Lausn fyrir lélega föndrara Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. desember 2018 08:00 Keli segist ekki vera góður að föndra og segir hann að það sé vegna þess að hann er örvhentur. Hann er allavega góður að tromma. Maður er bara alltaf að föndra! Ég er búinn að vera alveg á milljón í jólaföndrinu?… neinei – ég held sko að UNICEF hafi fengið þarna lélegustu föndrara landsins og að þau hafi í raun leitað uppi lélega föndrara. Ég er eiginlega alveg glataður,“ segir hinn geðþekki Keli úr hljómsveitinni Agent Fresco en hann sýnir okkur hvernig skal föndra jólagjafir í nýju myndbandi frá UNICEF. Þó að Keli sé ansi sleipur á trommunum þá virðist föndrið ekki alveg liggja jafn auðveldlega fyrir honum og jólatréð sem hann virðist vera að reyna að útbúa endar ansi sorglega. Blaðamaður dáist þó að hæfileika Kela til að hafa í það minnsta fattað að búa til einhvers konar grænan spíral og að það ætti að heita jólatré, því það er dálítið frumleg pæling – þó að útkoman hafi kannski ekki verið sú besta. „Já, ég vissi ekkert hvernig átti að gera þetta og svo var bara sagt „GO“ og þá átti ég bara að byrja að föndra. En það er gott að heyra að fólk haldi að mér hafi dottið þetta í hug. Sko, bæði er ég ekki mikið fyrir föndrið en líka er ég bara mjög lélegur – líklega óvenju lélegur. Þegar ég var yngri þá kenndi ég því um að ég væri örvhentur hversu lélegur föndrari ég er, ég meina – það hlýtur að vera þannig að maður sé lélegri að föndra ef maður er örvhentur.“Skrautið hans Kela kveikir gjörsamlega upp í jólaskapinu hjá manni.Vinir og vandamenn Kela geta andað léttar því hann segist ekki ætla að gefa neinum föndur þetta árið. Hins vegar fái fólk, eins og reyndar í fyrra líka, mjög líklega Sannar gjafir frá honum. En það eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð sem UNICEF býður til sölu. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan til þess að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest. Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. „Ef þú ert lélegur að föndra eins og ég og ert í einhverju „desperation“ að reyna að föndra einhvern jólaspíral þá myndi ég segja að Sannar gjafir væru alveg málið. Þetta er alveg geggjað – ég gerði þetta í fyrra. Sumt af þessu er algjörlega „amazing“ – það eru til dæmis töflur þarna sem þú setur í vatn og það hreinsast þannig að allir geta drukkið það. Þetta er líka bara á sannargjafir.is – ekki flókið.“ Birtist í Fréttablaðinu Föndur Jól Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Maður er bara alltaf að föndra! Ég er búinn að vera alveg á milljón í jólaföndrinu?… neinei – ég held sko að UNICEF hafi fengið þarna lélegustu föndrara landsins og að þau hafi í raun leitað uppi lélega föndrara. Ég er eiginlega alveg glataður,“ segir hinn geðþekki Keli úr hljómsveitinni Agent Fresco en hann sýnir okkur hvernig skal föndra jólagjafir í nýju myndbandi frá UNICEF. Þó að Keli sé ansi sleipur á trommunum þá virðist föndrið ekki alveg liggja jafn auðveldlega fyrir honum og jólatréð sem hann virðist vera að reyna að útbúa endar ansi sorglega. Blaðamaður dáist þó að hæfileika Kela til að hafa í það minnsta fattað að búa til einhvers konar grænan spíral og að það ætti að heita jólatré, því það er dálítið frumleg pæling – þó að útkoman hafi kannski ekki verið sú besta. „Já, ég vissi ekkert hvernig átti að gera þetta og svo var bara sagt „GO“ og þá átti ég bara að byrja að föndra. En það er gott að heyra að fólk haldi að mér hafi dottið þetta í hug. Sko, bæði er ég ekki mikið fyrir föndrið en líka er ég bara mjög lélegur – líklega óvenju lélegur. Þegar ég var yngri þá kenndi ég því um að ég væri örvhentur hversu lélegur föndrari ég er, ég meina – það hlýtur að vera þannig að maður sé lélegri að föndra ef maður er örvhentur.“Skrautið hans Kela kveikir gjörsamlega upp í jólaskapinu hjá manni.Vinir og vandamenn Kela geta andað léttar því hann segist ekki ætla að gefa neinum föndur þetta árið. Hins vegar fái fólk, eins og reyndar í fyrra líka, mjög líklega Sannar gjafir frá honum. En það eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð sem UNICEF býður til sölu. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan til þess að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest. Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. „Ef þú ert lélegur að föndra eins og ég og ert í einhverju „desperation“ að reyna að föndra einhvern jólaspíral þá myndi ég segja að Sannar gjafir væru alveg málið. Þetta er alveg geggjað – ég gerði þetta í fyrra. Sumt af þessu er algjörlega „amazing“ – það eru til dæmis töflur þarna sem þú setur í vatn og það hreinsast þannig að allir geta drukkið það. Þetta er líka bara á sannargjafir.is – ekki flókið.“
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Jól Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira