Svefnleysi og þyngdartap í hungurverkfalli fjögurra Katalóna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Karlfangarnir sjö, af níu föngum alls, eru vistaðir í Lledoners-fangelsinu í Katalóníu. Frá vinstri má sjá þá Jordi Sanchez, Oriol Junqueras, Jordi Turull, Joaquim Forn, Jordi Cuixart, Josep Rull og Raul Romeva. Nordicphotos/AFP Katalónsku aðskilnaðarsinnarnir Jordi Sanchez og Jordi Turull eru nú á tólfta degi hungurverkfalls og þeir Joaquim Forn og Josep Rull á sínum níunda. Saman eru þeir vistaðir í Lledoners-fangelsinu vegna meints uppreisnaráróðurs og uppreisnar gegn spænska ríkinu í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu síðasta árs. Þeir efndu til hungurverkfallsins til að mótmæla því hversu lengi spænsk stjórnvöld hafa frestað því að rétta yfir þeim og til að mótmæla ákærunum sjálfum. Auk þeirra eru fimm önnur í haldi. Pilar Calvo, upplýsingafulltrúi fjórmenninganna, hefur greint frá því að þeir ætli að halda hungurverkfallinu til streitu og séu hvergi nærri því að gefast upp. Samanlagt hafi þeir lést um 20 kíló og stríði nú við svefnleysi. Þá blés Calvo á frásagnir af því að fjórmenningarnir væru að svindla, sagði þá bara drekka vatn með steinefnum en hafa vissulega þurft að taka lyf. Quim Torra, forseti héraðsins, lauk í gær tveggja sólarhringa föstu sem hann efndi til, til þess að sýna föngunum samhug. Fleiri katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa tekið svipaða ákvörun. Fram að jólum munu til dæmis tíu fasta í einu í Dipòsit d’Aigües del Rei Martí í miðborg Barcelona. Hver hópur mun fasta í allt að sjö daga. Greint var frá því í gær að ríkissaksóknari Spánar í Katalóníu rannsakaði nú hvort katalónska lögreglan hefði sýnt vanrækslu með því að koma ekki í veg fyrir mótmæli gegn spænskum stjórnvöldum um helgina. Stjórnvöld í Madríd hafa varað Katalóna við því að spænska lögreglan gæti verið send á svæðið vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Katalónsku aðskilnaðarsinnarnir Jordi Sanchez og Jordi Turull eru nú á tólfta degi hungurverkfalls og þeir Joaquim Forn og Josep Rull á sínum níunda. Saman eru þeir vistaðir í Lledoners-fangelsinu vegna meints uppreisnaráróðurs og uppreisnar gegn spænska ríkinu í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu síðasta árs. Þeir efndu til hungurverkfallsins til að mótmæla því hversu lengi spænsk stjórnvöld hafa frestað því að rétta yfir þeim og til að mótmæla ákærunum sjálfum. Auk þeirra eru fimm önnur í haldi. Pilar Calvo, upplýsingafulltrúi fjórmenninganna, hefur greint frá því að þeir ætli að halda hungurverkfallinu til streitu og séu hvergi nærri því að gefast upp. Samanlagt hafi þeir lést um 20 kíló og stríði nú við svefnleysi. Þá blés Calvo á frásagnir af því að fjórmenningarnir væru að svindla, sagði þá bara drekka vatn með steinefnum en hafa vissulega þurft að taka lyf. Quim Torra, forseti héraðsins, lauk í gær tveggja sólarhringa föstu sem hann efndi til, til þess að sýna föngunum samhug. Fleiri katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa tekið svipaða ákvörun. Fram að jólum munu til dæmis tíu fasta í einu í Dipòsit d’Aigües del Rei Martí í miðborg Barcelona. Hver hópur mun fasta í allt að sjö daga. Greint var frá því í gær að ríkissaksóknari Spánar í Katalóníu rannsakaði nú hvort katalónska lögreglan hefði sýnt vanrækslu með því að koma ekki í veg fyrir mótmæli gegn spænskum stjórnvöldum um helgina. Stjórnvöld í Madríd hafa varað Katalóna við því að spænska lögreglan gæti verið send á svæðið vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33