraHelena Sverrisdóttir leikmaður Vals var skiljanlega ánægð með frábæran sigur liðsins á Keflavík í kvöld. „Ótrúlega ánægð með þennan sigur, við vorum mjög flottar í fyrri hálfleik en að mínu mati fór seinni hálfleikurinn í smá vitleysu. Leikmenn beggja liða orðnir pirraðir, þjálfararnir pirraðir og dómararnir líka.” „Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að enda þetta en frábært að enda þessa 9 leikja sigurgöngu Keflavíkur.” Hún sagði þetta hafa verið eðlileg þróun á leiknum í seinni hálfleik þegar liðið datt niður og Keflvík fór að minnka muninn. „Keflavík fór að hitta nokkrum þristum ofan í og við vorum að ströggla og láta þær pirra okkur hvað þær voru að spila fast. Línan hjá dómurunum var að skoppa svolítið en við megum ekki láta það hafa áhrif á okkur. Það er lítið búið af tímabilinu og við lærum af þessu.” Hún segir liðið vera enn að spila sig saman en segir þó að liðið sé komið lengra en hún átti von á. „Við erum að spila okkur saman og mér finnst við komnar ótrúlega langt á mjög stuttum tíma. Ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu,” sagði Helena að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum