Ferðamanni bjargað úr briminu í Reynisfjöru Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2018 22:39 Frá Reynisfjöru í dag. Erlendum ferðamanni var bjargað í Reynisfjöru eftir að hafa lent í ógöngum í flæðarmálinu á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt sjónarvottum náðu öldur alveg upp að klettunum sem eru í Reynisfjöru en maðurinn hafði að sögn viðstaddra gengið niður að flæðarmáli þrátt fyrir viðvaranir viðstaddra. Það leið ekki á löngu þar til alda hafði fellt hann um koll og fór svo að íslenskur leiðsögumaður hljóp út í brimið til að koma honum til bjargar. Sá átti í mestu erfiðleikum við að bjarga manninum en fékk svo hjálp frá öðrum. Var maðurinn sem var hætt kominn örmagna úr þreytu eftir baráttuna í briminu að sögn viðstaddra. Ferðamaður tók meðfylgjandi myndband sem gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þess á Vísi.Klippa: Björgun í Reynisfjöru Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Erlendum ferðamanni var bjargað í Reynisfjöru eftir að hafa lent í ógöngum í flæðarmálinu á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt sjónarvottum náðu öldur alveg upp að klettunum sem eru í Reynisfjöru en maðurinn hafði að sögn viðstaddra gengið niður að flæðarmáli þrátt fyrir viðvaranir viðstaddra. Það leið ekki á löngu þar til alda hafði fellt hann um koll og fór svo að íslenskur leiðsögumaður hljóp út í brimið til að koma honum til bjargar. Sá átti í mestu erfiðleikum við að bjarga manninum en fékk svo hjálp frá öðrum. Var maðurinn sem var hætt kominn örmagna úr þreytu eftir baráttuna í briminu að sögn viðstaddra. Ferðamaður tók meðfylgjandi myndband sem gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þess á Vísi.Klippa: Björgun í Reynisfjöru Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00
Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00