Óli Kristjáns: Það má alveg kalla þetta yfirlýsingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 14:00 Ólafur Kristjánsson fagnar því að fá Björn Daníel til liðs við FH. vísir „Þetta var ekki mjúkur pakki,“ segir léttur Ólafur Kristjánsson um síðbúnu jólagjöfina sem að hann fékk í FH-liðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni næstu fjögur árin. Björn Daníel Sverrisson samdi við uppeldisfélagið í Krikanum í dag en hann kemur til FH frá AGF í Danmörku. Hann fór frá FH til Viking árið 2013.Sjá einnig:Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín „Það er gott að fá Bjössa. Hann er öflugur, á góðum aldri og hungraður í að spila,“ segir Ólafur. „Hann er ekki gamall og ekki slitinn. Það er jákvætt að menn eru að koma hingað innan við þrítugt með reynslu og allt það frekar en að koma heim komnir yfir þrítugt á síðustu metrunum.“ „Hann á mörg ár eftir og við væntum mikils af honum. Oft er talað um að það sé erfitt að koma heim þannig við þurfum að nota næstu fimm til sex mánuði í það að tjúna leikmanninn inn á það að enginn kemur í þessa deild og slær slöku við. Þetta er alvöru deild og allir þurfa að vera einbeittir,“ segir hann.Ólafur Kristjánsson við undirskriftina í dag ásamt Birni og Jóni Rúnari Halldórssyni.vísir/tomÆtla að berjast um titla FH-ingar áttu í basli með að skora mörk á síðustu leiktíð, allavega nógu mörg til að vinna bikar eða komast í Evrópu. Björn Daníel er vissulega ekki framherji en ansi marksækinn miðjumaður sem ætti að nýtast FH-liðinu. „Hann skorar úr föstum leikatriðum, er með góð skot fyrir utan teig og getur líka stungið sér inn á teiginn þegar að það á við. Hann gerði það í Noregi og þegar að hann fékk tækifæri í Danmörku. Hann var að skila 5-10 mörkum á tímabili áður en hann fór út og vonandi getur það haldið áfram,“ segir Ólafur. FH hafði betur í samkeppni við Val um undirskrift Björns Daníel. Er þetta yfirlýsing frá FH um að það ætlar ekki að verða undir í baráttunni við Hlíðarendafélagið, eða hin toppliðin, hvorki innan né utan vallar? „Það er alveg ljóst að FH hefur alltaf haft mikinn metnað og síðasta tímabil var vonbrigði þegar kom að úrslitunum og hvernig við enduðum mótið. Hér eru menn ekkert að slá slöku við,“ segir Ólafur. „Er þetta yfirlýsing? Já, þú getur alveg sagt það. Við ætlum okkur að vera með. Við ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili og setja FH þangað sem það á að vera sem er að berjast um titla á Íslandi,“ segir Ólafur Kristjánsson.Klippa: Ólafur Kristjánsson - Gott að fá Bjössa heim Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
„Þetta var ekki mjúkur pakki,“ segir léttur Ólafur Kristjánsson um síðbúnu jólagjöfina sem að hann fékk í FH-liðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni næstu fjögur árin. Björn Daníel Sverrisson samdi við uppeldisfélagið í Krikanum í dag en hann kemur til FH frá AGF í Danmörku. Hann fór frá FH til Viking árið 2013.Sjá einnig:Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín „Það er gott að fá Bjössa. Hann er öflugur, á góðum aldri og hungraður í að spila,“ segir Ólafur. „Hann er ekki gamall og ekki slitinn. Það er jákvætt að menn eru að koma hingað innan við þrítugt með reynslu og allt það frekar en að koma heim komnir yfir þrítugt á síðustu metrunum.“ „Hann á mörg ár eftir og við væntum mikils af honum. Oft er talað um að það sé erfitt að koma heim þannig við þurfum að nota næstu fimm til sex mánuði í það að tjúna leikmanninn inn á það að enginn kemur í þessa deild og slær slöku við. Þetta er alvöru deild og allir þurfa að vera einbeittir,“ segir hann.Ólafur Kristjánsson við undirskriftina í dag ásamt Birni og Jóni Rúnari Halldórssyni.vísir/tomÆtla að berjast um titla FH-ingar áttu í basli með að skora mörk á síðustu leiktíð, allavega nógu mörg til að vinna bikar eða komast í Evrópu. Björn Daníel er vissulega ekki framherji en ansi marksækinn miðjumaður sem ætti að nýtast FH-liðinu. „Hann skorar úr föstum leikatriðum, er með góð skot fyrir utan teig og getur líka stungið sér inn á teiginn þegar að það á við. Hann gerði það í Noregi og þegar að hann fékk tækifæri í Danmörku. Hann var að skila 5-10 mörkum á tímabili áður en hann fór út og vonandi getur það haldið áfram,“ segir Ólafur. FH hafði betur í samkeppni við Val um undirskrift Björns Daníel. Er þetta yfirlýsing frá FH um að það ætlar ekki að verða undir í baráttunni við Hlíðarendafélagið, eða hin toppliðin, hvorki innan né utan vallar? „Það er alveg ljóst að FH hefur alltaf haft mikinn metnað og síðasta tímabil var vonbrigði þegar kom að úrslitunum og hvernig við enduðum mótið. Hér eru menn ekkert að slá slöku við,“ segir Ólafur. „Er þetta yfirlýsing? Já, þú getur alveg sagt það. Við ætlum okkur að vera með. Við ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili og setja FH þangað sem það á að vera sem er að berjast um titla á Íslandi,“ segir Ólafur Kristjánsson.Klippa: Ólafur Kristjánsson - Gott að fá Bjössa heim
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14
Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn