Corbyn ekki til í vantraust strax Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 07:00 Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi. Getty/Leon Neal Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka tillögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningaviðræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undanförnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opinberlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildarríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landamæri skuli Norður-Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun varúðarráðstöfunarinnar og svo árlega atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráðherra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningnum, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka tillögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningaviðræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undanförnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opinberlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildarríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landamæri skuli Norður-Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun varúðarráðstöfunarinnar og svo árlega atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráðherra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningnum, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30
Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52