Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarp stjórnarflokkanna varð að lögum í dag með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Flestir í stjórnarandstöðunni segja að verið sé að hygla útgerðinni með lækkun veiðigjalda en stjórnarflokkarnir segja innheimtu gjaldanna færða nær verðmæti afla á hverjum tíma. Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. En samkvæmt frumvarpinu lækka veiðigjöld töluvert á næsta ári miðað við árið í ár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði lögin hvetja til bókhaldsbrellna og skattaundanskota. “Sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að mun verða þess valdandi að ríkissjóður verður af um fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,” sagði Þórhildur Sunna við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í dag. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar var á öðru máli. “Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna aðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,” sagði Lilja Rafney.Þetta umdeilda frumvarp var að lokum afgreitt með atkvæðum þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna sat hjá ásamt þingmönnum Miðflokksins. En Andrés Ingi Jónsson flokksbróðir hennar sem var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna hafði áður list því yfir að hann ætlaði einnig að sitja hjá. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeirra á meðal Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.“Ríkisstjórnin er hér að ná í gegn helsta baráttumáli sínu. Hér fellir ríkisstjórnin grímuna. Ekki minnsta tilraun gerð til að reyna að ná einhverri sátt um þetta mál. Hér sést auðvitað hin pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna,” sagði Þorsteinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undraðist þennan málflutning enda væri með frumvarpinu verið að færa veiðigjöldin nær raunverulegu aflaverðmæti útgerðanna. “Hér er verið að leggja til þrjátíu og þriggja prósenta gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk. Þegar afkoman batnar mun það skila sér í hærri veiðigjöldum og þegar afkoman versnar mun það skila sér í lægri veiðigjöldum. Þetta er satt að segja grunnhugmynd sem ég taldi vera all góða samstöðu um á Alþingi eftir að hafa fylgst með þessari umræðu allt frá árinu 2012 þegar við settum fyrst sérstaka veiðigjaldið á,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp stjórnarflokkanna varð að lögum í dag með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. Flestir í stjórnarandstöðunni segja að verið sé að hygla útgerðinni með lækkun veiðigjalda en stjórnarflokkarnir segja innheimtu gjaldanna færða nær verðmæti afla á hverjum tíma. Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. En samkvæmt frumvarpinu lækka veiðigjöld töluvert á næsta ári miðað við árið í ár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði lögin hvetja til bókhaldsbrellna og skattaundanskota. “Sem ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn veit að mun verða þess valdandi að ríkissjóður verður af um fjórum milljörðum í tekjur á næsta ári,” sagði Þórhildur Sunna við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í dag. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar var á öðru máli. “Hér er verið að afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna aðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar,” sagði Lilja Rafney.Þetta umdeilda frumvarp var að lokum afgreitt með atkvæðum þrjátíu og tveggja stjórnarþingmanna, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna sat hjá ásamt þingmönnum Miðflokksins. En Andrés Ingi Jónsson flokksbróðir hennar sem var fjarstaddur atkvæðagreiðsluna hafði áður list því yfir að hann ætlaði einnig að sitja hjá. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeirra á meðal Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar.“Ríkisstjórnin er hér að ná í gegn helsta baráttumáli sínu. Hér fellir ríkisstjórnin grímuna. Ekki minnsta tilraun gerð til að reyna að ná einhverri sátt um þetta mál. Hér sést auðvitað hin pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna,” sagði Þorsteinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undraðist þennan málflutning enda væri með frumvarpinu verið að færa veiðigjöldin nær raunverulegu aflaverðmæti útgerðanna. “Hér er verið að leggja til þrjátíu og þriggja prósenta gjaldhlutfall plús viðbótarálag á uppsjávarfisk. Þegar afkoman batnar mun það skila sér í hærri veiðigjöldum og þegar afkoman versnar mun það skila sér í lægri veiðigjöldum. Þetta er satt að segja grunnhugmynd sem ég taldi vera all góða samstöðu um á Alþingi eftir að hafa fylgst með þessari umræðu allt frá árinu 2012 þegar við settum fyrst sérstaka veiðigjaldið á,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira