Þjófur sérhæfður í innbrotum í bílaleigubíla veldur lögreglu vanda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. desember 2018 23:40 Maðurinn sem er í haldi lögreglu er grunaður um innbrot í fjölmarga Dacia Duster bíla í póstnúmerinu 101. Vísir Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. Þar hafi hann stolið verðmætum fyrir tugi milljóna. Maðurinn er í gæsluvarðahaldi til þar til um miðjan janúar grunaður um fjölmörg innbrot í bíla af tegundinni Dacia Duster síðustu mánuði þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Þessi bílategund er mjög vinsæl hjá bílaleigum landsins og því mjög algengt að ferðamenn séu á slíkum bílnum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það hafa tekið lögreglu nokkurn tíma að átta sig á mynstrinu og umfanginu en nú sé búið að kortleggja öll innbrot í bíla af þessari tegund á síðustu mánuðum. „Hann einhvern veginn náði að snúa læsingunni út og fór eins og eldur um sinu hér í hverfinu 101. Við erum komin með fimmtíu, sextíu, sjötíu innbrot í svona bíla,“ segir Jóhann Karl. Hann segir verðmætin sem hafi tapast hjá ferðmönnunum hlaupa á tugum milljóna. Þrátt fyrir að þessi maður sé í gæsluvarðhaldi sé nokkuð um að brotist sé inn í bíla hjá ferðamönnum enda oft talsverð verðmæti þar á ferð. Ferðamenn komi og fari á meðan íslendingar geti varað hvorn annan við bylgjum sem þessum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé nokkuð strembið fyrir lögreglu að vinna svona mál. „Þetta er hvít úlpa og græn taska eða myndavél og fólk er jafnvel komið aftur til Kína. Og það þarf að hafa samband á tölvupósti og það þarf að lýsa úlpunni nákvæmlega svo við vitum að þetta sé þín úlpa en ekki einhvers annars. Þetta er svakaleg vinna,“ segir Jóhann Karl. Maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi er af erlendu bergi brotinn, en hann hefur neitað sök í málinu. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. Þar hafi hann stolið verðmætum fyrir tugi milljóna. Maðurinn er í gæsluvarðahaldi til þar til um miðjan janúar grunaður um fjölmörg innbrot í bíla af tegundinni Dacia Duster síðustu mánuði þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Þessi bílategund er mjög vinsæl hjá bílaleigum landsins og því mjög algengt að ferðamenn séu á slíkum bílnum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það hafa tekið lögreglu nokkurn tíma að átta sig á mynstrinu og umfanginu en nú sé búið að kortleggja öll innbrot í bíla af þessari tegund á síðustu mánuðum. „Hann einhvern veginn náði að snúa læsingunni út og fór eins og eldur um sinu hér í hverfinu 101. Við erum komin með fimmtíu, sextíu, sjötíu innbrot í svona bíla,“ segir Jóhann Karl. Hann segir verðmætin sem hafi tapast hjá ferðmönnunum hlaupa á tugum milljóna. Þrátt fyrir að þessi maður sé í gæsluvarðhaldi sé nokkuð um að brotist sé inn í bíla hjá ferðamönnum enda oft talsverð verðmæti þar á ferð. Ferðamenn komi og fari á meðan íslendingar geti varað hvorn annan við bylgjum sem þessum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé nokkuð strembið fyrir lögreglu að vinna svona mál. „Þetta er hvít úlpa og græn taska eða myndavél og fólk er jafnvel komið aftur til Kína. Og það þarf að hafa samband á tölvupósti og það þarf að lýsa úlpunni nákvæmlega svo við vitum að þetta sé þín úlpa en ekki einhvers annars. Þetta er svakaleg vinna,“ segir Jóhann Karl. Maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi er af erlendu bergi brotinn, en hann hefur neitað sök í málinu.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34