HSÍ fékk hæsta styrkinn úr sögulega digrum Afrekssjóði ÍSÍ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2018 15:22 Handboltinn fékk mest í ár. vísir/daníel Þór ÍSÍ hefur undanfarið birt hverja fréttina á fætur annarri á heimasíðu sinni þar sem styrkveitingar til hvers og eins sérsambands innan þess vébanda hafa verið kynntar en ekki var haldinn einn blaðamannafundur í byrjun árs eins og tíðkast hefur. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambandsins varðandi styrkveitingar fyrir árið 2018 segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá Afrekssjóði á árinu en að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og hefur allt ferli í kringum styrkveitingar, kröfur og eftirfylgni tekið breytingum frá fyrri árum, eins og það er orðað. Sjóðurinn heldur áfram að stækka á hverju ári eins og ríkið lofaði árið 2016 en til stóð að úthlutun yrði 300 milljónir í ár. Alls voru rétt tæpum 349 milljónum úthlutað til sérsambandanna 27. Handknattleikssamband Íslands fékk mest fyrir árið 2018 eða 51,6 milljónir króna en Fimleikasambandið kom þar næst með 37,4 milljónir króna. Það er ríflega 20 milljóna króna hækkun á milli ára og spilar þar EM í hópfimleikum væntanlega stóra rullu. Fimleikasambandið kvartaði sáran yfir tæplega átta milljóna króna úthlutun sinni í janúar á síðasta ári og varð uppi fótur og fit þegar að starfsmenn sambandsins ruku á dyr og vönduðu svo starfsmönnum sjóðsins ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi. Körfuknattleikssambandið var einnig ósátt við sína 18,5 milljóna króna úthlutun í byrjun árs 2017 en það endaði svo í 31,5 milljónum króna eftir viðbótarúthlutun sama vor. KKÍ fékk 37 milljónir króna fyrir árið 2018. Eins og áður er sérsamböndunum skipt niður í þar til greinda flokka og tekur úthlutun þeirra mið af því. Lægsta styrk ársins 2018 fékk Siglingasambandið eða rétt rúma eina milljón króna. Það var eitt átta sérsambanda sem fengu á milli eina til tvær milljónir króna í styrk þetta árið.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2018.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2017.Hér má sjá skýrslu Afrekssjóðs um starfsemi sjóðsins, reglur og áherslur. Aðrar íþróttir Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Benfica | Börsungar í bílstjórasætinu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Liverpool í þremur líklegustu úrslitaleikjunum Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Sjá meira
ÍSÍ hefur undanfarið birt hverja fréttina á fætur annarri á heimasíðu sinni þar sem styrkveitingar til hvers og eins sérsambands innan þess vébanda hafa verið kynntar en ekki var haldinn einn blaðamannafundur í byrjun árs eins og tíðkast hefur. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambandsins varðandi styrkveitingar fyrir árið 2018 segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá Afrekssjóði á árinu en að loknu Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 var samþykkt ný reglugerð fyrir sjóðinn og hefur allt ferli í kringum styrkveitingar, kröfur og eftirfylgni tekið breytingum frá fyrri árum, eins og það er orðað. Sjóðurinn heldur áfram að stækka á hverju ári eins og ríkið lofaði árið 2016 en til stóð að úthlutun yrði 300 milljónir í ár. Alls voru rétt tæpum 349 milljónum úthlutað til sérsambandanna 27. Handknattleikssamband Íslands fékk mest fyrir árið 2018 eða 51,6 milljónir króna en Fimleikasambandið kom þar næst með 37,4 milljónir króna. Það er ríflega 20 milljóna króna hækkun á milli ára og spilar þar EM í hópfimleikum væntanlega stóra rullu. Fimleikasambandið kvartaði sáran yfir tæplega átta milljóna króna úthlutun sinni í janúar á síðasta ári og varð uppi fótur og fit þegar að starfsmenn sambandsins ruku á dyr og vönduðu svo starfsmönnum sjóðsins ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi. Körfuknattleikssambandið var einnig ósátt við sína 18,5 milljóna króna úthlutun í byrjun árs 2017 en það endaði svo í 31,5 milljónum króna eftir viðbótarúthlutun sama vor. KKÍ fékk 37 milljónir króna fyrir árið 2018. Eins og áður er sérsamböndunum skipt niður í þar til greinda flokka og tekur úthlutun þeirra mið af því. Lægsta styrk ársins 2018 fékk Siglingasambandið eða rétt rúma eina milljón króna. Það var eitt átta sérsambanda sem fengu á milli eina til tvær milljónir króna í styrk þetta árið.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2018.Hér má sjá heildarútlutun ársins 2017.Hér má sjá skýrslu Afrekssjóðs um starfsemi sjóðsins, reglur og áherslur.
Aðrar íþróttir Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Benfica | Börsungar í bílstjórasætinu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Liverpool í þremur líklegustu úrslitaleikjunum Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Sjá meira