„Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 22:15 Vigdís er ekki sátt með skrif Jóns Gnarr. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, svarar Facebook-færslu Jóns Gnarr á síðu sinni í kvöld þar sem hún sakar hann um kvenfyrirlitningu og vísar hún þar í orð hans þar sem hann dregur í efa að einhver hafi áhuga á því að heyra hvað henni finnst. Hún segir ástæðuna vera að hún tilheyri ekki réttum flokki og sé ekki hluti af „góða fólkinu“. „Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr og kvenfyrirlitninguna í orðum hans sem snúa að mér - þegar hann undrast að Ríkisútvarpið hafi tekið við mig viðtal: „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í því hvað henni finnst?“. Jón Gnarr telur augsýnilega að oddviti stjórnmálaflokks í borgarstjórn - og fyrrverandi alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis - eigi ekki að komast að í fréttum RÚV af því hann tilheyrir ekki réttum flokki - er ekki hluti af góða fólkinu og er þar að auki kona.“ Hún segir Jón vera pirraðan vegna þess að kallað sé eftir því að borgarstjóri „vinstri manna“ axli ábyrgð vegna braggamálsins svokallaða og öllu því „rugli sem viðgengst fyrir allra augum undir hans stjórn“. „Hann er auðvitað vanur hinni óskráðu reglu margra fjölmiðla að gagnrýna bara stjórnmálamenn sumra flokka – en láta aðra alveg í friði,“ skrifar Vigdís.Ætlar að halda sínu striki fyrir fólkið í borginni Vigdís gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóns að ástæða framúrkeyrslu verkefna Reykjavíkurborgar sé kerfislægur vandi sem hvorki Jón, sem fyrrum borgarstjóri, og núverandi borgarstjóri ráði ekkert við. Hún segir meirihlutan í borgarstjórn hafa fengið frítt spil í störfum sínum árabil og fengið sínu fram fjarri smásjá fjölmiðla og meirihlutans. „Sá tími er liðinn,“ bætir Vigdís við. „Það er ekki skrítið að þeir félagar Dagur og Jón séu óhressir með það - en þeir mega vera vissur um að sú sem þetta ritar ætlar að halda sínu striki ótrauð - með heilbrigða gagnrýni og almannahagsmuni að leiðarljósi - í þágu fólksins í borginni - því það á svo miklu betra skilið.“Segir offramboð af skoðunum Jóns Í færslu Jóns í dag kemur hann Degi B. Eggertssyni til varnar og gagnrýnir meðal annars hvernig margir hafa talað um veikindi hans. Vigdís segir veikindi Dags ekki vera afsökun fyrir því að sleppa því að ræða um borgarmálin og segir Jón sjálfan hafa „hamast á pólitískum andstæðingum“. „Af skoðunum Jóns Gnarr hefur um langt skeið verið meira framboð en eftirspurn. Hann hefur verið kvartsár undan umræðu í sinn garð - milli þess sem hann hamast á pólitískum andstæðingum og fargar málverkum sem hann hafði með sér heim í óleyfi af borgarstjórnarkontórnum.“ Að lokum segist Vigdís aldrei hafa talað um Dag né Hrólf Jónsson, fyrrum skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, sem vonda menn. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, svarar Facebook-færslu Jóns Gnarr á síðu sinni í kvöld þar sem hún sakar hann um kvenfyrirlitningu og vísar hún þar í orð hans þar sem hann dregur í efa að einhver hafi áhuga á því að heyra hvað henni finnst. Hún segir ástæðuna vera að hún tilheyri ekki réttum flokki og sé ekki hluti af „góða fólkinu“. „Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr og kvenfyrirlitninguna í orðum hans sem snúa að mér - þegar hann undrast að Ríkisútvarpið hafi tekið við mig viðtal: „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í því hvað henni finnst?“. Jón Gnarr telur augsýnilega að oddviti stjórnmálaflokks í borgarstjórn - og fyrrverandi alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis - eigi ekki að komast að í fréttum RÚV af því hann tilheyrir ekki réttum flokki - er ekki hluti af góða fólkinu og er þar að auki kona.“ Hún segir Jón vera pirraðan vegna þess að kallað sé eftir því að borgarstjóri „vinstri manna“ axli ábyrgð vegna braggamálsins svokallaða og öllu því „rugli sem viðgengst fyrir allra augum undir hans stjórn“. „Hann er auðvitað vanur hinni óskráðu reglu margra fjölmiðla að gagnrýna bara stjórnmálamenn sumra flokka – en láta aðra alveg í friði,“ skrifar Vigdís.Ætlar að halda sínu striki fyrir fólkið í borginni Vigdís gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóns að ástæða framúrkeyrslu verkefna Reykjavíkurborgar sé kerfislægur vandi sem hvorki Jón, sem fyrrum borgarstjóri, og núverandi borgarstjóri ráði ekkert við. Hún segir meirihlutan í borgarstjórn hafa fengið frítt spil í störfum sínum árabil og fengið sínu fram fjarri smásjá fjölmiðla og meirihlutans. „Sá tími er liðinn,“ bætir Vigdís við. „Það er ekki skrítið að þeir félagar Dagur og Jón séu óhressir með það - en þeir mega vera vissur um að sú sem þetta ritar ætlar að halda sínu striki ótrauð - með heilbrigða gagnrýni og almannahagsmuni að leiðarljósi - í þágu fólksins í borginni - því það á svo miklu betra skilið.“Segir offramboð af skoðunum Jóns Í færslu Jóns í dag kemur hann Degi B. Eggertssyni til varnar og gagnrýnir meðal annars hvernig margir hafa talað um veikindi hans. Vigdís segir veikindi Dags ekki vera afsökun fyrir því að sleppa því að ræða um borgarmálin og segir Jón sjálfan hafa „hamast á pólitískum andstæðingum“. „Af skoðunum Jóns Gnarr hefur um langt skeið verið meira framboð en eftirspurn. Hann hefur verið kvartsár undan umræðu í sinn garð - milli þess sem hann hamast á pólitískum andstæðingum og fargar málverkum sem hann hafði með sér heim í óleyfi af borgarstjórnarkontórnum.“ Að lokum segist Vigdís aldrei hafa talað um Dag né Hrólf Jónsson, fyrrum skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, sem vonda menn.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43