Sonur verðandi Brasilíuforseta beðinn um að skýra dularfulla fjármagnsflutninga Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 22:47 Flavio Bolsonaro (í bakgrunni) með föður sínum Jair. Vísir/EPA Skýringar hafa ekki enn fengist á miklum fjármagnsflutningum bílstjóra og ráðgjafa sonar Jair Bolsonaro, verðandi forseta Brasilíu, sem fjármálaeftirlit landsins krafðist. Barátta gegn spillingu var eitt helsta kosningaloforð Bolsonaro sem tekur við völdum í byrjun næsta árs. Um 1,2 milljónir brasilíska reaisins, jafnvirði um 35,7 milljóna íslenskra króna, flæddu í gegnum bankareikning Fabricio Queiroz, fyrrverandi bílstjóra og ráðgjafa Flavio Bolsonaro, frá 2016 til 2017. Flavio er sonur Jair Bolsonaro og hefur verið ríkisþingmaður Rio de Janeiro. Hann tekur brátt sæti í öldungadeild brasilíska þingsins. Fjármálaeftirlitið hefur krafist skýringa á uppruna fjárins en Queiroz mætti ekki á fundi með saksóknurum í tvígang og bar fyrir sig heilsubrest. Flavio Bolsonaro segir að Queiroz hafi gefið sér trúverðugar skýringar á því hvaðan féð kom og heldur því fram að ásökunum á hendur honum sé ætlað að grafa undan Bolsonaro-fjölskyldunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal fjármálaflutninganna er greiðsla til Michelle Bolsonaro, eiginkonu verðandi forsetans. Jair Bolsonaro segir að það hafi verið endurgreiðsla á persónulegu láni. Hafi hann gert mistök með því að gefa greiðsluna ekki upp til skatts muni hann leiðrétta það. Þrátt fyrir að Queiroz hafi ekki séð sér fært að mæta á fund saksóknara veitti hann sjónvarpsstöð sem er hliðholl Bolsonaro viðtal í gær. Þar vitnaði hann í skýringar verðandi forsetans á greiðslunni til eiginkonu hans. Neitaði hann því að reyna að forðast saksóknarana og sagðist hafa verið fjarverandi þar sem fjarlægja hafi þurft illkynja æxli úr honum. Fjármálaeftirlitið segir að aðrir starfsmenn Flavios hafi greitt inn á bankareikning Queiroz þegar sá fyrrnefndi var ríkisþingmaður. Greiðslurnar hafi gjarnan átt sér stað sama dag eða í kringum þann dag sem þingið greiddi út laun til starfsmanna. Vísaði það málinu til saksóknara í Rio de Janeiro sem rannsaka nú málið. Saksóknararnir hafa krafist þess að Flavio Bolsonaro komi til skýrslutöku í byrjun janúar. Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20 Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39 Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Skýringar hafa ekki enn fengist á miklum fjármagnsflutningum bílstjóra og ráðgjafa sonar Jair Bolsonaro, verðandi forseta Brasilíu, sem fjármálaeftirlit landsins krafðist. Barátta gegn spillingu var eitt helsta kosningaloforð Bolsonaro sem tekur við völdum í byrjun næsta árs. Um 1,2 milljónir brasilíska reaisins, jafnvirði um 35,7 milljóna íslenskra króna, flæddu í gegnum bankareikning Fabricio Queiroz, fyrrverandi bílstjóra og ráðgjafa Flavio Bolsonaro, frá 2016 til 2017. Flavio er sonur Jair Bolsonaro og hefur verið ríkisþingmaður Rio de Janeiro. Hann tekur brátt sæti í öldungadeild brasilíska þingsins. Fjármálaeftirlitið hefur krafist skýringa á uppruna fjárins en Queiroz mætti ekki á fundi með saksóknurum í tvígang og bar fyrir sig heilsubrest. Flavio Bolsonaro segir að Queiroz hafi gefið sér trúverðugar skýringar á því hvaðan féð kom og heldur því fram að ásökunum á hendur honum sé ætlað að grafa undan Bolsonaro-fjölskyldunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal fjármálaflutninganna er greiðsla til Michelle Bolsonaro, eiginkonu verðandi forsetans. Jair Bolsonaro segir að það hafi verið endurgreiðsla á persónulegu láni. Hafi hann gert mistök með því að gefa greiðsluna ekki upp til skatts muni hann leiðrétta það. Þrátt fyrir að Queiroz hafi ekki séð sér fært að mæta á fund saksóknara veitti hann sjónvarpsstöð sem er hliðholl Bolsonaro viðtal í gær. Þar vitnaði hann í skýringar verðandi forsetans á greiðslunni til eiginkonu hans. Neitaði hann því að reyna að forðast saksóknarana og sagðist hafa verið fjarverandi þar sem fjarlægja hafi þurft illkynja æxli úr honum. Fjármálaeftirlitið segir að aðrir starfsmenn Flavios hafi greitt inn á bankareikning Queiroz þegar sá fyrrnefndi var ríkisþingmaður. Greiðslurnar hafi gjarnan átt sér stað sama dag eða í kringum þann dag sem þingið greiddi út laun til starfsmanna. Vísaði það málinu til saksóknara í Rio de Janeiro sem rannsaka nú málið. Saksóknararnir hafa krafist þess að Flavio Bolsonaro komi til skýrslutöku í byrjun janúar.
Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20 Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39 Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Jair Bolsonaro er kjörinn forseti Brasilíu. Hefur látið umdeild ummæli falla en Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir fjölmiðla fjalla um málið af vanþekkingu. Bolsonaro hafi sigrað vegna spillingar Verkamannaflokksins. 30. október 2018 07:30
Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12
Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Jair Bolsonaro hefur afgerandi forskot í skoðanakönnunum fyrir síðar umferð forsetakosninga sem fara fram um helgina. Pólitískar andstæðingar hans eiga ekki von á góðu ef marka má yfirlýsingar hans. 22. október 2018 16:20
Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda 24. nóvember 2018 10:39
Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00