Aðeins þrjú snjóléttari haust í nærri sextíu ár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2018 07:30 Einn af þremur snjódögum haustsins í Reykjavík var 5. nóvember. Þá grunaði sjálfsagt fáa hversu fágætur snjórinn yrði þetta haust. Fréttablaðið Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjóhulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tímann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áðurnefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjóhulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tímann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áðurnefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira