Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. desember 2018 13:30 Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á næsta ári styttist biðtími eftir að hefja afplánun dóma og gerir ráð fyrir að mun fleiri verði í fangelsum og í samfélagsþjónustu. Mun fleiri sinna samfélagsþjónustu nú en á síðasta ári eða 185 manns en voru á sama tíma í fyrra 155 talsins. En það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns hafið afplánun með samfélagsþjónustu samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. „Ástæðan fyrir því að mönnum hefur fjölgað í samfélagsþjónustu og raunar annars staðar í fangelsiskerfinu er bara aukin áhersla dómsmálaráðherra á þennan málaflokk. Hún hefur veitt fjármagni í málaflokkinn og nú er bara komið að okkur að standa okkur,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri segir að verið sé að gefa í. „Við erum að keyra fangelsin á fullum afköstum og munum gera enn betur á næsta ári, fækka á biðlistum og fjölga í samfélagsþjónustu. Við getum það vegna lagabreytinga og aukins fjármagns. Við erum að gefa í.“ Hann segir að fjölga muni í fangelsum og samfélagsþjónustu samhliða þessu. „Örlítið fleiri í ár en í fyrra en við munum bæta hraustlega við á næsta ári. Ég sé fram á að við verðum með hátt í 180 fanga í fangelsunum á næsta ári og vonandi um 200 manns í samfélagsþjónustu þannig að það mun ganga hratt á alla lista. Þannig að þetta grundvallarariði, að fullnusta refsingar eftir að dómur er kveðinn upp, við munum ná því markmiði innan skamms, það er fólk mun ekki þurfa að bíða og heldur ekki mega bíða,“ segir Páll. Alls afplána 134 refsingar vega alvarlegri brota í fangelsum landsins í dag. Flestir þeirra vegna fíkniefnabrota, næststærsti hópurinn vegna umferðalagabrota og nytjastulds, auðgunar-og þjófnaðarbrot koma þar á eftir, kynferðisbrot eru næst og manndráp og tilraun til manndráps þar á eftir og loks ofbeldisbrot. Páll segir að hlutfallslega hafi fjölgað mest í hópi kynferðisafbrotamanna. „Þetta er um tíu prósent fanga á Íslandi sem eru inni fyrir kynferðisbrot. Þeim hefur fjölgað mikið já, ég held að það sé bara vegna vakningar í samfélaginu og vegna þess að lögreglan er að vinna betur.“ Fangelsismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Sjá meira
Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á næsta ári styttist biðtími eftir að hefja afplánun dóma og gerir ráð fyrir að mun fleiri verði í fangelsum og í samfélagsþjónustu. Mun fleiri sinna samfélagsþjónustu nú en á síðasta ári eða 185 manns en voru á sama tíma í fyrra 155 talsins. En það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns hafið afplánun með samfélagsþjónustu samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. „Ástæðan fyrir því að mönnum hefur fjölgað í samfélagsþjónustu og raunar annars staðar í fangelsiskerfinu er bara aukin áhersla dómsmálaráðherra á þennan málaflokk. Hún hefur veitt fjármagni í málaflokkinn og nú er bara komið að okkur að standa okkur,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri segir að verið sé að gefa í. „Við erum að keyra fangelsin á fullum afköstum og munum gera enn betur á næsta ári, fækka á biðlistum og fjölga í samfélagsþjónustu. Við getum það vegna lagabreytinga og aukins fjármagns. Við erum að gefa í.“ Hann segir að fjölga muni í fangelsum og samfélagsþjónustu samhliða þessu. „Örlítið fleiri í ár en í fyrra en við munum bæta hraustlega við á næsta ári. Ég sé fram á að við verðum með hátt í 180 fanga í fangelsunum á næsta ári og vonandi um 200 manns í samfélagsþjónustu þannig að það mun ganga hratt á alla lista. Þannig að þetta grundvallarariði, að fullnusta refsingar eftir að dómur er kveðinn upp, við munum ná því markmiði innan skamms, það er fólk mun ekki þurfa að bíða og heldur ekki mega bíða,“ segir Páll. Alls afplána 134 refsingar vega alvarlegri brota í fangelsum landsins í dag. Flestir þeirra vegna fíkniefnabrota, næststærsti hópurinn vegna umferðalagabrota og nytjastulds, auðgunar-og þjófnaðarbrot koma þar á eftir, kynferðisbrot eru næst og manndráp og tilraun til manndráps þar á eftir og loks ofbeldisbrot. Páll segir að hlutfallslega hafi fjölgað mest í hópi kynferðisafbrotamanna. „Þetta er um tíu prósent fanga á Íslandi sem eru inni fyrir kynferðisbrot. Þeim hefur fjölgað mikið já, ég held að það sé bara vegna vakningar í samfélaginu og vegna þess að lögreglan er að vinna betur.“
Fangelsismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Sjá meira