Gunnar vann samlanda Zaleski, Alex Oliveira, með miklum stæl um helgina þegar að hann hengdi Brassann með uppgjafartaki eftir að blóðga hann hressilega með mögnuðu olnbogaskoti.
Sigurinn færði Gunnar upp í tólfta sæti styrkleikalistans en þar situr Zaleski í fjórtánda sæti en hann er búinn að vinna sex bardaga í röð í UFC eftir að tapa þeim fyrsta árið 2015.

Vill verða meistari
„Það væri mjög spennandi að berjast við Gunnar Nelson. Hann hefur staðið sig vel í UFC og ég vil berjast vil þá bestu. Ég vil verða sá besti. Ég vil verða meistari,“ segir Zaleski í viðtali við MMA Fighting en hann er svekktur að UFC gaf honum ekki bardaga á móti fyrrverandi meistaranum Robbie Lawler síðast.Zaleski vann síðast Luigi Vendramini í september á glæsilegan hátt en hann kláraði mótherja sinn með fljúgandi hnésparki og höggum. Í bardaganum þar á undan kláraði hann Sean Strockland með hringsparki og höggum. Alvöru sjónvarp.
Brassinn býst við því að snúa aftur í búrið í mars en Gunnar Nelson vonast einmitt til að berjast aftur á UFC-bardagakvöldinu í Lundúnum í mars.
„Ég er hér til að berjast. Ef Gunnar er klár munum við slást og fá bónus fyrir bardaga kvöldsins því að ég gef allt mitt í hvern bardaga. Ég vil verða veltivigtarmeistari og mun leggja mikið á mig til að svo verði. Það yrði gaman að gama höndum mínum á Gunnar Nelson,“ segir Elizeu Zaleski dos Santos.